27.4.2014 | 09:56
Mætti kannski athuga möguleikann á "öfugum potti" ?
Mér hefur stundum dottið það í hug þegar lottótölur eru lesnar og enginn er með allar tölu réttar viku eftir viku, hvort hafa megi í gangi "öfugan" pott, jafnframt þessum venjulega.
Það yrði fólgið í því að sá eða þeir, sem eiga miða með lágmarki 5 röðum, eða segjum 10 röðum, og lendir í því að ekki ein einasta tala komi upp,sem kemur upp við útdráttinn, fá einhver smá verðlaun, kannski 500 þúsund eða eitthvað í þá áttina.
Þegar potturinn er kominn yfir 70 milljónir myndi ekki muna svon mikið um þetta en gleðja þátttakendur eitthvað að vita af þessum möguleika til að gera leikinn ögn fjölbreyttari.
![]() |
Sjöfaldur lottópottur næst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.