2.5.2014 | 09:53
Burt með varúðarregluna og Ríósáttmálann við Mývatn !
Íslendingar undirrituðu Ríósáttmálann fyrir 22 árum. Tvö meginatriði hans eru um sjálfbæra þróun og svonefnda varúðarreglu, að þegar um vafa sé að ræða vegna framkvæmda mannsins, njóti náttúran vafans.
Leitun er að þjóð í okkar heimshluta þar sem báðar reglurnar hafa verið þverbrotnar jafn ítrekað.
Í þinglok í fyrra voru að vísu samþykkt náttúruverndarlög sem innihalda varúðarregluna. Núverandi valdamenn hafa hins vegar lýst yfir eindregnum vilja til að nema hana í burtu, og þess vegna hefur hún ekki enn tekið gildi og mun væntanlega ekki gera það ef krafan um að hafa hana að engu nær fram að ganga. Sem fyrr verður allur vafi túlkaður virkjunum í hag.
Við Mývatn hófst hæg atburðarás eftir 1970, og fyrir sérkennilega "tilviljun" var það eftir að kísilgúrnám hófst í vatninu fyrir Kísiliðjuna, sem sögð var forsenda fyrir því að byggðin í Mývatnssveit færi ekki í eyði. Árni Einarsson líffræðingur, sem best þekkir Mývatn eftir áratuga rannsóknir, hefur fært líkur að því að námið hafi átt þátt í útrýmingu kúluskíts og hruni silungastofnsins.
Varúðarreglan hefði að minnsta kosti átt að fá menn til að staldra við. Í staðinn hefur þess nú verið beðið í áratugi að sjá til hvort tilgáta Árna sé rétt. Verksmiðjan hefur verið látin njóta vafans.
Fyrir meira en áratug hætti Kísiliðjan störfum, ekki vegna baráttu "öfga-umhverfis-og náttúruverndar- hryðjuverkafólks" gegn henni, heldur vegna þess að enginn markaður fékkst fyrir afurðina.
Það vantaði sem sé þingeyskan Kristján Loftsson til að halda verksmiðjunni gangandi áfram, burtséð frá markaði fyrir vöruna.
Aftur og aftur hafði það verið fyrsta frétt í fjölmiðlum að hugsanleg niðurlagning Kiisiliðjunnar myndi leggja Mývatnssveit í rúst.
Þegar í ljós kom, að svo var ekki, þótti það engin frétt.
Ef Mývatn er að deyja, er ljóst, að þá er greið gatan til að reisa 90 megavatta gufuorkuvirkjun örfáa kílómetra frá eystri bakka þess, og aðeins 2,8 kílómetra frá skólunum í Reykjahlíðarþorpi.
Notuð verður ein drýgsta röksemd virkjanafíklanna, sem sé "hvort eð er" röksemdin: "Mývatn er hvort eð er að drepast og mun hvort eð er fyllast á næstu öldum og eins gott að það gerist sem fyrst svo að hægt sé "að nýta orkulindina á skynsamlegan hátt" og "lifa af landinu".
Virkjunin verður sex sinnum nær byggð en Hellisheiðarvirkjun en á tveimur borgarafundum við Mývatn var fullyrt að engar áhyggjur þyrfti að hafa af loftmengun vegna brennisteinsvetnis né heldur af affallsvatni.
Þau vandamál væru öll þegar leyst þótt stór tjörn af affallsvatni suðaustur af Námaskarði stækki ár frá ári, 10 kílómetra frá Kröfluvirkjun. Stóraukin umferð fólks við Mývatn ætti að vera áhyggjuefni, en auðvitað má náttúran heldur ekki njóta vafans í þeim efnum.
Nákvæmlega sama var sagt fyrir áratug varðandi Hellisheiðarvirkjun og sagt er nú um Bjarnarflagsvirkjun.
Þegar manngerðir jarðskjálftar urðu skammt vestur af Hellisheiðarvirkjun, öllum að óvörum vegna tilrauna með niðurdælingu affallsvatns og stórfelldri loftmengun vegna brennisteinsvetnis varð ekki lengur afneitað var farið fram á 10 ára frest til að rannsaka, hvort hægt væri að leysa vandann.
Var það talið nægja sem lausn.
Heilbrigðiseftirlit gekk þá í lið með "öfga-umhverfis- og náttúruverndar hryðjuverkafólki" og vildi ekki veita svo langan frest. Þá var beðið um 5 ára frest, en fengist hefur 2ja ára frestur.
Um leið og hann fékkst var því síðan slegið upp í fjölmiðlum að búið væri að leysa vandann, sem rímar alveg við svörin sem veitt voru á íbúafundunum í Reykjahlíð.
Hellisheiðarvirkjun er mærð af Íslendingum, allt frá forseta vorum niður í okkur almenna borgara þessa lands, og við auglýsum kappsamlega um allan heim, að hagkvæm nýting jarðvarmans hér á landi sé dæmi um "hreina og endurnýjanlega orku".
Raunar er orkan þegar farin að dofna, enda ekki gert ráð fyrir meira en 50 ára endingu í forsendum virkjunarinnar. Og 85% af orkunni fer til spillis út í loftið.
Hreina orkan" birtist í 30 kílómetra fjarlægð í skemmdum rafeindatækjum og svörtum góðmálmum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem loftgæði í Reykjavík standast ekki lágmarkskröfur Kaliforníu í meira en 40 daga á ári. Fólk talar um að flýja úr austasta skólanum á höfuðborgarsvæðinu.
Þrýst er á um virkjanir um allan Reykjanesskaga, nú síðast líka á þeim svæðum sem fóru í verndarflokk, meira að segja í Grændal, alveg ofan í Hvergerðingum.
Svo heppilega vill til fyrir virkjanamenn að hreppamörk liggja þannig að Hvergerðingar hafa ekkert um þá virkjun að segja og geta því ekki lagst á sveif með "öfga hryðjuverkamönnum."
Einhverjum kann að finnast að talað sé full skýrt í ofangreinum pistli. En þá er að minnast þess, að vegna þess að 10 daga hlé varð á skrifum mínum um Bjarnarflagsvirkjun í undanfara seinni íbúðafundarins um hana sóttu virkjanamenn allt í einu hart að mér hér á síðunni og sökuðu mig um að hafa með andvaraleysi valdið því hvernig komið væri.
Hafði ég þó fyrstur manna einu og hálfu ári fyrr, vakið athygli á fyrirhugaðri Bjarnarflagsvirkjun í blaðagrein.
Einkenni Mývatns að hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk Ómar þú ert baráttujaxl sem minnst verður um aldur og æfi sem ötulasta vin náttúru landins. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja í baráttuni fyrir ó skertri náttúru landsins þar er Mývatnssveit og mývatn kærast af öllu, hrein náttúruperla sem ber að verja með öllum hugsanlegum ráðum. Lifi Ísland með hreina og ó skerta náttúru.
Nota má sól, vind, metan, vetni og sjávarföll ásamt litlum jafnstraumsvikjunum og litlum fall virkjunum. Nú þegar er 5 fallt meiri orka til en við þurfum á að halda.
Sigurður Haraldsson, 2.5.2014 kl. 10:27
Nei Ómar! það verður ekki reist virkjun þarna. Strákarnir hafa viðbragðsáætlun gagnvart þessi. Simma lungt.
Eyjólfur Jónsson, 2.5.2014 kl. 12:48
Varúðarreglan, eins og "öfga-umhverfis-og náttúruverndar- hryðjuverkafólk" túlkar hana, er ómarktæk og ónothæf. Þar er hún er óútfylltur tékki sem stöðvar allar framkvæmdir efist einhver. Þar gerir hún áratuga rannsóknir fagaðila að engu vegna efa Nonna pizzusendils í Breiðholtinu sem aldrei hefur af malbikinu stigið.
Þessi afstaða, ásamt öðrum öfgum, hefur orðið til þess að stór hluti almennings sér þetta "öfga-umhverfis-og náttúruverndar- hryðjuverkafólk" sem fámennan hóp sérvitringa og ruglukolla sem helst vilji snúa aftur í torfkofa og vesaldóm. Þegar þannig er komið nægir þessu "öfga-umhverfis-og náttúruverndar- hryðjuverkafólki" að opna munninn til að fólk hætti að hlusta.
Davíð12 (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 13:30
Ég vissi ekki að heimurinn hlustaði á "Davíð12", enn einn vesalinginn sem þorir ekki að skrifa hér undir nafni.
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 13:40
Um 900 umhverfisverndarsinnar myrtir síðastliðinn áratug
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 13:43
"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.
Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu sé áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð."
Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 13:47
"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmsloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.
Mengunin getur valdið fólki óþægindum og til að mynda eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.
En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira og meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til mengunarinnar."
Brennisteinsvetni skemmir tæki
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 13:49
"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.
Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.
Brennisteinsmengun í andrúmslofti hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.
Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."
"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."
"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."
Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 13:50
"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."
"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 13:53
Manngerðir skjálftar á Hellisheiði auka álag og trufla vöktun vegna Kötlu
15.10.2011:
"Hvergerðingar ætla ekki að sætta sig við manngerðu jarðskjálftana sem starfsemi Orkuveitunnar hefur valdið.
Íbúarnir eru margir óttaslegnir og segja að sumir skjálftanna kalli fram erfiðar minningar.
Á annað hundruð jarðskjálftar hafa orðið í dag við Hellisheiðarvirkjun og þar á meðal tveir á um 4 á Richter sem fundust víða á Suður- og Vesturlandi.
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir íbúa bæjarins hafa fengið sig fullsadda af þeim skjálftum sem verða af völdum niðurdælingar vatns frá virkjuninni.
"Ég held að það hljóti allir að vera sammála okkur í því að það er alveg ólíðandi að þurfa að búa við manngerða jarðskjálfta, nógu mikil er nú náttúruváin á Íslandi þó við séum ekki að bæta í hana með því að búa hana til," segir Aldís."
Manngerðir jarðskjálftar alls ekki í lagi
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 13:58
Við lestur á ummælum eins og Davíðs12 (13:30) spyr maður sig hvort hér sé um grín að ræða, um lélegan sarkasmus eða hvort manneskjunni geti verið alvara. Og þá verður manni hugsað til daglegra skrifa Davíðs Oddssonar, Páls Vilhjámssonar, leigupenna Heimssýnar, sem og furðufuglanna í þessum svokölluðu Evrópuvöktum til hægri og vinstri t.d. Jóns Bjarnasonar (kallinn sem var ráðherra, just imagine!) etc, etc, og hallast að því að manngreyið meini það sem hann skrifar.
Okkar fámenna þjóð á allt of mikið af öfgafullum, ignorant rugludöllum. Og því er Ómar Ragnarsson okkur dýrmætur.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 14:01
Ég er með faglegar spurningar sem einhver hlýtur að hafa svör við.
http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/1381986/
Kristinn Pétursson, 2.5.2014 kl. 14:02
Jarðvarmavirkjanir, bls. 13
Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.