Fréttastofa RÚV gengur erinda Stalíns, Norður-Kóreu og Kúbu ?!

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er sagt að fréttastofa RUV hafi í anda Jósefs Stalíns, Prövdu og "DDRRÚV" reynt "að bregðast ekki veikum vonum" ráðamanna í Norður-Kóreu og Kúbu með því að spila Nallann fyrir hádegisfréttir 1. maí.

Nafn Jósefs Stalíns er dregið inn í umræðuna af því að Karlakór verkamanna hafi sungið lagið 1933 á stjórnarárum hans og sú upptaka hafi verið spiluð í gær.

Nú vill svo til að ég hef unnið á þessari fréttastofu og veit að hún hefur hvorki fyrr né síðar haft nein afskipti af laginu, sem hefð er fyrir að leikið sé fyrir fréttir á rás eitt, heldur hefur það verið og er enn starfsmaður á dagskrárdeild ríkisútvarpsins sem velur þetta lag hverju sinni, og val þess, sem velur lagið, er alfarið á ábyrgð dagskrárstjóra hljóðvarpsins.

Ég minnist þess ekki að í allri sögu Ríkisútvarpsins hafi það verið gert að stórmáli hvaða lag hefur verið spilað á þessum stað í dagskránni, þannig að ádeilan á val lags og flytenda í gær á sér ekkert fordæmi.

Ég hygg líka að það eigi sér ekkert fordæmi á Vesturlöndum að fréttastofa ríkisfjölmiðils sé ásökuð í fullri alvöru um að reyna allt sem hún geti, til að þjóna skoðunum Stalíns og ráðamanna DDR, og "veikum vonum" ráðamanna Norður-Kóreu og Kúbu.   

En höfundi Staksteina virðist ekki varða neitt um þetta, heldur býr hann til djúphugsað samsæri vegna þess að þetta lag, sem hefur öðrum lögum verið táknrænt fyrir 1. maí um allan heim, skuli hafa verið spilað á undan fréttunum.

Það sýni að þrátt fyrir mannaskipti á fréttastofunni séu nú ekki aðeins vondir kratar og kommar, sem þar ráði öllu, heldur séu hreinir Stalínistar og aðdáendur Kastrós og Kim Jong-un við stjórnvölinn !  

Það á að sanna þetta að upptakan, sem spiluð var, skuli vera frá árinu 1933.

Nú hefur þetta lag raunar verið spilað áður 1. maí á undan fréttum með ýmsum flytjendum, sennilega til að viðhafa tilbreytingu. Til dæmis hefur Lúðrasveit verkalýðsins oft heyrst spila þetta og hefði maður haldið að það væri ekki óviðeigandi að lúðrasveitin, sem farið hefur áratugum saman á undan kröfugöngunni 1. maí, flytji lagið.

Í gær var það Karlakór verkamanna sem söng, en sem kunnugt er, eru verkamenn enn hluti launþeganna sem standa fyrir kröfugöngunni.

En nei, það er hið versta mál að mati Staksteinahöfunar og samsæri fólgið í því að verkamenn syngi lagið, heldur telur Staksteinahöfundur þetta sönnun þess að Stalínistar hafi nú tekið völdin á fréttastofu ríkisútvarpins, en þeir séu reyndar búnir að yfirfæra aðdáun fréttastofunnar á einum af þremur mestu fjöldamorðingjum seinni alda yfir á einræðisherra Norður-Kóreu og Kúbu !

Maður spyr sig hvort þessi Staksteinaskrif eigi að vera fjárstæðubrandari svo að allir geti hlegið. Og einhver kann að efast um að ég vitni rétt í skrifin.  

En þá er rétt að benda fólki á að lesa þessi skrif og hafa í huga, að miðað við hátt á fjórða hundrað pistla og skrifa um fréttastofu hins illa, sem búið er að skrifa síðustu ár, er því miður líklegra að þetta eigi að vera í fúlustu alvöru þess sem lætur andann fljúga hærra í takmarkalitlu hugarflugi en flestum öðrum er mögulegt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir háfleygir eru nú teknir að gamlast nokkuð og láta því væntanlega senn af sínum starfa og oddaflugi, enda þótt þeir haldi áfram að gapa enn um sinn þar til dauðinn einn þá aðskilur, Davíð Oddsson og Ögmundur Jónasson nú 66 vetra og Ólafur Ragnar Grímsson 71.

Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 17:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kommann sá þar Kim-Jong-un,
og Castro einn og annan,
honum mest þó brá  í brún,
er brók þar sína fann hann.

Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 18:27

3 identicon

"Davíð er mara, sem hvílt hefur á þjóðinni í ýmsum myndum í þrjá áratugi og geri enn", skrifaði Jónas Kristjánsson fyrir ekki alllöngu.

Ég held að þjóðin eigi það inni hjá LÍÚ að þeir fari að sparka afglapanum úr ritstjórastóli Moggans. Þetta gengur ekki lengur, kallinn er orðinn slíkt "embarrassment" fyrir allt samfélagið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 19:41

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

1. mai er dagur verkalýðsins.Ekki Stalíns, né nallans, sem var þjóðsöngur kúgara sem píndu verkalýðinn og notfærðu sér sakleysi hans, og 1. mai er ekki dagur rúvsins þótt starfsfólk þar, sem aldrei mun tilheyra verkalýðnum haldi það.Búið er að stela 1.mai göngunni frá verkalýðnum.Nú er hún orðinn samansafn fólks sem reynir að troða sér fram til að geta notfært sér baráttu verkafólks í eigin þágu.Fremstir fara þar BHM félagar hjá rúvinu.Davíð veit hvað hann syngur eða syngur ekki.Hann veit hvað hann skrifar eins og alltaf.

Sigurgeir Jónsson, 2.5.2014 kl. 20:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að allir aðrir en verslunarmenn fengju frí á frídegi verslunarmanna.

Og ekki eingöngu sjómenn tækju þátt í hátíðarhöldunum á Sjómannadeginum.

"Á þingi evrópskra verkalýðsfélaga í París árið 1889 var samþykkt tillaga frá Frökkum um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks."

"Valið á þessum degi styðst við rótgróna hefð í sunnanverðri Evrópu þar sem menn tóku sér oft frí þennan dag.

Í heiðnum sið var hann táknrænn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumarsins.


Í Skandinavíu var 1. maí fyrsti dagur sumars.

Kirkjan helgaði 1. maí dýrlingnum Valborgu
sem var ensk prinsessa, trúboði og abbadís í Þýskalandi.

Og Svíar halda enn upp á Valborgarmessu kvöldið fyrir 1. maí."

Út á hvað gengur 1. maí? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 20:53

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar flest öllum blöskraði áróður Ómars þegar hann vann á RUV, (áður en hann kom út úr skápnum) þá sá hann ekkert athugavert við framferði sitt.

En hvers vegna var náttúruverndarfólk að troða sér í 1. maí göngu? Svo hægt væri að telja fleiri hausa og eyrnamerkja þá?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2014 kl. 21:41

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að það kæmi Sandgerðingum og Reyðfirðingum við hvað fólk í Reykjavík gerir 1. maí.

Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 21:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hélt að Sigurgeir Jónsson og Gunnar Th. Gunnarsson væru sjálfstætt starfandi menn.

En að sjálfsögðu skemmtilegt að þeir beri svona mikla umhyggju fyrir verkalýðnum.

Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 21:54

9 identicon

Blessaður Gunnar Th.

Halldóra K. Thoroddsen skrifaði eftirfarandi ummæli í gær við bloggi Egils Helga.

Þau gætu kannski opnað augun þín. Kannski. 

"Náttúruvernd er meginmálið í stjórnmálum dagsins. Með minnkandi rányrkju er ekki bara barist fyrir jafnvægi og sjálfbærni í náttúru heldur líka í mannlífi. Rányrkja á náttúrugæðum er forsenda uppsöfnunar auðs á fárra hendur. Vinda þarf ofan af hagvaxtartrúnni sem er innbyggð í neyslusamfélagið."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 22:00

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 30.4.2014 (í fyrradag):

"Rétt á undan laginu var flutt spá um gott veður á morgun, 1. maí, og aftur hríslast straumur um taugar, tilhlökkun og þakklæti fyrir að fá að taka þátt í jafn gefandi viðburði og Græna gangan getur orðið í krafti mun víðtækari samstöðu enn fleiri félaga en fyrr og auk þess samstarfs og samráðs við samtök launafólksins, sem Græna gangan fer í kjölfarið á."

Þorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 22:03

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Á 1. maí gengur launafólk undir rauðum fána og leikinn er alþjóðasöngur verkalýðsins, Internasjónalinn sem einnig kallast Nallinn. Sumir hugsa aðallega um Sovétríkin sálugu og alræðisvald kommúnistastjórna þegar þeir sjá fánann og heyra sönginn. En upprunalega merking þessara tákna er fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara þjóðfélag. Rauði liturinn á fána verkalýðshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglæti. Hann þýðir að nú sé nóg komið, auk þess sem hann táknar dagrenninguna.

Alþjóðasöngur Verkalýðsins var fyrst fluttur opinberlega í júlí 1888. Höfundur er Eugén Pottier en Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi sönginn yfir á íslensku. Lagið er eftir Frakkann Pierre Degeyter og er frá 1888.

Hér er texti Nallans og geta þeir sem vilja hafið upp raust sína. Ef vill má smella hér til að fá undirleik.

Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,

sem þekkið skortsins glímutök!

Nú bárur frelsis brotna á ströndum,

boða kúgun ragnarök.

Fúnar stoðir burtu við brjótum!

Bræður! Fylkjum liði í dag-

Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum

að byggja réttlátt þjóðfélag.

Þó að framtíð sé falin,

grípum geirinn í hönd,

því Internationalinn

mun tengja strönd við strönd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.5.2014 kl. 22:03

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er öfugt, Gunnar. Fólkið með grænu fánana "tróð sé ekki í gönguna" heldur voru forsvarsmenn kröfugöngunnar áhugasamir um að fá okkur alla leið á fundinn á Ingólfstorgi og gat fundarstjórinn sérstaklega um velvilja í garð græna fólksins í lok fundarins.

Í kröfugöngunni má á hverju ári sjá spjöld, fána og merki fólks, sem hefur ólíkar skoðanir á ýmsum málum, - stendur jafnvel uppi á upphækkunum við Laugaveg og talar í gjallarhorn og setur allt eins fram aðrar skoðanir en koma fram í ræðum á torginu eða í stefnu verkalýðssamtakanna.

Ómar Ragnarsson, 2.5.2014 kl. 23:24

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náttúruvernd er ekki meiginmálið í stjórnmálum í dag, nema hjá minnihluta fólks. Náttúruvernd er hins vegar í tísku, ekki sýst meðal snobbliðsins og menntahrokaliðsins.

Minnkandi áhugi verkamanna á baráttu fyrir kjörum sínum hefur verið vandræðaleg fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi og og oft hafa heyrst á undanförnum árum raddir um að leggja eigi þessar "kröfugöngur" niður vegna áhugaleysis almennings. Það þarf því e.t.v. ekki að koma á óvart að forystumenn verkalýðsfélaga taki hærri hausatölu fagnandi í þessum göngum.

Þetta er eiginlega "win win" staða fyrir báða aðila; verkalýðshreyfinguna og öfgasinnað náttúruverndarfólk.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2014 kl. 23:57

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það hefur að sjálfsögðu aldrei hvarflað að Gunnari Th. Gunnarssyni að hann sé öfga álkarl.

Og auðvitað hefur enginn áhuga á sínum kjörum, eins og best sést á öllum verkfallsboðunum og verkföllum alls kyns stétta, verkafólks og "menntafólks", nú í vor.

Þar að auki finnst snobb í öllum stéttum.

Þannig geta til að mynda austfirskir leigubílstjórar verið snobbaðir.

Einungis örfáir eru í náttúruverndarsamtökum.

Og að sjálfsögðu er enginn þeirra leigubílstjóri.

Þorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 00:20

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það mæta allavega það margir í göngu og syngja Nallann að Mogginn og sjallar eru logandi hræddir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2014 kl. 00:42

16 identicon

Flugtvöllurinn orðinn aðalkosningamálið eins og vitað var. Framsókn mun höggva stórt á Sjálfstæðisflokkinn vegna fumbulfambs hanns í málinu og svika innanríkisráðherrans sem þóttist hafa allt í pokanum sem fyrr , en reyndist glópagull að venju.

Kari (IP-tala skráð) 3.5.2014 kl. 01:39

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla ólíklegt að flugvallarmálið hafi haft nokkur áhrif á fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar í Reykjavík.

26.3.2014:

"Samfylkingin mælist með 28% atkvæða og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosið yrði nú.

Björt Framtíð
fengi tæp 25% og Sjálfstæðisflokkurinn 24,4%.

Báðir þessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri grænir einn hvor."

Þorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 01:48

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.3.2014:

"Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var að nýju lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.

Var hún samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar; fulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur; sem og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur."

Þorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 01:52

19 identicon

Það var nú svo að ekki mátti flytja megnið af því sem unga fólkið spann. Lög unga fólksins voru 20 mínótur á viku ef ekki var útsending frá alþingi eða simfóníu. Auðvitað muna menn ofríki stjórnenda RUV fyrr á árum og veist þú betur , en ert alltaf að hugsa um sjálfan þig og eigið ágæti til sölu.

Herbert (IP-tala skráð) 3.5.2014 kl. 01:54

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur verið kosin á Alþingi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 55 ár, um 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis.

Þorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 02:10

21 Smámynd: K.H.S.

Hér sóðast hver rafturinn í DV stíl og er þessi síða að verða Ómari Ragnarssyni og fáheyrðu landssöfnunarátaki til styrktar hans kredidkorts til skammar og vörtunni Steina briem se er auðvitað hann sjálfur í fluggír,

K.H.S., 3.5.2014 kl. 03:53

22 Smámynd: K.H.S.

ómar Ragnarsson blaðskellir daglega og helst einhverja  neikvæðni um Sjálfsæðisflokkin og alveg spes Davíð Oddson. Nú nýverið dukka upp græn mál. sem er nýjasta þráhyggjan. Ómar svarar venjulega sjálfum sér og þeim sem yrða á hann undir dulnefninu Steini Briem sem að visu hefur ip tölu af sama bílastæði.

K.H.S., 3.5.2014 kl. 04:31

23 Smámynd: K.H.S.

það er auðséð af uppflettigettu Steina Briem að þeir félagar hafa aðgang að gagnasafni RUV. Hvort það er stolið  á sýnum tíma. eða starfsmenn RUV leifa Ómari að valsa um hvenær sem er, er spurning.

K.H.S., 3.5.2014 kl. 04:57

24 Smámynd: K.H.S.

Það segir svo alla söguna um heilindi ómars ragnarssonar að hann skuli ekki af öllu kappi berjst fyrir tilvist Reykjavikurflugvallar þar sem hann er. Enginn hefur notaðbhann meir og gjaldið litlu.

K.H.S., 3.5.2014 kl. 05:35

25 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það er þetta með vatnið, fiskarnir eru ekkert að pæla í því. Við sem erum búin að sinda í vatni Ríkisútvarpsins í hálfa öld tökum ekkert eftir því að það takur alltaf afstöðu gegn USA og hefur gert síðan Járntjaldið féll áður en við fæddumst. Ríkisútvarpið er á móti því að Bandaríkjastjórn drepi fólk alveg frá 1949, Ríkisútvarpið er svo mikið á móti morðum stjórnarinnar í Washington að það er tilbúið að standa með öllum öðrum sem komið geta í veg fyrir það þó þeir séu hundrað sinnum meiri morðingjar. Þó nefndur Staksteinahöfundur hefði verið Mugabe Íslands í tuttugu ár megnaði hann ekki að breyta þessari afstöðu. Útvarpið er líka á móti morðum Hitlers. Enginn sem blessar morð Hitlers þykir boðlegur fréttamaður eða dagskrárgerðamaður á RÚV. Samt eru þeir sem boða morð þar sem Hitler eða Bandaríkjaforseti halda ekki á tólum sérstaklega velkomnir, þeir fá meira að segja 10% atkvæða ef þeir bjóðast til að vera Forsetar Íslands. Ari Trausti sem boðaði mér morð heilt vetrarmisseri hefur alltaf verið aufúsugestur á RÚV.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.5.2014 kl. 09:58

26 identicon

Ég skil ekki hversvegna þau eru að sletta skyri í N-Kóreu. Þau á Mogganum skarta jú miklum aðdáenda N-Kóreu, allavega var Agnes orðin rúmlega þrítug þegar hún lofaði þá og prísaði í hástert. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=279087&pageId=4024842&lang=is&q=Agnes%20Bragad%F3ttir

Villi (IP-tala skráð) 3.5.2014 kl. 11:23

27 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Staksteinar Morgunblaðsins eru oft eins og gamalt gól úr fortíðinni. Sjónarmiðin sem þar koma fram án þess að höfundur þori að nefna nafn sitt eru arfur frá tímum fasisma og nasisma þegar umdeildir valdhafar leyfðu sér margt og hvöttu til óspekta.

Guðjón Sigþór Jensson, 3.5.2014 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband