Fréttastofa RÚV gengur erinda Stalíns, Norđur-Kóreu og Kúbu ?!

Í Staksteinum Morgunblađsins í dag er sagt ađ fréttastofa RUV hafi í anda Jósefs Stalíns, Prövdu og "DDRRÚV" reynt "ađ bregđast ekki veikum vonum" ráđamanna í Norđur-Kóreu og Kúbu međ ţví ađ spila Nallann fyrir hádegisfréttir 1. maí.

Nafn Jósefs Stalíns er dregiđ inn í umrćđuna af ţví ađ Karlakór verkamanna hafi sungiđ lagiđ 1933 á stjórnarárum hans og sú upptaka hafi veriđ spiluđ í gćr.

Nú vill svo til ađ ég hef unniđ á ţessari fréttastofu og veit ađ hún hefur hvorki fyrr né síđar haft nein afskipti af laginu, sem hefđ er fyrir ađ leikiđ sé fyrir fréttir á rás eitt, heldur hefur ţađ veriđ og er enn starfsmađur á dagskrárdeild ríkisútvarpsins sem velur ţetta lag hverju sinni, og val ţess, sem velur lagiđ, er alfariđ á ábyrgđ dagskrárstjóra hljóđvarpsins.

Ég minnist ţess ekki ađ í allri sögu Ríkisútvarpsins hafi ţađ veriđ gert ađ stórmáli hvađa lag hefur veriđ spilađ á ţessum stađ í dagskránni, ţannig ađ ádeilan á val lags og flytenda í gćr á sér ekkert fordćmi.

Ég hygg líka ađ ţađ eigi sér ekkert fordćmi á Vesturlöndum ađ fréttastofa ríkisfjölmiđils sé ásökuđ í fullri alvöru um ađ reyna allt sem hún geti, til ađ ţjóna skođunum Stalíns og ráđamanna DDR, og "veikum vonum" ráđamanna Norđur-Kóreu og Kúbu.   

En höfundi Staksteina virđist ekki varđa neitt um ţetta, heldur býr hann til djúphugsađ samsćri vegna ţess ađ ţetta lag, sem hefur öđrum lögum veriđ táknrćnt fyrir 1. maí um allan heim, skuli hafa veriđ spilađ á undan fréttunum.

Ţađ sýni ađ ţrátt fyrir mannaskipti á fréttastofunni séu nú ekki ađeins vondir kratar og kommar, sem ţar ráđi öllu, heldur séu hreinir Stalínistar og ađdáendur Kastrós og Kim Jong-un viđ stjórnvölinn !  

Ţađ á ađ sanna ţetta ađ upptakan, sem spiluđ var, skuli vera frá árinu 1933.

Nú hefur ţetta lag raunar veriđ spilađ áđur 1. maí á undan fréttum međ ýmsum flytjendum, sennilega til ađ viđhafa tilbreytingu. Til dćmis hefur Lúđrasveit verkalýđsins oft heyrst spila ţetta og hefđi mađur haldiđ ađ ţađ vćri ekki óviđeigandi ađ lúđrasveitin, sem fariđ hefur áratugum saman á undan kröfugöngunni 1. maí, flytji lagiđ.

Í gćr var ţađ Karlakór verkamanna sem söng, en sem kunnugt er, eru verkamenn enn hluti launţeganna sem standa fyrir kröfugöngunni.

En nei, ţađ er hiđ versta mál ađ mati Staksteinahöfunar og samsćri fólgiđ í ţví ađ verkamenn syngi lagiđ, heldur telur Staksteinahöfundur ţetta sönnun ţess ađ Stalínistar hafi nú tekiđ völdin á fréttastofu ríkisútvarpins, en ţeir séu reyndar búnir ađ yfirfćra ađdáun fréttastofunnar á einum af ţremur mestu fjöldamorđingjum seinni alda yfir á einrćđisherra Norđur-Kóreu og Kúbu !

Mađur spyr sig hvort ţessi Staksteinaskrif eigi ađ vera fjárstćđubrandari svo ađ allir geti hlegiđ. Og einhver kann ađ efast um ađ ég vitni rétt í skrifin.  

En ţá er rétt ađ benda fólki á ađ lesa ţessi skrif og hafa í huga, ađ miđađ viđ hátt á fjórđa hundrađ pistla og skrifa um fréttastofu hins illa, sem búiđ er ađ skrifa síđustu ár, er ţví miđur líklegra ađ ţetta eigi ađ vera í fúlustu alvöru ţess sem lćtur andann fljúga hćrra í takmarkalitlu hugarflugi en flestum öđrum er mögulegt.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Sumir háfleygir eru nú teknir ađ gamlast nokkuđ og láta ţví vćntanlega senn af sínum starfa og oddaflugi, enda ţótt ţeir haldi áfram ađ gapa enn um sinn ţar til dauđinn einn ţá ađskilur, Davíđ Oddsson og Ögmundur Jónasson nú 66 vetra og Ólafur Ragnar Grímsson 71.

Ţorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 17:41

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Kommann sá ţar Kim-Jong-un,
og Castro einn og annan,
honum mest ţó brá  í brún,
er brók ţar sína fann hann.

Ţorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 18:27

3 identicon

"Davíđ er mara, sem hvílt hefur á ţjóđinni í ýmsum myndum í ţrjá áratugi og geri enn", skrifađi Jónas Kristjánsson fyrir ekki alllöngu.

Ég held ađ ţjóđin eigi ţađ inni hjá LÍÚ ađ ţeir fari ađ sparka afglapanum úr ritstjórastóli Moggans. Ţetta gengur ekki lengur, kallinn er orđinn slíkt "embarrassment" fyrir allt samfélagiđ.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 2.5.2014 kl. 19:41

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

1. mai er dagur verkalýđsins.Ekki Stalíns, né nallans, sem var ţjóđsöngur kúgara sem píndu verkalýđinn og notfćrđu sér sakleysi hans, og 1. mai er ekki dagur rúvsins ţótt starfsfólk ţar, sem aldrei mun tilheyra verkalýđnum haldi ţađ.Búiđ er ađ stela 1.mai göngunni frá verkalýđnum.Nú er hún orđinn samansafn fólks sem reynir ađ trođa sér fram til ađ geta notfćrt sér baráttu verkafólks í eigin ţágu.Fremstir fara ţar BHM félagar hjá rúvinu.Davíđ veit hvađ hann syngur eđa syngur ekki.Hann veit hvađ hann skrifar eins og alltaf.

Sigurgeir Jónsson, 2.5.2014 kl. 20:16

5 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ég hélt ađ allir ađrir en verslunarmenn fengju frí á frídegi verslunarmanna.

Og ekki eingöngu sjómenn tćkju ţátt í hátíđarhöldunum á Sjómannadeginum.

"Á ţingi evrópskra verkalýđsfélaga í París áriđ 1889 var samţykkt tillaga frá Frökkum um ađ 1. maí skyldi verđa alţjóđlegur frídagur verkafólks."

"Valiđ á ţessum degi styđst viđ rótgróna hefđ í sunnanverđri Evrópu ţar sem menn tóku sér oft frí ţennan dag.

Í heiđnum siđ var hann táknrćnn fyrir endalok vetrarins og upphaf sumarsins.


Í Skandinavíu var 1. maí fyrsti dagur sumars.

Kirkjan helgađi 1. maí dýrlingnum Valborgu
sem var ensk prinsessa, trúbođi og abbadís í Ţýskalandi.

Og Svíar halda enn upp á Valborgarmessu kvöldiđ fyrir 1. maí."

Út á hvađ gengur 1. maí? - Vísindavefurinn

Ţorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 20:53

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ţegar flest öllum blöskrađi áróđur Ómars ţegar hann vann á RUV, (áđur en hann kom út úr skápnum) ţá sá hann ekkert athugavert viđ framferđi sitt.

En hvers vegna var náttúruverndarfólk ađ trođa sér í 1. maí göngu? Svo hćgt vćri ađ telja fleiri hausa og eyrnamerkja ţá?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2014 kl. 21:41

7 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ég vissi ekki ađ ţađ kćmi Sandgerđingum og Reyđfirđingum viđ hvađ fólk í Reykjavík gerir 1. maí.

Ţorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 21:46

8 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ég hélt ađ Sigurgeir Jónsson og Gunnar Th. Gunnarsson vćru sjálfstćtt starfandi menn.

En ađ sjálfsögđu skemmtilegt ađ ţeir beri svona mikla umhyggju fyrir verkalýđnum.

Ţorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 21:54

9 identicon

Blessađur Gunnar Th.

Halldóra K. Thoroddsen skrifađi eftirfarandi ummćli í gćr viđ bloggi Egils Helga.

Ţau gćtu kannski opnađ augun ţín. Kannski. 

"Náttúruvernd er meginmáliđ í stjórnmálum dagsins. Međ minnkandi rányrkju er ekki bara barist fyrir jafnvćgi og sjálfbćrni í náttúru heldur líka í mannlífi. Rányrkja á náttúrugćđum er forsenda uppsöfnunar auđs á fárra hendur. Vinda ţarf ofan af hagvaxtartrúnni sem er innbyggđ í neyslusamfélagiđ."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráđ) 2.5.2014 kl. 22:00

10 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson 30.4.2014 (í fyrradag):

"Rétt á undan laginu var flutt spá um gott veđur á morgun, 1. maí, og aftur hríslast straumur um taugar, tilhlökkun og ţakklćti fyrir ađ fá ađ taka ţátt í jafn gefandi viđburđi og Grćna gangan getur orđiđ í krafti mun víđtćkari samstöđu enn fleiri félaga en fyrr og auk ţess samstarfs og samráđs viđ samtök launafólksins, sem Grćna gangan fer í kjölfariđ á."

Ţorsteinn Briem, 2.5.2014 kl. 22:03

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Á 1. maí gengur launafólk undir rauđum fána og leikinn er alţjóđasöngur verkalýđsins, Internasjónalinn sem einnig kallast Nallinn. Sumir hugsa ađallega um Sovétríkin sálugu og alrćđisvald kommúnistastjórna ţegar ţeir sjá fánann og heyra sönginn. En upprunalega merking ţessara tákna er fyrst og fremst krafa um breytingar og réttlátara ţjóđfélag. Rauđi liturinn á fána verkalýđshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglćti. Hann ţýđir ađ nú sé nóg komiđ, auk ţess sem hann táknar dagrenninguna.

Alţjóđasöngur Verkalýđsins var fyrst fluttur opinberlega í júlí 1888. Höfundur er Eugén Pottier en Sveinbjörn Sigurjónsson ţýddi sönginn yfir á íslensku. Lagiđ er eftir Frakkann Pierre Degeyter og er frá 1888.

Hér er texti Nallans og geta ţeir sem vilja hafiđ upp raust sína. Ef vill má smella hér til ađ fá undirleik.

Fram, ţjáđir menn í ţúsund löndum,

sem ţekkiđ skortsins glímutök!

Nú bárur frelsis brotna á ströndum,

bođa kúgun ragnarök.

Fúnar stođir burtu viđ brjótum!

Brćđur! Fylkjum liđi í dag-

Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum

ađ byggja réttlátt ţjóđfélag.

Ţó ađ framtíđ sé falin,

grípum geirinn í hönd,

ţví Internationalinn

mun tengja strönd viđ strönd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.5.2014 kl. 22:03

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţetta er öfugt, Gunnar. Fólkiđ međ grćnu fánana "tróđ sé ekki í gönguna" heldur voru forsvarsmenn kröfugöngunnar áhugasamir um ađ fá okkur alla leiđ á fundinn á Ingólfstorgi og gat fundarstjórinn sérstaklega um velvilja í garđ grćna fólksins í lok fundarins.

Í kröfugöngunni má á hverju ári sjá spjöld, fána og merki fólks, sem hefur ólíkar skođanir á ýmsum málum, - stendur jafnvel uppi á upphćkkunum viđ Laugaveg og talar í gjallarhorn og setur allt eins fram ađrar skođanir en koma fram í rćđum á torginu eđa í stefnu verkalýđssamtakanna.

Ómar Ragnarsson, 2.5.2014 kl. 23:24

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náttúruvernd er ekki meiginmáliđ í stjórnmálum í dag, nema hjá minnihluta fólks. Náttúruvernd er hins vegar í tísku, ekki sýst međal snobbliđsins og menntahrokaliđsins.

Minnkandi áhugi verkamanna á baráttu fyrir kjörum sínum hefur veriđ vandrćđaleg fyrir verkalýđshreyfinguna í áratugi og og oft hafa heyrst á undanförnum árum raddir um ađ leggja eigi ţessar "kröfugöngur" niđur vegna áhugaleysis almennings. Ţađ ţarf ţví e.t.v. ekki ađ koma á óvart ađ forystumenn verkalýđsfélaga taki hćrri hausatölu fagnandi í ţessum göngum.

Ţetta er eiginlega "win win" stađa fyrir báđa ađila; verkalýđshreyfinguna og öfgasinnađ náttúruverndarfólk.

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.5.2014 kl. 23:57

14 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ţađ hefur ađ sjálfsögđu aldrei hvarflađ ađ Gunnari Th. Gunnarssyni ađ hann sé öfga álkarl.

Og auđvitađ hefur enginn áhuga á sínum kjörum, eins og best sést á öllum verkfallsbođunum og verkföllum alls kyns stétta, verkafólks og "menntafólks", nú í vor.

Ţar ađ auki finnst snobb í öllum stéttum.

Ţannig geta til ađ mynda austfirskir leigubílstjórar veriđ snobbađir.

Einungis örfáir eru í náttúruverndarsamtökum.

Og ađ sjálfsögđu er enginn ţeirra leigubílstjóri.

Ţorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 00:20

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ţađ mćta allavega ţađ margir í göngu og syngja Nallann ađ Mogginn og sjallar eru logandi hrćddir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.5.2014 kl. 00:42

16 identicon

Flugtvöllurinn orđinn ađalkosningamáliđ eins og vitađ var. Framsókn mun höggva stórt á Sjálfstćđisflokkinn vegna fumbulfambs hanns í málinu og svika innanríkisráđherrans sem ţóttist hafa allt í pokanum sem fyrr , en reyndist glópagull ađ venju.

Kari (IP-tala skráđ) 3.5.2014 kl. 01:39

17 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Harla ólíklegt ađ flugvallarmáliđ hafi haft nokkur áhrif á fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíđar í Reykjavík.

26.3.2014:

"Samfylkingin mćlist međ 28% atkvćđa og fengi fimm borgarfulltrúa ef kosiđ yrđi nú.

Björt Framtíđ
fengi tćp 25% og Sjálfstćđisflokkurinn 24,4%.

Báđir ţessir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa en Píratar og Vinstri grćnir einn hvor."

Ţorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 01:48

18 Smámynd: Ţorsteinn Briem

29.3.2014:

"Á fundi umhverfis- og skipulagsráđs Reykjavíkur í vikunni var ađ nýju lögđ fram tillaga ađ nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.

Var hún samţykkt međ sex atkvćđum fulltrúa Besta flokksins, Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurđssonar; fulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur; sem og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Grćns frambođs, Sóleyjar Tómasdóttur."

Ţorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 01:52

19 identicon

Ţađ var nú svo ađ ekki mátti flytja megniđ af ţví sem unga fólkiđ spann. Lög unga fólksins voru 20 mínótur á viku ef ekki var útsending frá alţingi eđa simfóníu. Auđvitađ muna menn ofríki stjórnenda RUV fyrr á árum og veist ţú betur , en ert alltaf ađ hugsa um sjálfan ţig og eigiđ ágćti til sölu.

Herbert (IP-tala skráđ) 3.5.2014 kl. 01:54

20 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Stjórn Ríkisútvarpsins hefur veriđ kosin á Alţingi og Sjálfstćđisflokkurinn hefur veriđ viđ völd í 55 ár, um 80% af ţeim tíma sem liđinn er frá stofnun lýđveldis.

Ţorsteinn Briem, 3.5.2014 kl. 02:10

21 Smámynd: K.H.S.

Hér sóđast hver rafturinn í DV stíl og er ţessi síđa ađ verđa Ómari Ragnarssyni og fáheyrđu landssöfnunarátaki til styrktar hans kredidkorts til skammar og vörtunni Steina briem se er auđvitađ hann sjálfur í fluggír,

K.H.S., 3.5.2014 kl. 03:53

22 Smámynd: K.H.S.

ómar Ragnarsson blađskellir daglega og helst einhverja  neikvćđni um Sjálfsćđisflokkin og alveg spes Davíđ Oddson. Nú nýveriđ dukka upp grćn mál. sem er nýjasta ţráhyggjan. Ómar svarar venjulega sjálfum sér og ţeim sem yrđa á hann undir dulnefninu Steini Briem sem ađ visu hefur ip tölu af sama bílastćđi.

K.H.S., 3.5.2014 kl. 04:31

23 Smámynd: K.H.S.

ţađ er auđséđ af uppflettigettu Steina Briem ađ ţeir félagar hafa ađgang ađ gagnasafni RUV. Hvort ţađ er stoliđ  á sýnum tíma. eđa starfsmenn RUV leifa Ómari ađ valsa um hvenćr sem er, er spurning.

K.H.S., 3.5.2014 kl. 04:57

24 Smámynd: K.H.S.

Ţađ segir svo alla söguna um heilindi ómars ragnarssonar ađ hann skuli ekki af öllu kappi berjst fyrir tilvist Reykjavikurflugvallar ţar sem hann er. Enginn hefur notađbhann meir og gjaldiđ litlu.

K.H.S., 3.5.2014 kl. 05:35

25 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Ţađ er ţetta međ vatniđ, fiskarnir eru ekkert ađ pćla í ţví. Viđ sem erum búin ađ sinda í vatni Ríkisútvarpsins í hálfa öld tökum ekkert eftir ţví ađ ţađ takur alltaf afstöđu gegn USA og hefur gert síđan Járntjaldiđ féll áđur en viđ fćddumst. Ríkisútvarpiđ er á móti ţví ađ Bandaríkjastjórn drepi fólk alveg frá 1949, Ríkisútvarpiđ er svo mikiđ á móti morđum stjórnarinnar í Washington ađ ţađ er tilbúiđ ađ standa međ öllum öđrum sem komiđ geta í veg fyrir ţađ ţó ţeir séu hundrađ sinnum meiri morđingjar. Ţó nefndur Staksteinahöfundur hefđi veriđ Mugabe Íslands í tuttugu ár megnađi hann ekki ađ breyta ţessari afstöđu. Útvarpiđ er líka á móti morđum Hitlers. Enginn sem blessar morđ Hitlers ţykir bođlegur fréttamađur eđa dagskrárgerđamađur á RÚV. Samt eru ţeir sem bođa morđ ţar sem Hitler eđa Bandaríkjaforseti halda ekki á tólum sérstaklega velkomnir, ţeir fá meira ađ segja 10% atkvćđa ef ţeir bjóđast til ađ vera Forsetar Íslands. Ari Trausti sem bođađi mér morđ heilt vetrarmisseri hefur alltaf veriđ aufúsugestur á RÚV.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 3.5.2014 kl. 09:58

26 identicon

Ég skil ekki hversvegna ţau eru ađ sletta skyri í N-Kóreu. Ţau á Mogganum skarta jú miklum ađdáenda N-Kóreu, allavega var Agnes orđin rúmlega ţrítug ţegar hún lofađi ţá og prísađi í hástert. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=279087&pageId=4024842&lang=is&q=Agnes%20Bragad%F3ttir

Villi (IP-tala skráđ) 3.5.2014 kl. 11:23

27 Smámynd: Guđjón Sigţór Jensson

Staksteinar Morgunblađsins eru oft eins og gamalt gól úr fortíđinni. Sjónarmiđin sem ţar koma fram án ţess ađ höfundur ţori ađ nefna nafn sitt eru arfur frá tímum fasisma og nasisma ţegar umdeildir valdhafar leyfđu sér margt og hvöttu til óspekta.

Guđjón Sigţór Jensson, 3.5.2014 kl. 12:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband