Háspennulínurnar verstar, segja útlendir ferðamenn..

Neikvæð umhverfisleg árhrif Háspennulína eru misjafnlega mikil. Þar sem þær eru lagðar um manngert umhverfi í byggðum eru þau hvergi nærri eins mikil og ef þær eru lagðar um viðkvæmt víðerni, svo sem nýrunnin apalhraun með tignarleg fjöll og víðerni í baksýn.

Sums staðar í byggð eru áhrifin að miklu leyti afturkræf. Það er hægt að fjarlægja möstrin og jafnvel línuvegina líka.

Verst eru neikvæð árhrif þegar þau eru óafturkræf eins og þegar lína er lögð um úfið nýrunnið hraun.

Í því tilfelli gera línur í jörðu jafnvel valdið meiri óafturkræfum áhrifum en en ef hún er lögð ofanjarðar, því að rista þarf hraunið alveg upp til að koma línunni niður.

Í ítarlegri og viðamikilli viðhorfskönnun erlends ferðafólks sumarið 2011 á Fjallabakssvæðinu norður af Suðurjöklum, sem Anna Dóra Sæþórsdóttir kynnti á góðum fundi, sem Landvernd og Eldvötn héldu í Tunguseli í Skaftártungu síðastliðið miðvikudagskvöld, kom í ljós, að útlendum ferðamönnum fannst umhverfisáhrif af háspennulínum vera verst, jafnvel þótt þau teldust það ekki í mati á umhverfisáhrifum.

Ástæðan var sú, að sumt af því sem gert er í mannvirkjagerð er kannski ekki svo mjög áberandi fyrir ókunnga, svo sem miðlunarlón, sem geta litið út eins og náttúrugerð vötn.

Hins vegar töldu útlendingarnir háspennulínurnar svo slæmar, af því að enginn vafi léki á að þær væru 100% af mannavöldum og aðskotahlutir í landslaginu.

Fyrir fólk, sem komið væri um langan veg frá fjarlægum löndum til að upplifa ósnortin víðerni væru háspennulínurnar alger eyðilegging, jafnvel þótt reynt væri á ferðalöum að forðast að sjá þær eða láta sem þær væru ekki til.

Fólk væri ekki komið til Íslands til að skoða mannvirki, virkjanir og stórfelld spjöll á landi, því að af slíku væri nóg í heimalöndum þeirra og þau komin hingað til að kynnast einhverju öðru og ólíku.  


mbl.is Blöndulína 3 í bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 70% erlendra ferðamanna komu hingað til Íslands árið 2007 til að njóta náttúru landsins og 40% nefndu íslenska menningu og sögu en um 10% nefndu aðra þætti, til dæmis ráðstefnur.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum - Október 2009, bls.12

Þorsteinn Briem, 4.5.2014 kl. 20:34

2 identicon

[IMG]https://www.facebook.com/photo.php?fbid=486263988166549&set=pb.303274063132210.-2207520000.1399237232.&type=3&theater[/IMG]

Jarðstrengi með 500MW flutningsgetu má rista ofan í vegi og vegkannta eins og sýnt er hér að ofan

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 21:01

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Aðeins eitt er meiri hryllingur en háspennulínur, nefnilega vindmyllurnar, sem eru að gjörspilla öllu í Evrópu og víðar. Þótt það kunni að vera dýrara að leggja í jörð, þarf þó ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum og til lengri tíma hljóta jarðstrengir að borga sig.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.5.2014 kl. 23:07

4 identicon

Slóðin sem Sigurður vísar á er hér:

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=486263988166549&set=pb.303274063132210.-2207520000.1399237232.&type=3&theater

Svona græja ætti að vera til á hverju heimili

Trump (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 00:43

5 identicon

Fyrir fólk, sem komið væri um langan veg frá fjarlægum löndum til að upplifa ósnortin víðerni.... Víðernin þar sem við eyddum öllum gróðri fyrr á öldum... ekki komið til Íslands til að skoða mannvirki, virkjanir og stórfelld spjöll á landi,...en hér er fátt annað að sjá. Eða eins og Ómar Ragnarsson segir í öðrum pistli:" Einhver mesta gróðureyðing nokkurs lands í heiminum af völdum rányrkju blasir við á Íslandi.  Á aðeins örfáum öldum tókst landsmönnum að höggva megnið af skógunum og misstu sjálfstæði sitt meðal annars vegna þess að ekki var lengur nægur viður til skipasmíða.  Við landnám var landið viði (kjarri og skógi) vaxið milli fjalls og fjöru segir Ari fróði þegar hann skrifar Íslendingabók aðeins rúmum tveimur öldum eftir landnám."

Og hvað með það þó rafmagnsstaurarnir blekki ekki útlendingana eins vel og eyðimerkurnar sem við höfum búið til?

Espolin (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 03:05

6 identicon

Eyðimerkur eins og Undir heklu, mýrdalssandur, skeiðarársandur, sprengisandur og saa videre, - þetta var náttúrulega ein gróðurvin um landnám, og sjálfsagt að kriss-krussa það allt með línum það sem ekki er þegar búið, og bæta svo við hraunlendum og lendum í búskap.
Þekki þetta af vinnu minni vit tútisma, - mikið bent á þetta.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 09:07

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef landsmönnum fjölgar áfram á svipuðum hraða og nú, verða hér einhverjar miljónir íbúa eftir 2-300 ár. Þá munu niðjar okkar segja;

"óttalegir kjánar voru þetta um aldamótinn 2000, héldu þeir virkilega að núlifandi kynslóð myndi ekki virkja það sem þarf að virkja og leggja línur fyrir orkuflutninga?"

Vernda fyrir komandi kynslóðir... my ass

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2014 kl. 00:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 6.5.2014 kl. 00:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 6.5.2014 kl. 00:33

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Norðmenn eru að byrja aftur í vatnsorkunni

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.5.2014 kl. 00:56

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú ekki mikil viðbót í Noregi miðað við þau 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og hér á Íslandi eru jökulár virkjaðar þar sem uppistöðulónin fyllast af jökulleir.

Þorsteinn Briem, 6.5.2014 kl. 01:08

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 6.5.2014 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband