5.5.2014 | 13:05
Minnisblöð ekki alltaf minnisblöð, lekamálið ekki lekamál ?
Nú er svo að sjá af útskýringum innanríkisráðuneytisns að allt hið svokallaða lekamál hafi byggst á þeim misskilningi fjölmiðla, lögreglu og dómstóla, sem fjallað hafa um hann, að það, sem lekið var úr ráðuneytinu og fjölmiðlar, lögreglan og hæstiréttur litu á sem minnisblað, hafi alls ekki verið minnisblað, heldur svo sem ekki neitt, bara "upplýsingar um stöðu mála", sem séu allt annað og minna mál, nánast ekkert mál.
Fer maður nú að efast um að það sem lekið var hafi yfirleitt flokkast undir opinber gögn og að þar með hafi engu verið lekið og alls ekki hægt að kalla lekamálið því nafni.
Ef þetta getur orðið til þess að lekamálið hafi þar með gufað upp og orðið að engu, heitir það líklega á nútíma máli að málið sé dautt og að það sé misskilingur að það hafi nokkurn tíma verið neitt mál.
Einnig kemur fram í útskýringum ráðuneytisins að "upplýsingarnar um stöðu málsins" hafi "ekki verið meiðandi" fyrir þann sem málið varðaði.
Af því má ráða að í lagi sé að persónulegar upplýsingar innan úr ráðuneytinu fari á flakk út úr ráðuneytinu ef ráðuneytið meti það svo að þær séu "ekki meiðandi."
Raunar snerist umræðan um "lekann" því að viðkomandi einstaklingur hafi verið grunaður um mansal, en það telst víst ekki meiðandi.
Nú þarf að bæta við orðasafn Jónasar Kristjánssonar um nýjan skiling á íslenskum orðum, svo sem að þegar menn segja ósatt, segi þeir ekki ósatt heldur "hugsi upphátt", þegar þingmenn séu staðnir að ósannindum séu þeir ekki ósannindamenn heldur "óhefðbundnir þingmenn", "virkjun í friðlandi" þýði ekki virkjun í friðlandi heldur "stækkun friðlands", að rísaháspennulína sé ekki svona hrikaega stór af því að hún sé gerð fyrir stóriðju heldur til að "auka afhendingaröryggi til almennings" og loforð um þjóðaratkvæðagrelðslu sé "ekki loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu".
Nú bætist við að minnisblað sé ekki minnisblað ef það inniheldur "upplýsingar um stöðu máls" og að leki út úr ráðuneyti á "upplýsingum um stöðu máls" hafi því ekki stöðu lekamáls.
Enda ekki hægt að tala um "meiðandi" leka heldur í besta falli smáleka, eða kannski bara leka í dropatali, sem er auðvitað enginn andskotans leki.
Gaman að þessu?
Hefði ekki átt að geyma á opnu drifi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ekkert gamanmál, Ómar, líklega eitt stærsta og ljótasta hneykslismál síðari tíma.
Íhaldinu er það vel ljóst og þeir leita nú leiða til að sparka Hönnu Birnu úr ráðuneytinu án þess að skaðinn fyrir FLokkinn verði mikill. Geltið Í Hannesi Hólmsteini og Brynjari Níelssyni dugar skammt, en þeir eru oft notaðir til að „reka úr túni“, ef valdameiri menn vilja ekki tjá sig.
Dóttir Hönnu Birnu ætti kannski að senda Toni Omos hughreystandi línur til Sviss og biðja hann að vera ekki sár út í hana mömmu, þetta var „bara pólitík", vinur.
En nafn fórnarlambsins er nær horfið í umræðunni, enda bara blökkumaður, sem „Does Not Belong Here“, eins og löggan á að hafa sagt við hann.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 13:59
Hin hliðin er svo að einkafyrirtæki eru að opna póst hjá fólki án nokkurrar rökstuddrar ástæðu og á aðildar lögreglu eða dómstóla
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 14:26
Ég las ekki gamanmál út úr orðum Ómars, heldur sótsvartan húmor sem er miklu sterkara vopn en skammir. Þetta mál er orðið aðgjört hneyksli, og ég vil heldur sjá almenning niður á Austurvelli og krefjast afstagnar Hönnu Birnu, frekar en fjarlægt ESB mál. Pólitík á Íslandi er því miður svo rotinn alveg sama hver af fjórflokknum á í hlut, þess vegna á fólk að minnsta kosti að gefa nýju framboðunum gaum, Pírötum, Dögun og jafnvel Bjartri Framtíð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2014 kl. 14:34
Eitt má hann Hannes Hólmsteinn Gissurarson eiga að hann svíkur aldrei vondan málstað.
Þorsteinn Jón óskarsson (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 15:19
5.5.2014 (í dag):
Ráðuneyti og lögreglu ber ekki saman
Þorsteinn Briem, 5.5.2014 kl. 19:55
George Orwell snýr sér líklega í gröfinni um þessar mundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2014 kl. 01:35
Ómar Ragnarsson grínast með lekamálið
Þorsteinn Briem, 6.5.2014 kl. 01:44
Þótt Ómar sé ósáttur við lögreglu vegna þess að hún fjarlægði hann úr Gálgahrauni, er fulllangt gengið að láta það bitna á innanríkisráðherra.Og ósætti vi stöðumælasjóð á ekki heldur að bitna á henni.Ómar er í pólitik og er fyrrverandi formaður stjórnmálaflokks.En þegar tekin eru saman atriði af lögreglu um misjafna fortíð manns sem kom ólöglega til landsins, og er trúlaga ekkert annað en ótíndur glæpamaður, enda var hann sendur úr landi á grundvelli gagnanna, er þá ekki samantektin minnisblað.Og getur samantektin ekki verið minnisblað.Ómar getur ekki bent á neitt sem Hanna Birna Innanríkisráðherra hefur gert ólöglegt.Enda kemur hvergi fram í dómi Hæstaréttar að svo hafi verið.En kanski ætti ómar að spyrja Möeð Árnason hvar hann hafi fengið eitthvert blað um fortíð manns sem lögreglan telur glæpamann.Fékk Mörður samantekt um fortíð mannsins hjá Helgu Völu Helgadóttur lögfræðingi sem hefur komið að málum ólöglegra innflytjenda á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Og lak Mörður samantektinni kanski til fjölmiðla.Þetta eru flokksistkyni Ómars Ragnarssonar.Hann hlýtur að geta spurt þau.En væntanlega skæyrist málið í réttarhöldum í okt.Lögrfæðingar hins meinta glæpamanns, að mati lögreglu,hafa stefnt íslenska ríkinu á kostnað íslenskra skattborgara sem borga lögræðinga hins meinta glæpamanns.Þá mun minnisblaðið verða lagt fram.Minnisblað sem var tekið saman úr gögnum lögreglu.Málið er ekkert grín, það er mokað fé í lögræðinga á kostanað íslensrka skattborgara, vegna glæpamanna sem eru það að mati lögreglu.Það er ekki grín frekar en að vera borinn burt af lögreglu.
Sigurgeir Jónsson, 6.5.2014 kl. 09:42
Frekar sorglegt að skoða sum ummæli hér, fólk horfir fram hjá kjarnanum, það er ekki pólitík sem skiptir hér máli heldur að blað með persónulegum upplýsingum er lekið til fjölmiðla, hver svo sem það gerði framdi illvirki, svo er maðurinn dæmdur af fólki vegna þessara upplýsinga sem hafa reynst rangar, eða stórlega orðum auknar. Hér er um að ræða mannréttindi, og þau eru hverjum manni heilög.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2014 kl. 11:58
Öll tiltæk gögn um þennan mann verða lögð fram í okt, þegar brottvísunarmálið verður tekið fyrir af dómstól.Þá mun væntanlega koma fram hver vissi hvað.En auðvitað vissu lögfræðingar mannsins á hvaða grundvelli ætti að vísa honum burt.Við skulum rétt vona, miðað við það mannorðsníð sem innanríkisráðherra hefur mátt þola,vegna þess að henni voru afhent gögn frá lögreglu til lestrar,að Helga Vala og hennar félagar í Samfylkingu og víðar heykist ekki á málarekstrinum.Reyndar eru litlar líkur á því.íslenska ríkið borga, við íslenskir skattgreiðendur, þótt ólöglegi ´"flóttamaðurinn"tapi málinu.Samfiykingarlögfræðingarnir fá borgað, og launin.Ætli þau verði ekki 25000 á tímann þegar miðað er við taxsta lögfræðinga.
Sigurgeir Jónsson, 6.5.2014 kl. 12:19
Þá mun það koma í ljós Hvað hæft er í þessu máli. En skaðinn er skeður, það er búið að brjóta á manninum og tveimur konum. Í réttarríkinu Íslandi ætti það ekki að geta gerst Sigurgeir. Og að mínu mati er þetta ekki pólitískt, nema auðvitað notfærir fólk sé að klekkja á pólitískum andstæðingi, en það á bara ekki að skipta máli, það gerist alltaf hjá öllum. Hér þarf að laga brot sem átti ekki að geta gerst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2014 kl. 12:35
Er búið að brjóta á manninum.Honum var vísað burt vegna þess að lögreglan taldi að maðurinn hefði brotið af sér.Lögfræðingar mannsins sem íslenskir skattborgarar létu hann fá, lögfræðinga, sem kröfðust þess að fá svör við því af hverju honum hefði verið vísað burt.Þeir fengu svörin. Láku þeir þeim í fjölmiðla.Kanski fást svör við því í október.Ef þeir hefðu ekki fengið þau hefði verið höfðað dómsmál til að fá þau.Hefðu þeir gert kröfu um að dómshaldið yrði lokað til að íslenskur almenningur fengi ekki að vita á hvaða forsendum honum hefði verið vísað burt.Kanski.En ekki er víst að það hefði fengist.Málið er allt pólitískt molviðri, sem farið er af stað með til að klekkja á innanríkisráðherra.Rúvvið fer þar fremst með eftirbát sinn DV, sem það lætur um verstu skítverkin.Kanski væri við hæfi að Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir rúvvari, tali við systur sína Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra í innanríkisráðuneytinu, sem hlýtur að bera einhverja ábyrgð á hinum meinta"leka".Gott væri að þær spjölluðu saman í Kastljósinu.
Sigurgeir Jónsson, 6.5.2014 kl. 14:33
og hvers vegna var honum vísað burt? það var vegna lekans, bein afleiðing af rógi, sem enginn veit hvort nokkur fótur er fyrir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2014 kl. 18:55
Það skiptir ekki eingöngu máli hvers eðlis upplýsingarnar eru sem koma fram í minnisblaði.
Það skiptir ekki síður máli þagnarskylda opinberra starfsmanna. Það er bókstaflega óheimilt af opinberum starfsmönnum að gera upplýsingar opinberar sem varða einkamálefni einstaklinga. Og getur varðað 1 árs fangelsi að brjóta það.
Þ.e. þetta er prinsippatriði.
Þessvegna hefði ráðuneytið þegar í stað átt að hringja á lögregluna þegar mbl.is upplústi í fyrrahaust að þeir hefðu minnisblað ráðuneytisins undir höndum. Ráðuneytið hefði átt að líta það stóralvarlegum augum og þegar í stað átt að vísa málinu til lögreglunnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2014 kl. 19:43
Kanski verðaur það næsta, að kæra lögregluna vegna "lekans" UpplýsIngarnar um manninn komu frá þeim."Rógurinn" kom jú þaðan.Hvergi hefur komið fram að upplýsingarnar hafi komið annarsstaðar frá. Hvergi kenur frtam í dómi Hæstaréttar að um einhvern rógburð sé að ræða.Enda hefði lögfræðingastóð mannsins örugglega kært "rógburðinn" ef þau hefðuð talið að þau gætu nýtt niður mannorð innanríkisráðherra með því.Þau hafa talið sem eðlilegt er að þau þyrftu að byrja á því að kæra lögrgluna fyrir að taka saman upplýsingar um manninn og setja á minnisblað.
Sigurgeir Jónsson, 6.5.2014 kl. 20:42
Maður sér þarna ákv. framhald á viðhorfum elítunnar til almennings frá 19.öld.
Á 19. öld, seint á 19.öld, um 1860, sendi íslenska elítan bænaskjal til konungs um að bændur fengju að refa vinnuhjúum án dóms og laga. Danir sögðu nei! Þið fáið það ekki sjallar! Eftir það stórjókst áhugi elítunnar að fá öll völd inní landið.
Ákveðið framhald á þessu. Það er í vissum skilningi ofbeldi að upplýsa til amennings einkamál einstaklinga. Það er auk þess bannað með lögum að opinberir aðilar geri slíkt.
Jú jú, refsingin ekki stór. Um 1 ár max. En það er prinsippið sem skiptir máli.
Réttu viðbrögð innanríkisráðherra þegar hann sá að Moggi hafði minnsblað úr ráðuneytinu - hefði verið að hringja beint í lögguna.
En hvað gerist? Jú, ráðherra byrjar að þæfa og þvæla málið!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2014 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.