6.5.2014 | 19:41
Unnu eins vel úr sínu og framast var unnt.
Liðsmennirnir í Pollapönki unnu eins vel úr því, sem þeir höfðu í höndum, og unnt var að ætlast af þeim og voru landi og þjóð til sóma.
Þetta var árangur mikillar vinnu og eljusemi, sem þeir hafa sýnt frá því þeir voru valdir til að vera fulltrúar okkar. Eftir situr óvissan, nema að rússneska lagið, sem ég var að sjá flutt rétt í þessu var það flott að mér finnst það eiga skilið að komast áfram.
Spenna í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ég er nú búinn að vera leigubílstjóri í fjeritíu ár og hef aldrei vedað annað eins!"
Þorsteinn Briem, 6.5.2014 kl. 19:52
Monte negro og Portugal! Ég hafði ekki mikla trú á Pollapönki en þeir stóðu sig vel á sviði og myndbandið með fánann í Skógarfossi var það besta í keppninnni.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.5.2014 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.