7.5.2014 | 05:51
Samkomulag byggt á forkastanlegum blekkingum.
Til ævarandi skammar vegna forkostanlegra blekkinga verður samkomulagið, sem gert var fyrir tveimur árum í samgönguáætlun þess efnis að engar alvöru samgöngubætur yrðu í Reykjavík næstu 10 ár, en jafnframt rokið í gersamlega óþarfa gerð nýs Álftanesvegar á þeim upplognu forsendum að hann væri hættulegasti vegarkaflinn á höfuðborgarsvæðinu og orðinn allt of fjölfarinn.
Hvort tveggja reyndist alrangt þegar flett var ofan af því vegna Gálgahraunsdeilunnar. Vegurinn reyndist vera í 22. - 23ja sæti varðandi slysatíðni, eftir því hvaða aðferð var notuð, og umferðin um hann nær enn ekki 7000 bílum á dag, en 15000 bílar á dag er talin lágmarksumferð til að réttlæta breikkun vegar úr 1+1 í 2+1.
Þetta verður ævarandi hneisa fyrir íslenska stjórnmálamenn vegna þess að að henni stóðu stjórnmálamenn úr öllum flokkum, en þó fyrst og fremst meirihluti bæjarstjórnar Garðabæjar, sem beitti blekkingunum.
Aðrir virðast hafa samþykkt þetta sofandi en bera samt ábyrgð, enda þótt áróðurinn um hinn hættulega og allt of fjölfarna veg væri svo yfirþyrmandi, að búið var að blekkja alla þjóðina.
Kostir fulltrúalýðræðisins virka nefnilega ekki, ef fulltrúarnir vinna ekki vinnuna sína almennilega.
Engar stórframkvæmdir í samgöngumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þó ég sé sammála þér Ómar um að ofbeldið vegna Álftanesvegar hafi gengið langt yfir allt velsæmi, get ég ekki annað en lýst þeirri skoðun minni að það hverfur alveg í skugga þessa tilræðis við umferðarúrbætur í Reykjavík. Það virðist eiga að keyra flutningsgetu umferðarkerfisins aftur um nokkra áratugi, verði staðið við aðgerðarleysis áætlun borgarstjórnar Reykjavíkur. Það lítur út fyrir að vera of flókið fyrir þetta lið að hugsa á sama tíma um allar tegundir samgangna. En það verður enginn vandi leystur nema horft sé á viðfangsefnið sem eina heild sem þarf að leysa og er að öllum líkindum mun ódýrara að hanna kerfið í einni samfellu.
Kjartan Sigurgeirsson, 8.5.2014 kl. 12:35
Hvar eru plönin um hina nauðsynlegu Sundabraut?
Ari (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 12:36
"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.
Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."
Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar
Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 13:06
Ef plássið undir umferðarmannvirki er of mikið þýðir það að þau eru vitlaust hönnuð, það er engum blöðum um það að fletta að umferðarmannvirki í Reykjavík anna alls ekki hlutverki sínu, koma enn síður til með að gera það, verði þrengt að þeim án endurbóta/endurhönnunar.
Kjartan Sigurgeirsson, 8.5.2014 kl. 14:35
"Slysum með alvarlegum meiðslum og banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega í Reykjavík á undanförnum áratugum."
"Umferðar- og gangbrautarljósum, einnar akreinar hringtorgum, samfelldum girðingum, 30 km hverfum, hraðahindrunum ýmiss konar og mislægum götutengslum hefur fjölgað mjög. Þá hefur stígakerfið lengst mjög og hönnun þess batnað.
Aðgerðir á aðalgatnakerfinu miða að því að aðskilja akandi og gangandi umferð þar sem ökuhraðinn er mestur og fækka þverunarstöðum gangandi vegfarenda annars staðar. Aðgerðir innan hverfa miða hins vegar að því að halda ökuhraða niðri.
Umferðinni er ennfremur stýrt betur nú en áður, meðal annars með hringtorgum og umferðarljósum, og þverunarstaðir gangandi vegfarenda hafa verið gerðir öruggari með gangbrautarljósum, girðingum og miðeyjum."
"Sebragangbrautum var fækkað því þær gáfu falskt öryggi, þar sem ökumenn virtu ekki rétt þeirra."
"Götulýsing hefur víða verið bætt sérstaklega við þverunarstaði óvarinna vegfarenda."
"Aðgerðir innan hverfa miða einkum að því að minnka ökuhraða og innan 30 km hverfa hefur alvarleiki umferðaslysa minnkað verulega."
"Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað að meðaltali um 27% og alvarlegum slysum um 62% í 30 km hverfum."
Slys á gangandi vegfarendum í Reykjavík - September 2007
Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 16:54
Hjólreiðamenn í Reykjavík eru nú þrefalt fleiri en fyrir þremur árum.
Og farþegar strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu voru 30% fleiri árið 2012 en 2009.
Í umferðinni í Reykjavík voru gangandi og hjólandi 21% árið 2011 en 9% árið 2002.
Aðgerðir í loftslagsmálum - Maí 2013
Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 17:04
Ríkið greiðir kostnaðinn við nýjan Álftanesveg, sem kostar hátt í einn milljarð króna.
Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 17:11
8.5.2014:
Vegagerðin fær einungis 60-70% af því fé sem þarf til að viðhalda vegakerfinu
Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.