Lausn málsins: Herða bara síbyljuna um "hreina og endurnýjanlega orku".

Það er liðin mörg ár síðan brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun fór úr böndunum og mælingar sýndu að 40 daga á ári hverju stóðust loftgæðakröfur á höfuðborgarsvæðinu ekki loftgæðakröfur sem gerðar eru í Kaliforníu, iðnvæddu og fjölmennu ríki í Bandaríkjunum sem eitt og sér er ofarlega á blaði í lista yfir stærstu hagkerfi heims.

Fyrir tveimur árum fór Orkuveita Reykjavíkur fram á að fá átta ára frest til að rannsaka hvort hægt væri að koma þessum málum í lag.

Það var auðvitað fráleit krafa að dæla eiturefni yfir höfuðborgarbúa allan þann tíma og vita ekki einu sinni hvort tækist að finna lausn á vandanum.

Næst var beðið um fjögurra ára frest, en Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur stytt hann niður í tvö ár. 

Það er rétt lýsing hjá Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands að með þessu sé það fólk sem búa þarf við þetta eins og mýs í tilraunastofu.

Hið eina rétta í málinu væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja:

Minnka framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar svo að mengunin fari niður fyrir viðmiðunarmörkin þannig að þegar og ef hægt verður að vinna bug á vandanum, verði hægt að auka framleiðsluna á ný en þó alls ekki fyrr en það liggur fyrir.

Flytja fólk og starfsemi í burtu af þeim svæðum, þar sem mengunin er yfir mörkum.

Eða þá að framkvæma blöndu af þessu tvennu, brottflutningum fólks og starfsemi eða minnkun orkuframleiðslu.

En auðvitað verður ekkert gert. Ef í ljós kemur eftir tvö ár að mengunin er enn yfir mörkum verður bara gefinn annar frestur og síðan áfram koll af kolli.

Þannig vinnum við Íslendingar nefnilega yfirleitt og herðum bara síbyljuna um hina "hreinu og endurnýjanlegu orku"..  

 


mbl.is „Eins og mýs í búri á tilraunastofu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.4.2013:

"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.

Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð.
"

Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum

Þorsteinn Briem, 22.5.2014 kl. 19:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2013:

"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.

Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.

Brennisteinsmengun í andrúmslofti
hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.

Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."

"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."

"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."

Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki

Þorsteinn Briem, 22.5.2014 kl. 19:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.1.2013:

"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmsloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Mengunin getur valdið fólki óþægindum og til að mynda eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.

En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira, meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun og til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til mengunarinnar."

Brennisteinsvetni skemmir tæki

Þorsteinn Briem, 22.5.2014 kl. 20:02

5 identicon

Hydrogen sulfide is a highly toxic and flammable gas (flammable range: 4.3–46%). Being heavier than air, it tends to accumulate at the bottom of poorly ventilated spaces. Although very pungent at first, it quickly deadens the sense of smell, so potential victims may be unaware of its presence until it is too late. For safe handling procedures, a hydrogen sulfide material safety data sheet (MSDS) should be consulted.

Toxicity:

Hydrogen sulfide is considered a broad-spectrum poison, meaning that it can poison several different systems in the body, although the nervous system is most affected. The toxicity of H
2S is comparable with that of hydrogen cyanide or carbon monoxideIt forms a complex bond with iron in the mitochondrial cytochrome enzymes, thus preventing cellular respiration.

Heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/Hydrogen_sulfide.

Hvað er HES (H2S) eiginlega að hugsa. Ábyrgðarleysi, kæruleysi eða ignorance?

Það er hinsvegar rangt hjá Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands að fólk sé eins og mýs í tilraunastofu, því slíkar tilraunir hafa verið gerðar fyrir löngu og niðurstöður liggja fyrir. Ég mundi ekki vilja vera í sporum H2S manna.

Framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar hefði átt að stöðva fyrir löngu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 20:18

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hið svakalegasta mál, eins og ég hef lengi vitað (og birt um pistla, m.a. endurbirt Mbl.greinar frá efnaverkfræðingnum góða, man ekki nafnið nú, zzzzzzz....), en ef eitthvað er, VERSNAR ÞAÐ STÖÐUGT, og OR kemst upp með að slá úrbótum á frest, algerlega að ástæðulausu !!

Þegar þeir ríku hætta alveg að geta notað silfrið sitt (svo hratt fellur á það), ætli þeir fari þá loksins að ýta við okkar stöðu pólitíkusum í þessu máli?????

Takk, Ómar.

Jón Valur Jensson, 23.5.2014 kl. 01:38

7 identicon

Eins óhuggulegt og þetta er, þá er annað enn verra, - það stendur jú til að virkja með þessari aðferð einhver ósköp í viðbót, og sums staðar alveg upp að húsveggjum.
Maður bara trúir þessu ekki!

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 09:33

8 identicon

Skrifað Eftirlitið ekki undir nýja virkjun í ôþökk råðamanna Hveraferðis

Guðjón (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 10:15

9 identicon

Steini! hvað með það að nota brennisteininn til eldspítnaframleiðslu,þá er komin þörf fyrir allan skóginn ssem er ræktaður.Þetta yrðu svokallaðar  Or Alfresspítur,þetta væri sennilega álíka  gáfulegt og risarækjur

BMX (IP-tala skráð) 24.5.2014 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband