Hrunið var fyrsta vers, svo kemur annað vers, það er alveg eins?

Það vantaði ekki stórar yfirlýsingar fyrir tólf árum þegar hrina virkjanaframkvæmda hófst, stórfelld loforð voru gefin um húsnæðislán og sala á ríkisfyrirtækjum brast á. Loforð var gefið um rétt söluverð fyrirtækjanna og að dreifð eignaraðild yrði í öllum tilfellum.

Ríkið átti að græða og allir áttu að græða á þenslu, sem færði okkur himinhátt gengi krónunnar svo að hver sá sem tæki sem mest lán og keypti eitthvað stórt frá útlöndum og græddi allt upp í 30% á hagstæðu gengi, yrði ríkari og ríkari.

Þetta var sæmilegur sölulisti varðandi söluna á fyrirtækjum, m. a. Búnaðarbankinn, Landsbankinn, Síminn og dreifikerfið, hlutur Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun.

Og allt fór á eina lund: Loforðin stóru um rétt verð og dreifða eignaraðild gufuðu upp, - í stað dreifðar eignaraðildar spruttu allt í einu upp svonefndir "kjölfestufjárfestar" sem sagðir voru bráðnauðsynlegir, en var í raun dulnefni yfir einkavinavæðingu helmingaskiptaflokkanna.

Ekkert vandamál var fyrir einkavinina að útvega fé til kaupanna. Kaupendurnir lánuðu bara hvor öðrum fyrir þeim.  

Allt rann þetta út á gjafvirði, spottprís og reyndist hinn ágætasti eldiviður fyrir áframhaldandi uppbyggingu spilaborgarinnar ógnarstóru sem hrundi síðan framan í þjóðina í hruni upp á samtals meira en 5000 milljarða.

Við tóku ár þar sem reynt var að slökkva elda og hreinsa brunarústir og viti menn:  Eru ekki aftur komin árin 2002 og 2003 með sölu ríkiseigna, ný áform um stórfelldar virkjanaframkvæmdir, álver í Helguvík og sem mestan "orkufrekan iðnað" og húsnæðisgjafafé Framsóknar frá 2003 í nýju formi en sömu hugsun.

Einu sinni var sungin síbyljusöngurinn "Rúgbrauð með rjóma á, það er gott að fá" og síðan kom milliversið, "Þetta var fyrsta vers, svo kemur annað vers, það er alveg eins: "Rúgbrauð með rjóma á...o. s. frv.

Söngurinn sá var þannig hannaður, að hann gæti orðið endalaus með fyrsta versi, öðru versi, þriðja versi og svo áfram út í það óendanlega, og alltaf var étið sama rúgbrauðið með rjóma ofan á og ekkert annað.

Svipað virðist vera að gerast nú og meira að segja sum sömu fyrirtækin til sölu og forðum. Boðið er upp á rúgbrauð með rjóma á sem geti, alveg eins og síðast, orðið til þess að allir kasti upp, en heimti samt annað vers, sem sé alveg eins, - sama rúgbrauðið og rjóminn og sömu uppköstin o. s. fr. o. s. frv.

Þetta virðist ætla að verða það sem þjóðin elski mest.  


mbl.is Sala á Landsbankabréfum á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála. Af hverju td, má ríkið aldrei eiga neitt sem getur gefið af sér hagnað...??? Um leið og eitthvað sem ríkið á og fer að skila hagnaði, þá þarf að koma því í hendur á einhverjum vina-völdum gæðingum í þykjustu sölu á opnum markaði. Endalausa vitleysan.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 05:03

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta byrjar í Bráðræði og endar í Ráðleysu eins og sagt var um Reykjavík undir lok 19. aldar.

Guðjón Sigþór Jensson, 23.5.2014 kl. 05:51

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er mjög skynsamlegt að selja LB og LV.

Greiða niður skuldir ríkisins og auka hér lífskjör.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 09:31

4 identicon

Verður svo ekki ríkið að leysa hann til sín aftur eftir nokkur ár (1 vers) ?

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 09:41

5 identicon

það verður að hafa bankana i einkaeign það eru engin önnur fyrirtæki sem mega búa til peninga ur engu bara tikka a lyklaborð og buff peningar urðu til .Sleggjan og Hvellurinn eruð þið ekki alveg i lagi

 https://www.youtube.com/watch?v=y-IemeM-Ado

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 10:20

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Helgi

Þetta er ágætis þættir. En þú ert að misskilja þá. Skilaboðin eru þau að dollarinn er "fiat money" þ.e það er ekkert á bakvið dollarinn. 

Nixon afnumdi gullfótinn á áttunda áratugnum. Stjórnmálamenn og seðlabanki USA voru búnir að prennta of mikið af peningum til þess að fjárgna Vietnam stríðið. (ekki bönkunum að kenna)

Það er Seðlabankinn sem prenntar peninga og ákveður svigrum viðskiptabanka til þess að lána út (peningamargfaldarinn).

Í myndbandinu er því haldið fram að peningamargfaldarinn er 9. En ef þú skoðar uppgjör íslensku bankana þá kemur fram að útlán á móti innlán er 1,3. Ekki 9.

Ég hvet þig til þess að kynna þér málin sjálfur. Ekki taka mig trúlega.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 10:28

7 identicon

Innlegg í umræðuna:

Samfélags- og umhverfisvænn bankarekstur

http://www.visir.is/samfelags--og-umhverfisvaenn-bankarekstur/article/2010291855676

Steinn Kárason (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 10:44

8 identicon

ups setti in vitlausan link ætlaði að setja þennan

 http://hiddensecretsofmoney.com/videos/episode-4

þegar banki lánar þer  Sleggjan og Hvellurinn er lánið bara búið til ur engu hugsaðu þer tildæmis með karahnjúka virkjun bankinn sem lánaði a virkjunina og alt var búið til ur engu

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 10:48

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég bendi þér á færsluna mína hér að ofan.

Ég leiðrétti þennan hvimleiða misskilning hjá þér.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 11:03

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er eru ríkisstjórnir og seðlabankar sem stjórna peningamagni í umferð ekki viðskiptabankar.

Það eru ríkisstjórnir sem setja lög um gullfót eða ekki. 

Viðskiptabankar spila bara eftir settum reglum. 

Sleggjan og Hvellurinn, 23.5.2014 kl. 11:04

11 identicon

hverjir stjórna rikisstjorn og seðlabanka .hver a seðlabankann 

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 11:27

12 identicon

Nú skal allt fara af stað aftur.

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komnin að kjötkötlunum aftur og nú skal selja Landsbankann og Landsvirkjun. Ríku pabbastrákarnir ætla að koma þessum ríkiseignum (sem skila góðum arði í ríkissjóð) til flokksgæðinga.

Nú skal haldið áfram þar sem frá var horfið fyrir hrun.

Og einfeldningarnir halda áfram að setja X við B og D.

Einar (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 14:39

13 identicon

Aðvörun til þeirra sem eru að hugsa um að kaupa hlutafé í Landsbankanum. Eigið fé bankans dugar varla fyrir skuldabréfi gamla bankans sem þýðir á mannamáli að hlutafé bankans er í raun uppurið, ef þú lesandi góður veist ekki hvernig cad hlutfall eða áhættustýringar virka þá ráðlegg ég þér að fjárfesta í einhverju öðru en Landsbankanum, það er það heimskulegasta sem fólk gerir er að fjárfesta í fyrirtækjum án þess að hafa í raun hugmynd hvernig þau eru uppbyggð. Það vantar líka stórlega upp á varúðarfærslur útlánasafna Landsbankans.

valli (IP-tala skráð) 23.5.2014 kl. 19:27

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Landsbankinn stendur vel.

Hann er með gott eiginfjárhlutfall sem er langt yfir kröfum FME. Hann greiddi meiriséa arð fyrr á árinu.

Hann á erlendar eignir.

Hann hefur lengt í sértryggða skuldabréfinu.

Svo hefur bankinn fært niður sín lánasöfn um tugi millarða og gjaldfært kostnaðinn. varúðarfærslur hafa verið gríðarlegar.

Ég á hlut í landsbankanum og ég ætla síst af öllu að selja það....   enda er þetta tóm tjara sem þú ert að bera hér á borð valli.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.5.2014 kl. 22:40

15 identicon

Heyrðu Sleggjupungur, Þú ættir nú að vita það vel að bankinn er að nota sama áhættugrunninn og fyrir hrun þegar hann var að skila bullandi hagnaði og varð síðan einn daginn bara gjaldþrota, þessi banki skuldar gamla bankanum það mikið að þjóðfélagið nötrar og svo ertu að hvetja fólk til að fjárfesta í þessu helvíti. Bankinn er að nota áhættugrunninn Tier 1 sem er ætlaður fyrir fjárfestingarbanka en ekki viðskiptabanka og því ekkert að marka þetta eiginfé auk þess ætti bankinn að eiga að lágmarki 450 milljarða til að skuldabréfið og innborgað hlutafé standi á jöfnu en bankinn þarf að lengja í skuldabréfinu því þeir eiga ekki fyrir skuldinni og koma ekki til með að gera það. kv Valli 

valli (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband