Aðalkosningamálið: 9 metra spíra orðin að "helsta kennileiti borgarinnar."

Það vill svo til að frá barnæsku hef ég verið nörd í landafræði, sem stundum hefur virst smásmuguleg.

En fyrir bragðið þekki ég nokkrar staðreyndir án þess að þurfa að fletta þeim upp varðandi það mál, sem hefur orðið svo langmest umrædda málið fyrir borgarstjórnarstjórnarkosningarnar nú, að héðan af verður því ekki breytt.

Hér eru nokkrar staðreyndir:

Í rúm 20 ár, fram til ársins 1944, var Landakotskirkja "helsta kennileiti borgarinnar" af því turn hennar náði upp í 52ja metra hæð yfir sjó og sást í tuga kílómetra fjarlægð frá borginni. 

"Það er nú einu sinni þjóðkirkja hér á landi" segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir núna um 9 metra háa turnspíru í Sogamýri, en hvað hefði hún sagt í þá tvo áratugi sem kaþólsk kirkja var helsta kennileiti borgarinnar.

1944 bættist Sjómannaskólinn við með turn, sem náði upp í um 70 metra hæð yfir sjó og varð að öðru af tveimur helstu kennileitum borgarinnar, og þessi tvö kennileiti réðu ríkjum fram undir 1970, eða í tæpa hálfa öld, og annað þeirra var var kaþólsk kirkja, ekki þjóðkirkja.

Þegar Hallgrímskirkja kom til sögunnar er hún óumdeilanlega helsta kennileiti borgarinnar, með 74 metra háum turni, sem teygir sig upp í 112 metra hæð yfir sjó.

Hún sést um allan sunnanverðan Faxaflóa, sést ofan frá Mýrum, Akranesi, Kjalarnesi, Mosfellsbæ, Mosfellsheiði, Svínahrauni og af öllum norðvestanverðum Reykjanesskaga út á Suðurnes.

Nú bregður svo við að 220 manna trúfélag er talið svo hættulegt, án þess að nokkrar sönnur hafi verið færðar á það hafi í neinu brotið gegn siðum eða allsherjarreglu, að það eigi, eitt allra trúfélaga, skilið að verða svipt réttri trúfélaga til úthlutunar á lóð, og að eftir 14 ára bið þessa trúfélags eftir úthlutun, þurfi að afturkalla hana og láta kannski enn ein 14 ár í viðbót bætast við.

Turnspíran, sem nú er talin verða að "helsta kennileiti borgarinnar" nær í mesta lagi í einn sjöunda af hæð Hallgrímskirkju yfir sjó, og auðvelt væri, ef menn endilega vilja það, að "fela" hana með skógrækt í kringum þessa lóð.

Ég kleip mig í handlegginn fyrir viku þegar stóra moskumálið varð að aðalmáli heilla kosninga og ég klíp mig enn.   

 


mbl.is „Drögum ekki fylgi frá öfgahópum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að þetta er ekki um einhverjar spírur, hvort þær eru 9- eða 20 metra upp í loft einhverstaðar í borginni.

Málið snýst um það að Stjórnarskráin leifir Trúfrelsi,innan ákveðins ramma,63.gr. Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína.....

Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða alsherjarreglu.

65.gr. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Fjölkvæni, barnagiftingar,og sjaria-lög geta tæpast fallið undir gott siðferði eða alsherjarreglu.

Trúarbrögð sem geta ekki starfað innan Stjórnarskrár á að banna,

lítum til Norðurlandanna og lærum af þeim mistökum sem þeir hafa gert.

Bentu mér á eitt land þar sem muslimar hafa lifað í sátt og samlindi við önnur trúarbrögð, meira að segja eru tvö trúfélög múslima í Reykjavík sem geta ekki lifað saman í sátt og samlindi,múslimi sem vill ekki samlagast nýju landi á að fara heim aftur.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 21:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð færsla! Það dæmalaust allt rakalausa bullið sem oltið hefur fram eftir að þessu   vanhugsaða örvæntingar útspil Framsóknar var slegið fram. Vitræn umræða um það sem raunverulega skiptir máli fyrir Jón og Gunnu heyrist varla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.5.2014 kl. 21:41

3 identicon

Væri ég Reykvíkingur mundi ég fremur óttast nýja byggingu Landsbankans og starfsemi hans, en ekki trúarsiði og trúariðkun rúmlega 200 friðsamra og siðaðra múslima.

Hættið að láta eins og fífl!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 21:56

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þegar moska er reist í borg múslíma skal hún vera við borgarhliðið, sjáanleg öllum sem þar fara um. Þannig er það í mörgum borgum í Afríku þar sem múslímar eru í minnihluta. Þær eru reistar með fjárstuðningi olíuríkja á borð við Katar og Dubai. Mér skilst að konur fái ekki inngöngu í helgidóminn, en megi koma í bakhús til að geta verið nálægt eiginmönnunum. Varla trúfrelsi það?

Sigurður Antonsson, 30.5.2014 kl. 22:29

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 30.5.2014 kl. 22:50

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Var einhver að tala um kennileyti.Kjarvalstaðir standa ekki mjög hátt en eru áberandi í sínu umhverfi.Sömuleiðis Alþingishúsið,Þjóðleikhúsið.Níðið gegn Sveinbjörgu kemur úr ólíklegustu áttum og menn groppa sig af því að vera"nörd"í landafræði.Átti þetta svæði við Suðurlandsbraut ekki að vera grænt svæði, hvar er nú umhverfisverndin.Eru menn kanski bara umhverfisverndarsinnar ef á að virkja.Það sem hefur verið gagnrýnt er að þessi lóð skuli hafa verið valin og gefin,þrátt fyrir að vera á einum mest áberandi stað þegar keyrt er inn í borgina.Allt bendir til þess að þeir sem muni fjármagna byggingu og rekstur moskunnar séu Saudi-Arabar sem eiga nóg af peningum.Svisslendingar hafa bannað kallturna á moskum í Sviss.

Sigurgeir Jónsson, 30.5.2014 kl. 23:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þriggja hæða hús eru um níu metra há, þannig að þau eru mörg "kennileitin" í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 30.5.2014 kl. 23:03

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Kanski mættu menn prófa að klípa sig í rassgatið til þess að vakna.

Sigurgeir Jónsson, 30.5.2014 kl. 23:08

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað skyldu mörg kristin trúfélög vera á Íslandi? Af hverju gátu hinir kristnu ekki "lifað í sátt og samlyndi"?

Af hverju þurfti að stofna alla þessa svonefndu "sértrúarsöfnuði"?  

Af hverju var kaþólsk kirkja helsta kennileiti borgarinnar áratugum saman á síðustu öld?  

Ómar Ragnarsson, 30.5.2014 kl. 23:09

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú, eða þeir sem eru af Breimakattarkyni,klípi sig í rófuna.

Sigurgeir Jónsson, 30.5.2014 kl. 23:09

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svarta gallsins Sigurgeir,
sauður er hann, kall úr leir,
úr hausnum tóku heilann þeir,
hrafnar krunka þar nú tveir.

Þorsteinn Briem, 30.5.2014 kl. 23:12

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hverja drap Anders Behring Breivik og hversu marga myrti hann?

Þorsteinn Briem, 30.5.2014 kl. 23:15

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðum betur sáttina og samlyndið hjá kristnum mönnum. Við höfum áratugum saman verið með kaþólska söfnuði, þjóðkirkjusöfnuði, fríkirkjusöfnuði, Hvítasunnusöfnuði, Aðventkirkju og vorum á tímabili með kvekarasöfnuð fyrir norðan.

Á Írlandi geysaði ófriður áratugum saman með manndrápum og heilu styrjaldirnar voru háðar í Evrópu undir fánum kaþólskra og mótmælenda.

Báðar heimsstyrjaldirnar hófu sannkristnar þjóðir í Evrópu svo að hátt í hundrað milljónir lágu í valnum.

Mikil sátt og samlyndi þar á ferð.   

Ómar Ragnarsson, 30.5.2014 kl. 23:15

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er búið að kaffæra Kjarvalsstaði nær algerlega með skógrækt á flesta vegu.

Ómar Ragnarsson, 30.5.2014 kl. 23:18

16 identicon

Ætli það sé hægt að kæfa íslam með trjágróðri?

Það væri umhverfisstefna í lagi.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 00:23

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. NÍU METRA! Hahaha. Níu metra.

Svo gera framsóknarmenn mikið úr því að talað er um 800 fermetra byggingu sirka.

Það er meðal sóknarkirkjustærð og álíka og Guðríðarkirkja þarna uppfrá. Ekkert merkilegt.

Fyrst að menn eru að gera athugasemdir útfrá svona forsendum - þá er ljóst að gerðar verða athugasemdir útfrá nánast öllum forsendum.

Það er yrði etv. ekki gerð athugasemd ef moskan yrði í Kolbeinsey - og þó.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2014 kl. 00:28

18 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Vil bara benda á vegna fyrirsagnar á færslu Ómars að þar fer hann rangt með. Það er ekki bara verið að tala um einhverja 9 metra háa turnspíru. Heimilt er að reisa turnspíru allt að 20 metra háa, helmingi hærri en Ómar nefnir.  Þetta kemur fram í samþykkt Reykjavíkurborgar vegna breytingar á skipulagi í Sogamýri.  Þar kemur fram að mesta vegghæð byggingar á 1-2 hæðum megi vera allt að 8,5 metrar og hlutfall hæða af nýtingarhlutfalli frjálst.  Þá má mesta þakhæð vera 9,5 metrar. Þar að auki má reisa litla turnbyggingu sem nær 5-10 metra yfir uppgefinn kóta.  Eða allt að 20 metra háa eins og sést á skýringarmynd í breytingarskjalinu.

Þá var nefnt að hægt sé að hylja bygginguna með tíð og tíma með trjárækt ef menn séu eitthvað ósáttir með hana. Að græða upp tré til að "hylja" 9 metra háa byggingu tekur ca. 15-20 ár, ef það þá tekst, hvað þá 20 metra háa, sem líklega verður aldrei hægt. Þetta eru því þunn rök hjá Ómari.  Í annan stað má spyrja hvort Félag múslima hefði svo yfirhöfuð einhvern áhuga fyrir að láta hylja bygginguna með trjárækt, frekar en kristnir vilji kirkjur yrðu huldar með trjárækt. Leyfi mér að efast um það og svona tal er því innihaldslítið bull. 

Ómar spyr í athugasemd hvers vegna kaþólsk kirkja var helsta kennileiti borgarinnar áratugum saman á síðustu öld.  Við þessu veit hann vel svarið því eins og kunnugt er gekk illa að fjármagna byggingu Hallgrímskirkju sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni árið 1937.  Bygging hófst 1945 og lauk loks árið 1986 á afmælisári Reyjavíkurborgar. Kristskirkja var hins vegar reist á um það bil 3 ára tímabili, (líklega að mestu eða öllu leyti fyrir erlent fjármagn eins og moskan), grunnur var tekinn sumarið 1926 og kirkjan svo vígð 23. júlí 1929. Þar er ólíku saman að jafna.

Engan skyldi því undra að talað sé um moska verði eitt helsta kennileiti borgarinnar, þegar hún verður risin á þeim stað sem úthlutað hefur verið, með allt að 20 metra hárri turnspíru. Hún mun standa við ein fjölförnustu gatnamót landsins þegar ekið er inn í borgina, væntanlega með logandi grænu ljósi í turninum eins og víða er í moskum.

En þessi staðsetning er líklega fyrst og fremst ástæðan fyrir því að nefnt er að hún verði eitt aðalkennileiti borgarinnar. Læt ósagt hvort það sé af hinu illa eður ei.

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.5.2014 kl. 02:13

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Merkilegt ef einhverjir sem ekki búa í Reykjavík halda að þeir geti ákveðið hvaða Guðshús eru þar, hvar þau eru og hvernig þau líta út.

Og Framsóknarflokkurinn heldur auðvitað að hann verði í meirihluta í Reykjavík eftir kosningarnar í dag.

Þorsteinn Briem, 31.5.2014 kl. 02:38

20 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Og svo er rétt að benda Ómari Bjarka á að heimilt er að byggja 800 fermetra byggingu á lóðinni.....hvort sem Framsóknarmenn segja það eða einhverjir aðrir. Og svo er spurning hvort sú heimild verði nýtt til fulls eða ekki. Til samanburðar er grunnflötur Dómkirkjunnar um 400 fermetrar, Kristskirkju ríflega 530 fermetrar og Hallgrímskirkju um 1700 fermetrar, gróflega reiknað með Borgarvefsjá Reykjavíkurborgar. Til að setja hæð mögulegrar turnspíru í samhengi er turn Kristskirku um 29 metrar, og turnmænir Dómkirkjunnar ca. 20 metrar skv. teikningum, eða svipað hár og heimilt er að byggja við moskuna.

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.5.2014 kl. 03:03

21 identicon

Hlustið vel á hvað Múslimar segja sjálfir um okkur. Þetta er þeirra eigið myndband:

https://www.youtube.com/watch?v=EYAcLudBbhg

Gus (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 07:50

22 identicon

Ómar

Nú hefur þú fengið samkeppni.

Hér eru stríðsmenn Allah í íslenskri náttúru.  Víst er náttúran falleg, en hvað um stríðsmenn Allah og boðskap þeirra?  Fallegur?

Sveitamaður (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 15:05

23 identicon

Krækjan að myndbandinu með stríðsmönnum Allah í íslenskri náttúru:


https://www.youtube.com/watch?v=l8GDLy9K2Fk


Sveitamaður (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 15:07

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég veit ekki betur að við, hinir kristnu Íslendingar, höfum reynst fullfærir um að hafa forgöngu um það sem Nóbelskáldið kallaði "hernaðinn gegn landinu."

Það er auðvelt að afflytja öll helstu trúarbrögð mannkyns með því að vitna í mestu öfga- og bókstafstrúarmennina sem finna sér setningar til að leggja út af.

Ef það er gert finna menn út "þvinguð hjónabönd" í múslimatrú og þrælahald og kúgun kvenna í kristinni trú, samanber boðorðið um að "girnast ekki hús náunga þíns, konu hans, þræl hans, uxa né asna".  

Ómar Ragnarsson, 31.5.2014 kl. 15:25

25 identicon

Ómar, í ljósi þess sme Erlingur Alfreð heldur hér fram, að turninn megi vera allt að 20 metra hár, varstu að ljúga?

Og ef þetta er satt hjá Erlingi, og þú varst ekki að ljúga, hafa það verið stöðluð vinnubrögð hjá þér lengi, að kanna ekki áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þú kemur á framfæri?

Ef þetta er satt hjá Erlingi, og þetta er ekki lygi hjá þér, heldur óvönduð vinnubrögð, er ekki eðlilegt að efast um vinnu þína sem fréttamaður?

Og ef þetta er satt hjá Erlingi, og þú varst ekki að ljúga, heldur óvönduð vinnubrögð, er ekki allt í lagi að biðjast afsökunar á þessum pistli?

Nú, ef þetta er satt hjá Erlingi, og þetta voru ekki óvönduð vinnubrögð hjá þér, hvað gerum við þá?

Hilmar (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 16:35

26 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Búið er að endurtaka mörg hundruð sinnum í fjölmiðlum og umræðum um bygginguna í heila viku að turnspíran yrði 9 metra há. Enginn borgarfulltrúi eða annar, sem er í framboði, hefur gert neina athugasemd við það.  

Ég og allir aðrir sem hafa talað um að turnspíran yrði 9 metra há, höfðum ekki upplýsingar um annað.

Erlingur kemur nú, á kjördegi, og segist hafa upplýsingar um að hún megi vera 20 metra há, en getur ekkert um heimildir sínar fyrir því.

Ég hef enga möguleika á því í dag að sannreyna, hvort þetta sé aðeins heimild eða hvort þetta standi til.

Ef Hilmar telur, að í ljósi þessa máls megi efast um nær 40 ára vinnuferil minn sem fréttamanns, og að stórar líkur séu á að ég hafi logið öllu sem ég hef sagt allan þennan tíma, þá hann um það.

Meginatriði málsins í pistlinum er að upplýsa um hæðir helstu kirkna í Reykjavík og það, að turnspíra moskunnar, 9 metrar eða 20 metrar, er mörgum sinnum lægri en á Hallgrímskirkju og að turn Landakotskirkju var höfuð kennileiti borgarinnar í hátt á annan áratug á síðustu öld.

Ef Hilmar telur að efast megi um að þetta sé satt hjá mér og að ég ljúgi þessu, þá hann um það. Skrif hans á síðu minni og víða annars staðar bera þess merki að hann hefur alveg óendanlega mikla fyrirlitningu á mér og ýmsum öðrum og virðist fá mikið út úr því að ausa úr skálum sínum úr launsátri nafnleysis yfir okkur.

Ómar Ragnarsson, 31.5.2014 kl. 19:06

27 identicon

Sjáum til, ég sagði þig hvergi ljúga, Ómar. Ég spurði spurninga.

Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi má heildarhæð turnsins vera 19.5 metra hár. Eða ansi miklu ofar en þessir 9 metrar sem þið talið um.

Eða umtalsvert hærra en þú og fleiri hafið rætt um, og ekki nokkrar líkur á því að gróður feli þessa fyrirhuguðu byggingu, enda myndi moska með þessum turni í þessari hæð yfirgnæfa allt í nánasta umhverfi.

Þú hefur væntanlega kynnt þér skipulagið, áður en þú skrifaðir þennan pistil, eða "þekktir þú staðreyndir án þess að þurfa að fletta þeim upp"?

Varðandi vælið um mig og mitt nafn, og hugsanlegar skoðanir mínar á þér, þá mættuð þið vinstri menn kannski eins og einu sinni horfa í eigin barm, jafnvel íhuga þann viðbjóð sem sum ykkar láta yfir Sveinbjörgu ganga, í nafni ykkar rétttrúnaðar.

Þess má geta að á þriðja hundrað þúsund Íslendingar hafa rétt til þess að kjósa í dag, og tjá hug sinn undir nafnleysi. Og þó þér gremjist að "nafnlaust" fólk tjái hug sinn, má benda á að helsta viðbjóðnum sem dempt er yfir þjóðina, er gert undir nafni, og helstu eineltisgerendurnir eru vel nafnkunnir.

En þú leggur nú ekki til atlögu við þá, enda pólitískir samherjar þínir, eða nálægt þér í pólitíska litrófinu.

En fyrir fréttamanninn sem ekki hefur möguleika til þess að kynna sér staðreyndir málsins, þá er hér hlekkur:

http://reykjavik.is/sites/default/files/USK/Skipulag/2013/sogamyri-breytt_deiliskipulag_04072013.pdf

En en fyrirhuguð moska hefur ekki verið kynnt, og því síður hugsanlegar beiðnir um breytingu á skipulagi, með enn hærri turni, ef því er að skipta.

Hilmar (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 20:10

28 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ómar: Vinsamlegast lestu athugasemd 18 þar sem kemur skýrt og greinilega fram hvaðan ég hef þessar upplýsingar. Og meira segja hlekkur á breytinguna á deiliskipulaginu. Þetta hefur ekkert með kjördag að gera. Ég er ekki í pólitík og er ekki á kjörskrá í Reykjavík. Vildi bara benda á hvað heimilt er að gera samkvæmt deiliskipulaginu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.5.2014 kl. 20:33

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Orðhengilsháttur.

Eg skildi þetta alltaf svona.

Turn yfir þar til gerðri vegghæð í samhengi annarra bygginga.

Annars væri það ekki turn.

Framsóknarmenn virðast hafa sérstaklega gaman af því að gera sig að fífli og opinbera útlendingaandúð sína á allan hátt.

Fæstir eru nú búnir að gleyma útlendingaandúð þeirra í icesaveskuldarmálinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.5.2014 kl. 21:28

30 identicon

Er búið að teikna þetta hús og samþykkja þær teikningar.? Moskur þurfa ekki að vera með neinum turnspírum. Nýrri moskur í Asíu eru yfirleitt án þeirra.

Snæbjörn Björnsson Birnir (IP-tala skráð) 31.5.2014 kl. 21:40

31 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Og það er sjálfsagt að taka undir það sem Ómar segir að umræðan hefur einungis snúist um um 9 metra, en deiliskipulagið heimilar engu að síður allt að 20 metra. Og samkvæmt viðtali við Sverri Agnarsson, þáverandi formanns Félags múslima í fréttum RÚV 6. júlí 2013, var deiliskipuagið unnið í samráði við félagið.

Hvort áform Félags múslima séu að nýta sér þá heimild til fulls sem deiliskipulag tilgreinir er hins vegar annað mál.

http://www.ruv.is/frett/vilja-reisa-mosku-i-sogamyri

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.5.2014 kl. 22:53

32 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Ómar segir: "Nú bregður svo við að 220 manna trúfélag er talið svo hættulegt, án þess að nokkrar sönnur hafi verið færðar á það hafi í neinu brotið gegn siðum eða allsherjarreglu."

Skrýtið að það er eins og nef íslenskra fréttamanna nái ekki út fyrir landsteina, þegar að kemur að málefnum íslam.

Ég verð að játa að mér stendur ógn af íslam sem kenningu, og hvarvetna veldur þessi kenning ófriði og þjáningu.

Set hér inn link á blogg manns sem fólki virðist einnig standa ógn af. snorribetel.blog.is

Kristinn Ásgrímsson, 1.6.2014 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband