31.5.2014 | 15:14
Íslensk "leyni-eldgos."
Ísland er hluti af Reykjaneshryggnum sem teygist langt suður í haf og vafalaust hafa oft orðið eldgos þar á miklu dýpi án þess að þess sæist stað á yfirborðinu.
Mikil eldgosahrina gekk yfir landið 1783 og gaus ekki aðeins bæði suðvestan og síðan norðaustan við fjallið Laka og hraun gengu í tvær áttir frá þeim, heldur varð líka gos skammt undan Reykjanesi og síðan í Grímsvötnum.
Talið er líklegt að lítið eldgos hafi orðið undir ís við Hamarinn í ágúst 1996, rúmum mánuði áður en að síðan gaus í Gjálp.
Margt bendir til þess að lítið eldgos hafi orðið í Kötlu 1955 þegar Múlakvísl hljóp og ef til vill aftur þegar hljóp aftur í sambandi við skjálftahrinur þar fyrir þremur árum.
Fyrr á öldum urðu áreiðanlega minni háttar eldsumbrot í norðanverðum Vatnajökli, svo sem í Kverkfjöllum, án þess að þess yrði vart í byggð.
Minnsta eldgos á Íslandi og kannski í heiminum er sennilega gos, sem varð í Bjarnarflagi, að mig minnir veturinn 1979, þegar gljóandi gjall kom upp úr borholuröri þar og dreifðist í kringum hana.
![]() |
Merki um eldgos á Reykjaneshryggnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Árið 1999 varð smá eldgos í Kötlu. Það eldgos varði rétt svo í um klukkutíma en olli smá flóði.
Það sama gerðist síðan í Júlí 2011 þegar smá eldgos varð í öskjunni í Kötlu og olli það stóru flóði að brúna tók af yfir Múlakvísl. Þann sama mánuð viku síðar varð síðan smá eldgos í Hamrinum sem olli talsverðu jökulflóði niður sanda sem þar eru.
Það virðist vera meira um lítil eldgos á Íslandi en sagan bendir til og er almennt viðurkennt finnst mér varðandi eldgos á Íslandi. Þessi litlu eldgos eru einnig mikilvæg. Þó svo að þau valdi ekki neinu tjóni og vari ekki lengi.
Jón Frímann Jónsson, 1.6.2014 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.