Sá sem ræður vettvangnum ræður miklu.

Þá virðist það ljóst: Framsókn og Sjallar geta ekki myndað meirihluta í Reykjavík nema að fá Bjarta framtíð yfir til sín því að útilokað er að Vg og Píratar fari með þeim. Samfylkingin mun því líklega mynda meirihlutann og Dagur B. Eggertsson verða borgarstjóri.  

En í annað skiptið með árs millibili tókst Framsóknarflokknum að snúa kosningaúrslitum stórlega sér í hag með því að nýta sér eitt elsta bragð í allri baráttu, hvort sem er í hernaði, deilum, íþróttum eða stjórnmálum, að sá sem ræður vettvangnum / bardagasvæðinu / umræðuefninu, ræður miklu meiru en nemur styrk hans að öðru leyti.

Með valdi yfir vettvangnum og stjórna með því umræðunni, næst oft frumkvæði, að ekki sé minnst á athyglina. Í flokkaíþróttum felst þetta oft í því að ráða bardagaaðferðinni, til dæmis því hvort spilið verði hratt eða hægt, og að geta "spilað sinn leik" en koma í veg fyrir að andstæðingarnar geti spilað sinn leik.  

Framsóknarflokknum tókst að láta Alþingiskosningarnar 2013 snúast nær eingöngu um sitt aðalmál, aðgerðir í skuldavanda heimilanna. Allir þátttakendur í þeirri kosningabaráttu neyddust til að fara inn á þann vettvang og berjast þar og gefa Framsóknarflokknum þar með jafn mikla eða jafnvel meiri athygli en öllum hinum til samans og láta Sigmund Davíð stjórna umræðunni.

Til að þetta væri hægt þurfti málatilbúnaður flokksins að vera svo nýstárlegur, stórtækur og snerta svo marga, að það sætti óhjákvæmilega mestum tíðindum í kosningabaráttunni. Flokkurinn stjórnaði umræðunni.  

Frjálslyndi flokkurinn reyndi að gera svipað haustið og veturinn 2006-2007 með því að setja innflytjendamál á oddinn.

Bragðið hefði heppnast fullkomlega ef flokkurinn hefði ekki gert þau mistök að setja málið of snemma á flot, þannig að enda þótt fylgi hans þrefaldaðist í fyrst í skoðanakönnunum, fjaraði smám saman undan því fram að kosningum, og eftir kosningarnar og í Hruninu hvarf flokkurinn smám saman.

Stundum fær framboð ekki færi á að málefnið, sem vakið geti athygli, beri upp á réttum tíma frá kosningum.

Þannig urðu umhverfismál í brennidepli þjóðfélagsumræunnar vegna íbúakosningar um stækkun álversins í Straumsvík í mars 2007, 10 til 6 vikum fyrir kosnginar, en um  leið og málinu lauk í marslok, var eins og tappað hefði verið af þessum málaflokki og 10 dögum fyrir kosningar gátu stóru flokkarnir slakað á, tekið umhverfsmál algerlega út af dagskrá og sett gamla góða peningaveskið og velferðarmálin á oddinn.

Sveinbjörn Birna Sveinbjörnsdóttir kom til skjalanna algerlega óþekkt hæfilega skömmu fyrir kosningar til þess að hún vekti óhjákvæmilega mesta athygli allra oddvitanna. Áður hafði Guðni Ágústsson ná allri athyglinni með óvæntu og fréttnæmu útspili sínu, þannig að flokkurinn átti umræðuna og athyglina samfellt í meira en tvo mánuði fyrir kjördag. Ekki veitti af, fylgið var komið niður í 2,9 % og flokkurinn langt, langt frá því að koma inn manni.  

Hæfilega skömmu fyrir kjördag kom síðan stóra moskubomban sem varð að aðalmálinu og umræðuefninu í kosningunum og Sveinbjörg Birna hælist nú réttilega um yfir því að það mál hafi fengið mesta athygli í fjölmiðlum hvern einasta dag fram að kjördegi. Í annað sinn á einu ári tókst sama trixið hjá flokki hennar.

Það er óþarfi að þakka fjölmiðlum einum þetta, því að eins og glögglega sást á öllum netmiðlum og almennri umræðu, var þetta lang heitasta umræðuefnið meðal almennings alla þessa daga, - og fyrir þá, sem vilja "kenna fjölmiðlunum um" er það ósanngjarnt, - fjölmiðlar endurspegla aðeins umræðuna í þjóðfélaginu og eiga ekki að þagga hana niður.

Ég birti tvær glannafengnar og hálfkæringslegar limrur hér á bloggsíðunni þegar málið kom upp, en þá var fylgi Framsóknar enn sáralítið og margir búnir að afskrifa hann sem dauðan í borginni. 

Önnur limran var eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson og endurspeglaði vel tilfinningaþrungin viðbrögð margra við mosku-útspili Framsóknar, sem gerðu það eitt að moskumálið varð að heitasta málinu, en það þjónaði Framsókn best:

 

JÁKVÆÐ HEIMSENDASPÁ.

 

Þegar jörðin i sæinn er sokkin

og sólin af standinum hrokkin

þó er þar leið, -

þungbær en greið

til að losna við Framsóknarflokkinn.    

 

Ég svaraði Ragnari í svipuðum hálfkæringi, og efni svarsins reyndist verða spá um það hvernig fór:

 

VANMETUM EKKI FRAMSÓKNARFLOKKINN

 

Við skulum spara að spotta´hann

með spánnýjan oddvita´og flottan.

Þótt leggist gröf í

hann lifnar á ný

og lifir allt af eins og rottan.  

 

Og þannig fór það. Þess ber að geta að ég ber mikla virðingu fyrir rottunni, því að hún er eina spendýr jarðarinnar, annað en maðurinn, sem er að finna hvar sem er á jarðarkringlunni. Alls staðar þar sem maðurinn er, þar er rottan.

 

 

 


mbl.is Sveinbjörg þakkaði fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helt tu vaerir klar a hnverir eru sjallar en afkvaeimid er ad gaeravsig og steini breim kominn heim

Karl (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 09:26

2 identicon

Það var ekki Framsókn sem gerði gerði þessa athugasemd við lóðaúthlutun að "stóru moskubombunni " það voru fjölmiðlar og flokkar sem töldu sig geta fengið atkvæði út  á að sparka í Framsókn

Grímur (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 09:55

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ekki trúi ég því Ómar að þú hafir ekki sett X við B ,ég hélt að þú stæðir með Reykjavíkurflugvelli fram í rauðan dauðan. Varla vilt þú fara láta byggja nýjan flugvöll gæti skemmt hraun eða mosaþúfur,mikið land sem fer undir flugvöll.

Ragnar Gunnlaugsson, 1.6.2014 kl. 10:19

4 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Góð greining Ómar.

Jón Þór Ólafsson, 1.6.2014 kl. 11:27

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auk þess að hafa unnið skemmtarverk á lýðræðinu, þá hafa framsóknarmenn líka rústað draumórunum um svokallað ,,beint lýðræði".

Þetta beina lýðræði verður notað af framsoknarmönnum í lýðæsinga- og lýðskrumsskyni til að níðast á minnihlutahópum.

Enginn hefði trúað því að framsóknarmaddaman leggðist svo lágt sem nú er orðið lýðum ljóst.

Maddaman er orðin eyðandi innanmein í þessu landi hérna.

Guð má vita hvað hún gerir næst.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2014 kl. 11:58

6 identicon

Veit ekki á hvaða smábíl en þú ert algjörlega úti að aka núna, Ómar!

Grímur @2 Nákvæmlega.

Páll Vilhjálmsson er með afar góða greiningu á þessu. http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1393577/

Þeir sem hafa ráðið umræðunni eru vinstrimenn (vinstri/hægri greiningin er ekki alveg fullnægjandi) ekki framsókn. Svanborg svaraði einfaldlega eins og henni fannst og nefndi það sem hefur verið tabú í umræðunni. Þetta ætluðu spunamenn vinstra liðsins að nýta sér en flugeldurinn sprakk í höndunum á þeim.

En vinstri/hægri er orðin gölluð greining. Aðalmálin á Íslandi eru ESB eða ekki. Að vera þjóð eða ekki. Það er hvort við viljum verða ákveðinn útnári Evrópu með kratísk gildi landlæg í 101 Reykjavík eða hvort við viljum vera sjálfstæð þjóð sem berst fyrir sínu sem slík og kinnroðalaust erum stolt af því að vera Íslendingar og viljum í alvöru verja og virða íslensk gildi án þess að því fylgi kúgun eða höfnum þeirra sem hingað vilja flytjast svo fremi sem þeir virði t.d. okkar stjórnarskrá sem mælir fyrir um jafnrétti allra þegnanna.

Þessvegna er þessi gengdarlausi áróður og skoðanakúgun gagnvart framsókn sem hvað eftir annað reynist kletturinn sem líflína þjóðarinnar nær festu í á meðan vinstrimenn vilja helst lækna sjúklinginn (þjóðina) með því að drepa hann. Merkilegt nokk er það arfur gamallar hugmyndafræði frá tímum kommúnistaáróðursins sem hefur fundið sér nýjan stað í ESB áróðrinum.

Ég dreg enga fjöður yfir það að hrunið var að stórum hluta á ábyrgð framsóknar og Sjálfstæðisflokks með dyggri meðvirknisaðstoð kratanna en á þeim 7 árum sem liðin eru hefur verið hrikalegt að sjá þjóðnýðingshátt vinstrimanna (Samfylkingar og V.G.) í verki!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 12:09

7 identicon

Kosningar fóru fram um allt land - ekki bara í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn virðist vera í stórsókn. Væntanlega var fólk að þakka fyrir skuldaleiðréttinguna

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 12:20

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sósíal-Demókratar eru sigurvegar kosninganna.

Framsókn kom við dálitlum vörnum með því að fá atkvæði ÚS og Skúla.

En þau atkvæði verða nefndum flokki dýr.

Nú er hann alstaðar fyrirlitinn. Það vill enginn vinna með svona flokki - nema hugsanlega sjallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2014 kl. 12:45

9 identicon

Ég átta mig hins vegar ekki á þessum pistli Ómars. Flugvallavini kallar hann rottur og minnist ekki á innkomu Pírata sem var sérlega ánægjuleg.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 12:55

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Frjálslyndi flokkurinn var ekki eins útspoginn í áróðrinum og framsókn. Það eru PR- og spunamenn á bakvið þetta hjá framsókn.

Þetta er bara ákveðin tækni og álíka tækni hefur Dansk Folkepartí notað.

Láta í veðrinu vaka, gefa undir fótinn - koma svo með spuna um að það snúist um eitthvað annað. Síðan aftur kitla aðeins fordóma - koma síðan með að þeir hafi verið að klóra sér - og svo koll af kolli.

Var ekki svona skipulagt hjá Frjálslynda og þeir gerðu eiginlega allt rangt í áróðrinum. Jú jú, tímasetningin ekki góð hjá þeim heldur. Það skipti máli vissulega.

Skrítið að framsóknarmenn skuli vilja styðja svona flokk. Eg skil það bara ekki. Og reyndar bara að fólk almennt skuli ætta sig við þessa eyðileggingastarfsemi framsóknar á lýðræðinu.

Og hvað? Eigum við núna að fara að greiða atkvæði um mosku útí bæ??

Það vakti óneitanlega athygli að það fyrsta sem 2. maður á lista óbermisflokksinns segir eftir að ljóst er að hann hefur fengið ÚS og Skúlaatkvæðin - að hann ætli að leggja fram tillögu um moskuna!

Síðan er viðtal við svokallaðan formannsgarm nefnds flokks á held ég bara Nonna-Bita, og þá segir hann að þetta hafi nú bara verið einhver facebookstatur!

Sjallaflokkur hlýtur að slíta samstarfi við Framsókn í ríkisstjórn. Það er ekki boðlegt að vera í samstarfi við svona lið. Annars verður sjallaflokkur meðsekur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2014 kl. 13:06

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknar þar synd má sjá,
sundrað meyjarhaftið,
undir sjalla oft hún lá,
ansi smátt þó skaftið.

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 13:45

13 identicon

Alltaf með sitt auma rím

ómennsku  til varnar

Styður með því Steini Briem

steinagrýtingarnar

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 14:45

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Legg til fimmtíu metra hæð á turni moskunnar í Reykjavík Framsóknarflokknum til ævarandi háðungar.

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 14:56

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Pistillinn fjallar um Framsóknarflokkinn, aðeins Framsóknarflokkinn og ekkert nema Framsóknarflokkinn.

Því má bæta við að í Alþingiskosningunum komu Píratar mjög seint inn með atkvæði í talningunni, og það stafar af því, að þegar byrjað er að telja er kosningu ekki lokið þannig að þeir hópar, sem eru seinir til að fara á kjörstað, koma veikir inn í talningunni í fyrstu.

Bæði í fyrra og nú voru fylgismenn Pírata latir við að fara á kjörstað, enda vilja þeir frekar netlýðræði og að geta setið heima við að láta skoðun sína í ljós, rétt eins og gert er þegar hringt er í þá í skoðanakönnunum.  

Ómar Ragnarsson, 1.6.2014 kl. 15:25

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Formaðurinn svokallaður kominn ú skápnum:

,,Sigmundur sagði enn fremur að hann vildi ekki sjá mosku í Sogamýri."

http://www.visir.is/sigmundur-david-um-islensk-stjornmal--mjog-fair-sem-thora-ad-segja-eitthvad-ograndi-/article/2014140609925

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.6.2014 kl. 15:30

17 identicon

Heimóttarskapur hefur lengi verið einkennandi fyrir of marga Íslendinga. Og nú virðist sem öfgafull lágmenning og andúð á útlendingum, ekki síst á fólki af öðrum litarhætti, sé að festa rætur hér á skerinu.

Þegar stjórnmálaflokkar eru farnir að daðra við slíkan óþverra og höfða til lægstu hvata kjósenda er ástæða til að grípa í taumana fyrr en seinna. Við viljum enga "sanna Íslendinga" í stjórnsýsluna eða stofnanir, enga ignoranta sem tala um „gesamtisländische Werte“, sem beri að verja með öllum ráðum.

Við viljum engin mannhaturssjónamið minnipokafólks og ignoranta.

 

Ekki kemur til greina að banna slíka flokka, stjórnarskráin leyfir ekki slíkt, en allaveganna að einangra þá með öllum ráðum. "Gefa skít í þá", eins og sagt er á íslensku.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 15:37

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn fékk í þessum sveitarstjórnarkosningum einungis níu fulltrúa af 97, um 9%, í níu fjölmennustu sveitarfélögum landsins, þar sem um 80% landsmanna búa.

Í alþingiskosningunum
í fyrra fékk Framsóknarflokkurinn hins vegar um 24% atkvæða á öllu landinu.

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 16:03

19 identicon

Kannski að fylgismenn Pírata hafi haft takmarkaða trú á þeim? Litið á þá sem hliðarsjálf Samfylkingar? Í einu máli sýndu þeir þó frumkvæði og sjálfstæði. Það var í flugvallarmálinu. Ef þeir krefjast atkvæðagreiðslu um málefni flugvallarins geta fylgismenn þeirra vel við unað. Annars gerðu þeir rétt í því að ómaka sig ekki frekar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 17:23

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Píratar fá einn fulltrúa í Reykjavík eins og í skoðanakönnunum.

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 17:46

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.5.2014 (í fyrradag):

"Fylgi Samfylkingar í Reykjavík mælist 31,2%, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR 29. og 30. maí 2014."

Og Samfylkingin fékk 31,9% atkvæða í kosningunum í gær.

"Yrðu þetta niðurstöður kosninganna myndi Samfylkingin fá fimm borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur fjóra, Björt framtíð þrjá en Píratar, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur og flugvallarvinir einn fulltrúa hvert framboð."

Allt rétt
nema hvað Björt framtíð missti einn mann til Framsóknarflokksins.

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 18:24

22 identicon

Til umhugsunar:

Er ástæða til að hafa áhyggjur?   Er hægt að ræða málin án stóryrða?

Pistill frá Clarion Project - Challenging Extremism, Promoting Dialogue

http://www.clarionproject.org/analysis/majority-europes-muslims-favor-sharia-over-democracy?fb_action_ids=10152476968541499&fb_action_types=og.recommends

Ekki rasisti (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 18:26

23 identicon

"There are times that require people to step out of their comfort zone, to step up for justice, tolerance and moderation. We know going in that the repercussions of taking action will draw a rain of accusations and attacks from the forces we are confronting."


Clarion Project - Challenging Extremism, Promoting Dialogue

Ekki rasisti (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 18:38

24 identicon

Ummæli 22.

Soeren Kern skrifar fyrir Gatestone Institute, think tank frá Hudson Institute, alræmt fyrir hægri-öfga hugmyndafræði, "profound islamophobic", sem sagt "white trash".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 18:56

25 identicon

Detta af mé dauðar lýs,

Steini stirði vælir

nagar líkt og littlar mýs

við kommakonu gælir

HH (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 11:56

26 identicon

Mest sé ég eftir flugvellinum sem mætir nú örlögum sínum. 

Gústi (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 17:24

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 18:54

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 5.6.2014 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband