Auðveldara að svara í síma en að kjósa á netinu.

Píratar hafa verið sterkastir hjá aldursflokknum 18-28 ára. Á þeim aldri eru netið og samskiptamiðlar þess alls ráðandi, en dagblöðin og ljósvakamiðlarnir miklu minna notaðir en hjá öðrum aldursflokkum.

Í næstu Alþingiskosningum verður þetta aldursflokkurinn 18-31 árs, hópur sem fer sístækkandi.  

Það er nýtt fyrirbæri að niðurstöður skoðanakannana, sem gerðar eru reglulega alveg fram að kjördegi, séu jafn mikið á skjön við úrslitin í kjörklefanum og nú varð.

10% kjósenda, sem féllu út og komu ekki á kjörstað til viðbótar 30% eru hvorki meira né minna en 24 þúsund manns.

Ástæða stóraukins misræmisi á fylginu í skoðankönnunum og fylginu í kjörklefunum hlýtur að vera sú, að það er svo miklu auðveldara að svara spyrjendum í skoðanakönnunum í síma eða á netinu heldur en að hafa fyrir því að fara á kjörstað.

Þeim, sem ekki taka þátt í sveitarstjórnarkosningum hefur fjölgað um næstum helming síðustu árin og við svo búið má ekki standa, úr því að í ljós kemur að stór hluti þessa fólks hafði samt skoðanir, sem það lét uppi skoðanakönnunum.

Sem þýðir að niðurstaða kosninganna voru bjagaðar og skakkar og slíkt er afar hættulegt lýðræðinu.

Píratar fara líklega verr út úr þessu en aðrir vegna þess að kjósendur þeirra lifa meira og hrærast á netinu en aðrir og lætur betur að láta til sín taka þar en með hinum gamla hætti að fara á kjörstað.

Það var áberandi hve þeir fengu yfirleitt minni stuðning nú í kosningunum en í skoðanakönnunum og svipaða bjögun má vafalaust finna á einstökum stöðum hjá öðrum framboðum.

Úr því að tæknin til að gefa fólki kost á að kjósa á netinu, ef það vill, er fyrir hendi, ættu stjórnmálamenn að líta á það sem skyldu sína að ganga í það að bjóða upp á slíkt.

Þetta hefur verið gert í öðrum löndum með góðum árangri.

Ég sé mótbárur þess efnis að einveran og leyndin í kjörklefanum séu nauðsynleg og annað komi ekki til greina.

Þessu er ég ósammála. Að sjálfsögðu á að gefa öllum kjósendum, sem það vilja, kost á að nota gömlu aðferðina og hinir, sem myndu nota netið, ráða því sjálfir hve mikla leynd þeir vilja viðhafa.

Hitt er vantraust á kjósendum að gefa sér það að þeir séu hraktir frá því að kjósa leynilega með því að gefa þeim kost á að kjósa í netkosningu.  Auðvitað ættu þeir að geta það, ef þeir vilja það, eða þá farið á kjörstað með gamla laginu, ef einhverjir á heimilinu eru að ónáða þá. 


mbl.is Vilja endurtalningu í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu á að leyfa hér á Íslandi kosningar á Netinu.

Hins vegar eru skoðanakannanir ekki kosningar.

Þorsteinn Briem, 2.6.2014 kl. 23:17

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

En skoðanakannanir geta gefið til kynna hver úrslitin yrðu, ef jafn auðvelt yrði að kjósa eins og að taka þátt í skoðanakönnunum.

Ómar Ragnarsson, 3.6.2014 kl. 00:19

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2014:

"Könnun Viðskiptaráðs var framkvæmd 16.-26. janúar 2014 á netinu.

Úrtak var 1.400 manns á öllu landinu, átján ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.

Þátttökuhlutfall
var 59,4%."

Meirihluti vill gjöld í háskóla

Þorsteinn Briem, 3.6.2014 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband