Klókt að tala við bæði Vg og Pírata.

Það er mikið til í því sem skrifað er í leiðara Morgunblaðsins í dag að það sé klókt hjá oddvitum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar í Reykjavík að tala við bæði fulltrúa Vg og Pírata.

Ástæðan er sú að með því að það þurfi brottfall bæði Vg og Pírata til að meirihlutinn falli minnka líkurnar á því að samstarfið rofni, jafnvel þótt það kunni að sýnast erfiðara að sætta tvo en einn ef útaf bregður.

Þegar einn fulltrúi hefur algert úrslitavald eins og væri, ef aðeins Sóley eða aðeins Hallór væru í þriggja flokka samstarfi, getur það úrslitavald orðið að ansi beittu vopni.

Slíkt vopn verður hins vegar bitlausara ef það nægir ekki að hlaupast einn undan merkjum.  


mbl.is Munu taka sér tíma í viðræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum og því er einnig skynsamlegt að mynda meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík.

Stofnaður verður Evrópusinnaður hægriflokkur á næstunni og langlíklegast er að aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verði lokið.

18.4.2014:


Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn missa tíu þingmenn ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin félli

Þorsteinn Briem, 2.6.2014 kl. 19:43

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samstarf Bjartrar framtíðar við Samfylkingu þýðir útþurkun Bjartrar framtíðar.Í Kópavogi átta þau sig á þessu.Klókt hjá Ármanni að tala við Bjarta framtíð.Það eyðileggur Samfylkinguna þar.Sama í Hafnarfirði.Framtíð Bjartrar framtíðar er að losa sig við Samfylkingarstimpilinn.Þessar kosningar styrktu Framsóknarflokkinn mjög í Vesturbæ R.Víkur.Sér í lagi í Sörlaskjóli þar sem gamalgrónir Briemarar kusu flokkinn, minnugir þess að fyrsti formaður Framsóknarflokksin var Briem.Gömul ættjarðarljóð voru sunginn í Vesturbænum á kosninganótt.Íslandi allt.

Sigurgeir Jónsson, 2.6.2014 kl. 20:29

4 identicon

Það sem skiptir öllu máli er að útiloka aðkomu Íhaldsins að stjórn borgarinnar næstu fjögur árin, eftir fjarveru þeirra síðasta kjörtímabil. (Forget Framsókn, enginn tekur lengur mark á dirty opportunistum).

Eftir Davíðshrunið voru aðstæður slíkar, að það hefði átt að vera mögulegt að halda Íhaldinu frá stjórnartaumum í meira en fjögur ár, en það mistókst heldur betur vegna incompetence Vinstri stjórnarinnar.

En í borginni er önnur staða, engir aular og villikettir, sem ganga munu klíkuvaldinu á hönd.

En hvers vegna þessi jákvæða breyting sem á vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á  landspólitíkina? Jú, það eigum við einum manni að þakka og sá maður heitir JÓN GNARR.

Bravo, Jón Gnarr!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2014 kl. 20:51

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Engar líkur eru á að ESB geti undirritað neinn samning, né muni gera það næstu tíu árin það minnsta.Jafnvel þótt Ísland geri engar kröfur um að farið verði eftir einhverju öðru en lögum ESB.Því er eðlilegast og best að láta á það reyna og taka strax upp viðræður við ESB með kröfu um að ljúka þessu.Og slíta síðan viðræðunum eftir 2-3 ár, þegar það liggur fyrir að ESB er ekkert á leiðinni að ´"ljúka" einu né neinu.Íslandi allt.

Sigurgeir Jónsson, 2.6.2014 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband