Mörk sveitarfélaga og valdmörk oft til trafala.

Hveragerði var smáþorp þegar það var gert að sérstöku sveitarfélagi 1946, en að öðru leyti var Ölfushreppur dreifbýli, þar með talin Þorlákshöfn. 

Síðan þá hefur orðið gerbreyting á byggðinni í hinum gamla Ölfushreppi og á auðlindum öllum og nýtingu þeirra.

Íbúar Hveragerðis eru fimm sinnum fleiri nú en 1946 og íbúar Þorlákshafnar eru 1489.

1946 var ekkert vitað um það að jarðvarmaorku á Hellisheiði mætti virkja og setja þar upp 303 megavatta stórvirkjun, sem Hveragerði stæði næst og hefði mest áhrif á þá byggð með mestu loftmengun, sem kemur frá nokkru fyrirtæki á landinu og manngerðum jarðskjálftum.

Enn síður var vitað um það að hin nýtta jarðvarmaorka lenti öll í landi Ölfushrepps og þar með tekjurnar af henni.

Sem þýðir að Hvergerðingar hafa ekki fengið og fá ekki enn neinu ráðið um þau mál, þótt næstir búi því svæði, sem þegar hefur verið virkjað og enn nær því svæði, sem sóst er eftir að virkja með Bitruvirkjun og Grændalsvirkjun alveg ofan í þorpinu.

Fyrirkomulag sveitarstjórnarmála hér á landi býður upp á og býr til mörg óþörf vandamál, sem valda illindum og tjóni með asnalegum mörkum sveitarfélaga oft á tíðum og skaðlegum valdmörkum, eins og kristallast vel í deilunum um Reykjavíkurflugvöll og lagningu hringvegarins um styttri leið í Blönduósbyggð en nú er.    

 


mbl.is Hvergerðingar vilja sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bý við mörk þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.

Og að sjálfsögðu á 326 þúsund manna samfélag að vera eitt kjördæmi.

Hins vegar eiga sveitarfélög að ráða sínum málefnum sjálf, eins og tilgreint er í stjórnarskránni, og þeim þarf að fækka verulega.

En Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa engan áhuga á stjórnarskrárbundnum eignarrétti sumra sveitarfélaga.

Þorsteinn Briem, 3.6.2014 kl. 21:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Picture

Þorsteinn Briem, 13.6.2014 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband