"The quickest draw in the west."

Sumir menn hafa þann eiginleika að vera sneggri til snjallra tilsvara en aðrir. Sá snjallasti sem ég man eftir í svipinn var Svavar heitinn Gests. Ekki þarf annað en að hlusta á upptökur af sumum spurninga- og spjallþáttum hans í útvarpinu í gamla daga til að dást að þessu.

Hann hafði þann einstaka hæfileika að geta með eldsnöggum tilsvörum og athugasemdnum gert viðtöl við almúgafólk um hversdagslega hluti að algeru eyrnakonfekti.

Aldrei minnist ég þess að hann hafi sagt upphátt það, sem hann hugsaði, á þann hátt að það væri missheppnað eða gæti hneysklað eða meitt nokkurn mann.

Sumir stjórnmálamenn hafa búið yfir þessari náðargáfu og hún komið sér vel fyrir þá 

Í fljótu bragði koma tveir þeirra helst upp í hugann í þeim efnum, Ólafur Thors og Davíð Oddsson.

Fyrir tilviljun lenti ég í sjónvarpsviðtali við Jeremy Clarkson fyrir 22 árum og kynntist því hve óskaplega snöggur og hnyttinn hann gat orðið, hvenær sem var. Snilli hans byggðist fyrst á fremst á hraðanum, sem oftast er aðalatriðið í þessum efnum, svona líkt og þegar sagt var um snjöllustu byssumenn í villta vestrinu, að þeir hefðu "the quickest draw in the west."  

En hraðanum getur fylgt hræðilegur galli: Að illa ígrundaðar eða öllu heldur alveg óhugsaðar athugasemdir séu látnar vaða með slæmum afleðingum. Að skjóta fyrst og spyrja svo.

Jeramy Clarkson virðist vera einn þeirra, sem oftast lendir í þessu, og því virðast menn nú standa frammi fyrir þremur slæmum kostum:

Að hann fái að njóta sín áfram eins og hann hefur gert, þótt einstaka sinnum sé skotið yfir markið...

...að hann verði rekinn eins og nú er mikil hætta á....

...eða að hann hætti að segja nokkuð nema hugsa sig vel um áður, missa þar með af því höfuðatriði sem hraðinn er,  og verða þar með kannski ekki nema svipur hjá sjón.

Það verður spennandi hvernig þetta fer. En jafnvel þótt ferillinn endi, getur hann huggað sig við það að eiga einstakan sjónvarpsferil að baki.     

 


mbl.is Top Gear-stjóri á gálgafresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú er Davíðs sólin sest,
sittting now in cuckoo's nest,
setur í brýrnar,
sótti oft kýrnar,
the quickest draw in the west.

Þorsteinn Briem, 3.6.2014 kl. 14:42

2 identicon

Winston Churchill var líka þekktur fyrir hnyttin og skemmtileg "spontant" tilsvör. En einhvers staðar las ég viðtal við hann, þar sem hann ljóstraði því upp að mörg hann bestu tilsvör hafi verið úthugsuð, löngu fyrirfram, og hann átti þau tilbúin ef á þyrfti að halda. Snillingur!

Bjarni Júlíusson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 18:03

3 identicon

Oscar Wilde hafði þessa gáfu og það ríkulega.

En forsendan er eins og það heitir á ensku; quick and fluid intelligence coupled with a gift for languages.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2014 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband