8.6.2014 | 17:15
Of seint fyrir marga.
Það er hið besta mál þegar reynd kona á besta aldri gefur einhleypum karlmönnum góð ráð sem komið geti sér vel til þess að stefnumót með konum nýtist sem best, - jafnvel þótt ekkert verði af frekari kynnum.
Kann sumum finnast að Pamela Brill brilleri við þetta.
En fyrir þá sem komnir eru á efri ár er hins vegar vafasamt að svona hollráð gagnist úr þessu.
Ég myndi orða það þannig að full seint sé í rassinn gripið, - hvernig sem manni ber nú að skilja það orðalag.
Miðað við það hve margir okkar karlmannanna hegðuðum okkur kolrangt í stefnumótum ef marka má leiðbeiningar Pamelu má segja að við höfum verið ótrúlega heppnir að vera ekki hafnað umsvifalaust og að okkur hafi eiginlega tekist hið ómögulega að verðandi lífsförunautur tæki í mál að halda áfram á sömu braut með þessum vitleysingi, klaufabárði og gallagrip.
Sennilega gleymir Pamela því, að það, að ævifélaginn lét okkur komast upp með þetta og þoldi það, má túlka á þann veg að úr því að okkur voru liðin þessi arfamistök, myndu fleiri illþolandi gallar verða umliðnir í komandi sambúð.
Léleg frammistaða okkar á fyrstu stefnumótum hafi því verið nauðsynleg þjálfun í því að viðhalda sambandinu í anda hjúskaparheitsins um að kærleikurinn trúi öllu, umberi allt og falli aldrei úr gildi.
10 atriði sem einhleypir karlmenn þurfa að vera með á hreinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Heilagur andi sennilega þar til að skilja hið
óskiljanlega í samskiptum yfirleitt, - svona í tilefni dagsins ¿
Húsari. (IP-tala skráð) 8.6.2014 kl. 18:31
Eins og Beckham út hann leit,
en ekki lengur kallinn,
hún á agnið heimsk þar beit,
hann á prófi fallinn.
Þorsteinn Briem, 8.6.2014 kl. 19:08
Mér gleymist það seint,
mín fyrstu kynni.
Og engvu hef gleymt
að þessu sinni.
En seint er alltaf geymt,
og geymt er ekki seint.
Þó allt sé reynt,
er ástinni aldrei gleymt.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 8.6.2014 kl. 19:14
Góður vinur minn, sem hefur miklu meiri reynslu af íslenskum konum en ég, sagði við mig þetta: Haukur, gefa þeim "Gewürztraminer" og síðan negla þær.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.