Dásemd fyrir okkur að gera það, sem Evrópa vill ekki!

Tvö stórkarlaleg fyrirbrigði hafa verið íslenskum stóriðjutrúarmönnum hugleikin á þessari öld, álver og olíuhreinsistöðvar, og mjög gumað af því hve mikil tækifæri bjóðist okkur Íslendingum nú vegna þess að í okkar heimshluta vilja menn ekki reisa nýjar verksmiðjur af þessu tagi, heldur fer álverum fækkandi og engin ný olíuhreinsistöð verið reist í 25 ár.

Í grein í Morgunblaðinu eru tækifæri Íslendinga dásömuð varðandi það að reisa ný álver og fyrir nokkrum árum var sami söngur varðandi olíuhreinsistöðvar.

Í áróðrinum fyrir álverum og hreinstöðvum örlar hvergi á því að útskýra hvers vegna þjóðir í okkar heimshluta vilja bægja álverum frá sér og hafa ekki reist oliuhreinsistöð í aldarfjórðung.  

Það þessi frávísun á sér eðlilegar skýringar, - er til dæmis vegna þess að þessar þjóðir fá aðrar tilfinningu við að heyra orðin "orkufrekur iðnaður" en við. Með síbylju í hálfa öld hefur áltrúin hér á landi orðið að þjóðartrúarbrögðum, þar sem orðin tvö, "orkufrekur iðnaður", sem þýða mesta orkubruðl sem um getur, eru orðin að ígildi guðspjalls.

Aðrar þjóðir í kringum okkur snúa orðunum "orkufrekur iðnaður" ekki á haus eins og við, heldur forðast orkubruðl með tilheyrandi mengun.

Og í þessum löndum vill enginn hafa önnur eins skrímsli og olíuhreinsistöðvar nálægt sér.

En hér á landi er uppi átrúnaður á það, að við skulum sækjast eftir því sem aðrir forðast

Reynt er að koma þessum fyrirbærum, álverum og olíuhreinsistöðvum yfir á fátækar og vanþróaðar þjóðir og svo auðvitað Íslendinga þar sem hægt er að pranga orkuverðinu sem mest niður.

Í greininni í Morgunblaðinu er dásamað hve hraðvaxandi eftirspurn sé eftir áli á heimsmarkaði.

Hins er ekki getið að álverð hefur lækkað síðustu ár og valdið Landsvirkjun búsifjum.

Og að sjálfsögðu ekki gerð minnsta tilraun til að útskýra hvernig aukin eftirspurn geti farið saman við verðfall, enda æpandi mótsögn í því.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það má kannski bjóða þér að yfirtaka kola-orkuver Danmerkur og Þýskalands?

Það er furðulegt, en jafnvel þeir Íslendingar sem hafa búið í þessum löndum árum saman, hafa aldrei velt því fyrir sér að næstum öll raforka í Danmörku kemur úr kolum og sömu sögu má segja um stóran hluta Þýskalands. 

Þessi lönd hafa ekkert að bjóða neinum neitt sem þarf mikið magn af raforku. Ekkert nema gerræðislega skatta á öllu því sem líkist rafmangi og orku. Þýskaland á eftir ca. 90 ár af kolum og mun án efa brenna þeim öllum af svo lengi sem hægt er að þéna 10 aura á hverjum 100 þúsund tonnum. Og hvaðan skyldu nú kolaverkin í Danmörku fá sín kol? Ekki frá Evrópu. 

Nú er svo komið að Evrópa má fara að gera ráð fyrir því að ljósin fari að slökkna í borgum og heilum löndum.

Ég get ekki betur séð en að Íslands-efasemdarmenn þessa lands óski sér að þeir væru komnir á haus í slokknuð spor meginlands Evrópu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2014 kl. 02:34

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].

Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."

Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 02:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 02:43

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

STOPP nóg komið af stóryðjum.

Sigurður Haraldsson, 9.6.2014 kl. 06:34

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já það er margt sniðugt á íslandi sögðu pólsku spaugstofumennirnir.  Hálfur Íslendingur var náttúrulega bara bútur íslendingur.  En þeir vilja raðast misjafnlega saman þessir bútar og of stórhluti þeirra lætur stjórnast af fjölmiðlum sem flestir eru með innbyggða vinstri villu og sumir reknir fyrir skattfé búta og heilla og þykir sjálfsagt.

Hér fá alvaldir fjölmiðlar bútamanna hnerra mikinn, hósta með hiksta sem og algjöru náttúruleysi til sköpunar, þá mynnst er á olíuhreinsunar stöð.  Í hugum margra búta er olíuhreinsunarstöð það versta af öllum sóðaskap hér í heimi og myndi flæma af hólmanum miljón túrista sem skíta miklu meira en við íslendingar að bútunnum meðtöldum.  

 Tenerife þykir svonefndum ferðamönnum mikil paradís og þar sem ég var þar svokallaður ferðamaður þá fór ég í dagsleiðangur í rútubíl með fararstjóra og skemmtilegum bílstjóra sem mátti rabba við á áningastöðum.  Þó að Íslenskan mín og Spánskan  hans væri ekki nákvæmlega það sama þá skyldum við ágætlega hvorn annan.  Ég spurði hann um verksmiðju svæði sem við höfðum ekið hjá á norðaustur hluta eyjarinnar og fararstjórinn hafði eingin orð um.

Þar sagði mér bílstjórinn að  væri að megin hluta olíuhreinsunarstöð  sem framleiddi alla dýselolíu sem eyarnar þyrftu og afgangurinn færi til Spánar.  Til hliðar við hreinsunarstöðina var svo dýsel rafstöð sem sá eyjunni fyrir öllu því rafmagni sem til þurfti. Á þessu sama svæði var líka  efnavinnslustöð sem framleiddi söluvöru úr afgangs efnum Dýsel olíuvinnslunnar.

Þarna sást hvergi reykur og olíu brák sá ég enga á sjónum, en það sem er undarlegast er að þarna var allt fullt af svo nefnum túristum sem dreifðu peningum hægri vinstri.  

  

         

   

            

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2014 kl. 08:34

7 identicon

innilega sammala þer Ómar.svo meiga eigendur orkunnar als ekki vita a kvaða verði hún er seld.svilikt rugl

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 09:33

8 identicon

Maður sér alltaf eitthvað nýtt í þessum heimi. Nú er orkuskortur í Evrópu orðinn eitthvað sem Evrópumenn hafa kosið sér.

Þá er það náttúrulega spurningin, hvort Ómar og aðrir ESB sinnaðir líta ekki á það sem skyldu sína, að boða orkuskort á Íslandi, svo við verðum nú örugglega eins. Auðvitað er það svolítið cosmopolitan að þjást af skorti, og borga uppsprengt verð, og neyðast til að loka verksmiðjum út af heimagerðum skorti og uppsprengdu verði.

Orkuskortur og uppsprengt verð felur auðvitað í sér meira ESB, svo sem atvinnuleysi og aukna fátækt. Eðlilegt framhald er svo innganga í ESB, enda er betra að þjást í sameignlegri eymd.

Hagfræði Ómars er stunduð í Venezúela, þar sem heimamenn geta varlað kúkað með góðu móti, þar sem sameiginleg sósíalísk eymd hefur tryggt að olíuauðævin tryggja ekki lengur klósettpappírkaup þjóðarinnar. Við höfum þó dálítið forskot á Venezúela, við höfum handritin til að skeina okkur á, á meðan við klúðrum okkar olíu.

Enda höfum við ekkert við handritin að gera, við þurfum bara tilskipanir og reglugerðir Junkers og félaga, það er nógu andskoti góð lesning fyrir okkur. Dugar fyrir ESB þegna í það minnsta.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.6.2014 kl. 09:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrir utan Vestfirði eru uppeldisstöðvar helstu nytjastofna á Íslandsmiðum.

Hrygningarstöðvar þorsks eru aðallega við Suðurland og Suðvesturland og þaðan berast afkvæmin með hafstraumum á Vestfjarðamið.

Hafstraumarnir fara einnig norður fyrir landið
og þar með olía af Vestfjarðamiðum færi hún þar í sjóinn, til að mynda frá gríðarstórum olíuskipum sem sykkju þar eða strönduðu.

Olíumengun við Vestfirði gæti því lagt stærstu nytjastofna okkar Íslendinga í rúst á einni nóttu.


Exxon Valdez oil spill


18.9.2013:

Olíuskip á rangri siglingaleið hér við Ísland

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 10:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
til að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 10:26

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Öll erlend skip og íslensk með vafasaman farm eig að vera undir eftirliti landhelgisgæslunnar fyrir innan tvöhundruð mílur. 

Það væri Íslenskur klaufaskapur að láta olíuskip stranda við Ísland.    Þjóð sem nennir ekki að verja sig á lítinn tilveru rétt.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2014 kl. 12:07

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin risastór olíuskip færu sem sagt að og frá stórri olíuhreinsunarstöð hér á Íslandi.

Og ef þau sykkju eða strönduðu hér við land væri það Landhelgisgæslunni að kenna.

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 12:28

13 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hafðu þetta eins og þín dómgreind bíður Steini Briem og láttu þér líða vel.  Það er til annað og nothæfara fólk heldur en ég og þú.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2014 kl. 14:09

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

engan veginn séð að þessi athugasemd þín komi þessum málum á nokkurn hátt við, Hrólfur Þ Hraundal.

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 14:13

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Að sjálfsögðu sérð þú það ekki, svo ágætur sem þú annars ert,  Steini Briem.

Hrólfur Þ Hraundal, 9.6.2014 kl. 18:13

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þakka hólið, Hrólfur Þ Hraundal.

Þorsteinn Briem, 9.6.2014 kl. 19:18

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hilmar minn. Við framleiðum þegar 5 sinnum meiri raforku en við þurfum til eigin nota. Hvernig getur þá orðið orkuskortur hér?

Ómar Ragnarsson, 9.6.2014 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband