Ástandið í Írak leiðir hugann að Bush eldri.

George H.W. Bush, sem nú er níræður, lagði sig fram um sem breiðasta samstöðu margra þjóða gegn innrás Saddams Husseins í Kuwait og að Sameinuðu þjóðirnar styddu hernaðaraðgerðir gegn Saddam.  

Í Flóastríðinu hafði bandamannaherinn yfirburði og hefði getað marsérað inn í Bagdad og líka langt Írak undir sig.

Ráðgjafar Bush réðu honum frá þessu á þeim forsendum að ef þetta yrði gert, myndi skapast ástand fyrir borgarastríð í Írak sem myndi kosta miklu fleiri mannslíf en einræði Saddams, þótt það væri slæmt.

Bush fór að þessum ráðum.

Sonur hans gerði hins vegar þveröfugt, létt spinna upp lognar ásakanir um gereyðingarvopn Saddams, fara með her inn í Írak án samþykkis Sþ, leggja landið undir sig og drepa Saddam. 

Og afleiðingarnar, sem ráðgjafar föður hans spáðu fyrir um, hafa sannað gildi sitt.

Dapurlegast fyrir okkur Íslendinga er sú staðreynd að í fyrra Flóastríðinu héldum við okkur til hlés en í því síðara ákváðu tveir Íslendingar að við skyldum láta skrá okkur í hóp "viljugra stuðningsþjóða" við innrás í Írak.  

 


mbl.is Bush eldri níræður í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástandið er skelfilegt, í þessum löndum,og held að það sé nú borðliggjandi, að það hefði verið betra fyrir Írösku þjóðina að hafa Saddam, og alt sem vesturveldin hafa gert þarna sé til hins verra.

En hingað heim, Hrunið ekki sjálfstæðisflokknum að kenna segir Benedikt hjá Viðreisn.

"Benedikt segir almenning og fjölmiðla bera meginábyrgð á bankahruninu" LOL

Ekki byrjar það vel hjá Viðreisn, nú fer maður að verða verulega skelkaður.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 11:16

2 identicon

Þetta leiðir svo hugan að samviskuspurningu varðandi Assad Sýrlandsforseta.

Áttu vesturlönd að fara að dæmi Rússa og styðja hann líka?

Er ekki sagan byrjuð að sýna það, eins ógeðfeldur og hann er nú? 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.6.2014 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband