12.6.2014 | 22:10
Gefur tóninn fyrir gott HM.
Opnunarleikurinn á HM var skemmtilegur og spennandi lengst af og gefur góðar vonir um gott mót.
Króatar sýndu í þessum leik hvers vegna þeir slógu Íslendingar út úr undankeppninni, því að þeir áttu á stórum köflum alveg eins mikið og Brassarnir í leiknum.
Brassarnir voru seinir í gang og með því að skora sjálfsmark galopnuðu þeir leikinn.
Meistaraheppni var með Brössum og vítaspyrnudómurinn var að mínu mati rangur og slæmt þegar leikaraskapur blekkir reynda dómara.
Snertingin, sem dæmt var fyrir, var ekki þess eðlis að maður þyrfti að falla við hana og augljóslega ekki peysutog.
Neymar var heppinn að skora úr lélegra skoti en oftast sést frá honum í vítaspyrnum.
En ef annað liðið átti að vinna á annað borð voru það þó Brassarnir.
Króatarnir voru það góðir að það væri synd ef þeir komast ekki áfram.
Neymar með tvö í opnunarleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhver sorglegasta frammistaða dómara síðan að Maradonna skoraði með "hönd guðs".
Ekki bara vítaspyrnan sem Brössum var gefin heldur einnig ásetningsbrot Neymars sem slapp með gult sem og að Alves hleypur aftaní Olic sem var kominn í gegn og Alves aftastur og hefði því átt að fá beint rautt.
Óskar Guðmundsson, 13.6.2014 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.