Kaldrifjuð stórveldapólitík samtryggingar.

Það er hagur allra helstu iðnríkja heims og stórvelda að tryggt sé nægt og öruggt framboð á olíu á síðustu áratugum olíualdarinnar.

Myndast hefur ákveðin verkaskipting sem er líklega mest þeim stórveldum í hag, sem nýkomin eru í klúbbinn, Kína og Indlandi.

Komin er hefð á að Bandaríkjaher sé beitt ef vafi leikur á um að olíuvinnsla og framboð í einhverju olíuframleiðsluríkjanna sé trygg. Út úr því hlutverki komast Kanarnir ekki þvi að þeir geta enga áhættu tekið.

Í þessu felst ákveðin verkaskipting stórveldanna, því á meðan þetta ástand ríkir geta Kínverjar, sem eiga allt sitt undir því að fá olíuvörur á öruggan og hagkvæman hátt,  sparað fé og fyrirhöfn við að tryggja þessa hagsmuni. Í staðinn geta þeir staðið glottandi hjá og látið bandarískan almenning blæða peningum í öflugasta her veraldar.  


mbl.is Innrásin „misheppnaðist algjörlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband