Uppgötvaði Hvolsvöll og Hellu 2010.

Gosið í Eyjafjallajökli 2010 varð til þess að ég uppgötvaði hve vel Hvolsvöllur og Hella liggja við samgöngum á Suðurlandi og gagnvart þeim verkefnum sem ég vinn að á hálendinu.  

Að vísu er þungamiðja íbúafjöldans nær Selfossi og þar er góður flugvöllur en í raun er Árborgarsvæðið orðið að hluta af atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins og alþjóðlega  hugtakið VBS, "Virkt borgarsamfélag" (á ensku: FUA, Functional Urban Area) nær frá Akranes í norðri, Suðurnesjum í vestri og Flóanum i austri að miðju Reykjavíkur.

Skilyrðin fyrir VBS eru: Meira en 15 þúsund íbúar og minna en 45 mínútur sem tekur að fara frá jaðri inn að miðju.

Frá Selfossi til sýslumarka við Sandskeið eru 36 kílómetrar en hins vegar meira en 230 kílómetrar að Skeiðarársandi. Hlutföllin eru 36:230

Hvolsvöllur liggur augljóslega mun meira miðsvæðis, ekki síst eftir að ferðamannaumferð hefur stóraukist á öllu Suðurlandi.

Frá Hvolsvelli til Sandskeiðs eru 75 kílómetrar en 190 að Skeiðarársandi. Hlutföllin 75:190.

Hvolsvöllur liggur þar að auki rétt utan við VGS Reykjavík en Selfoss hins vegar inni á því svæði.  

Það eru aðeins 13 kílómetrar á milli Hellu og Hvolsvallar, álíka langt að fara og milli Mosfellsbæjar og þungamiðju íbúðabyggðar og verslunar og þjónustu í Reykjavík og því eru þessi tvö þorp í raun ein byggðarheild.

Hvergi á landinu er eins þægilegt að vera á flugvél og á Hvolsvelli.

Hægt er að leggja vélinni í aðeins 100 metra fjarlægð frá apóteki, bensínsölu, veitingastöðum og stórri verslun, auk þess sem nokkur hundruð metrum frá í þorpinu eru heilsigæslustöð, lögreglustöð og margskonar verslun og þjónusta auk hótels og bændagistinga.   

  


mbl.is Hvolsvöllur í vel sveit settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

O sei sei. Þetta er góð sveit.
En...kauptúnið Hvolsvöllur byggðist fyrst og frest vegna hins frjósama lands niður eftir öllu, að fjöru, og svo má minna á það, að það var uppskipun á Hallgeirseyjarsandi sem olli því að kaupfélag (Hallgeirseyjar) var stofnað á Hvolsvelli.
Það var lent með nýlenduvöru á sandinum, og þessu þrælað hingað uppeftir.
Enn vaxa breiður af ertum (ORA baunirnar eru ertur, ekki baunir) á sandinum þar sem skipað var upp. Stundum koma göt á poka, og sum fræ ná fótfestu.
Þetta var nú bara svona lítilsháttar innlegg ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.6.2014 kl. 13:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helling sá og Hvolsvelling,
í hárri mosku biðja,
Hvolsvöllur er þarfaþing,
þar er alheimsmiðja.

Þorsteinn Briem, 19.6.2014 kl. 15:34

3 identicon

Sammála Steini Briem og sammála þér Ómar -

en ég hef í mörg ár keyrt gamlan frænda mannsins míns - sem heitir Björgvin Árni Óskarsson og er vistmaður á elliheimilinu á Lundi á Hellu - en sá maður er uppfullur fróðleik um veðráttu og vinda í Hvolsvelli - og í margra rás búinn að mæla fyrir því að alþjóðlegur flugvöllur verði settur á flatirnar við Stórólfsvelli en kumpánarnir talið hann ruglaðann með öllu - Mæli með því að á hann sé hlustað og punktað niður hann viska um svæðið - Viskubrunnar eins og þú Ómar og hann, ættuð að geta rætt um möguleika til framtíðar á forsendum vitneskjunnar úr fortíðinni - og komið þeim upplýsingum í nauðsynlegan farveg fyrir komandi kynslóðir að rýna í - Hef ekki annað en gott um Hvolsvöll og nágrenni að segja - er samt ekki og verð ekki Rángæingur :) En ferðamálafræðingur er ég og vil að eitthvað sé gert til að færa fólkið og dreifa því betur um byggðir þessa lands :)

Megið þið eiga góðan dag -

Sæunn, Lágafelli

Sæunn Þóra Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 11:47

4 identicon

úbs Björgvin Árni er Ólafsson - frá Álftarhóli í A-Landeyjum - Lífs kúnster og sögumaður!

Sæunn Þóra Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2014 kl. 14:19

5 identicon

Talandi um flugvallarstæði, þá eru Stórólfsvellir að mestu inni í vindstreng af Rangárvöllum. Svo og Móeiðarhvollinn mest allur, og u.þ.b.  þriðjungur af Vestri-Garðsauka.
Strengurinn þarf ekki að endilega að skemma svo fyrir lendingarskilyrðum, - hann er nokkuð stöðugur.
Við Björgvin höfum spjallað um þetta, og ekki bar mikið í milli. Að mínu mati væri lítið mál að setja upp alþjóðavöll annað hvort á Affallsaurunum eða uppi á Rangárvöllum. Á sínum tíma keyptu t.d. ævintýramenn jörðina Ketilhúsahaga með þá von að þar yrði valið flugvallarstæði.
Bestu kveðjur til Björgvins Sæunn ;)
Og Steini:

Engan sá ég Rangæing
Í neinni mosku bukta
Þeir taka heldur vitleysing
i bóndabeygju og tukta

til

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband