Enginn árangur í 55 ár.

Á þessu ári verða 55 ár liðin síðan hinum spillta einræðisherra Batista á Kúbu var steypt af stóli.

Bandaríkjamenn voru í fyrstu fegnir að hafa losnað við þennan gerspillta skjóstæðing en urðu fljótlega fyrir djúpum vonbrigðum með Fidel Castro, sem hafið steypt Batista af stóli, vegna þess að hann var ekki tilbúinn til að leyfa Könunum viðhalda stöðu sinni á eynni og var með of róttækar hugmyndir.

Sett var á viðskiptabann og allt gert, sem hugsanlegt var, til að steypa Castro af stóli.

Líklega hefur engum manni verið brugguð jafn mörg banaráð og honum en án árangurs.

Karlinn hefur ráðið lögum og lofum á Kúbu og var meira að segja skráður aðalritari kommúnistaflokksins allt til ársins 2011.

Þá höfðu 11 Bandaríkjaforsetar komið og farið í embætti og fyrir löngu útséð um að viðskiptabannið og aðrar hömlur á samskiptum Bandaríkjamanna við Kúbu bæru nokkurn árangur annan en hann að skaða alla aðila, sem það snerti. 

Fimm af þessum ellefu Bandaríkjaforsetum eru látnir en Castro lifir enn.  

Þótt afstaða Kananna gagnvart viðskiptabanninu sé að linast, er ólíklegt að því verði aflétt meðan Castro er á lífi.  Svo mjög er tilvist þessa ódrepandi andstæðings þeim mikill þyrnir í augum.   


mbl.is Vilja bætt samskipti við Kúbu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirsögn í New York Times á fimmtíu ára afmæli byltingarinnar náði ástandinu á Kúbu ágætlega: Fifty years later, Cubans still are fleeing the revolution

Ástæðan fyrir því að það er pólitískt erfitt að breyta miklu í USA er að Flórída er gríðarlega mikilvægt ríki með marga kjörmenn og landflótta Kúbumenn, sem eru þar gríðarlega fjölmennir, vilja ekkert heitar en að losna við Castro clanið og kommúnistaflokkinn frá völdum. Og þar við situr.


Eyjólfur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband