21.6.2014 | 09:01
Happafengur fyrir Íslendinga.
Viðtöl við landsliðsþjálfarinn okkar í knattspyrnu, Lars Lagerback, eru ævinlega gefandi og upplýsandi.
Við Íslendingar höfum oft átt þeirri gæfu að fagna að góðir útlendingar hafi lagt okkur lið allt frá því er Rasmus Kristján Rask gerðist forgöngumaður um það að bjarga íslenskri tungu frá glötun og hefja uppbyggingu málsins okkar.
Áhrifamiklir og öflugir Danir voru í hópi þeirra sem stærstan þátt áttu í baráttunni fyrir því að við fengum handritin heim.
Meira að segja EFTA-dómstólinn lagði til röksemd fyrir úrskurði sínum í fyrra, sem Íslendingum sjálfum hafði ekki hugkvæmst að halda fram.
Lars Lagerback er slíkur happafengur fyrir okkur.
Fótbolti er gerviviðburður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Omar, eftirnafnð er Lagerbäck!
Jón (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 09:21
Jón,fornafnið er Ómar......alls ekki Omar!
Jonni (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 12:51
hver var þessi röksemd eftadómsins?
m (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.