Fimm milljarðar í tekjur og löggan græðir.

Það var ánægjuleg metúskrift frá Háskóla Íslands í dag með á þriðja þúsund útskrifuðum kandídötum fyrir troðfullri Laugardalshöll.

Meðal þeirra var Ómar Þór Óskarsson ( og Ninnu) dóttursonur okkar Helgu.  

Kristín Ingólfsdóttir rektor upplýsti um það að skólinn aflaði að lágmarki fimm milljarða króna á ári hverju í formi erlendra styrkja og verkefna.

Einnig að það að skólinn hefur komist í tölu 300 bestu háskóla heims væri árangur sem væri hlutfallslega á við það sem 26 milljóna manna þjóð gæti vænst.  

Lögreglan í Reykjavík mun græða vel á samkomuhaldi í Laugardalnum í dag, því að vegna hins mikla fjölmennis í Laugardalshöllunni í tvígang auk útitónleika rétt hjá og annarra viðburða var svo mikill mannfjöldi í dalnum að bílastæðin þraut og höfðu lögreglumenn í nógu að snúast við að ljósmynda bíla til að geta sektað eigendur þeirra.   


mbl.is Skilgreinum hvar styrkurinn liggur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögreglan í Reykjavík mun sekta vel á samkomuhaldi í Laugardalnum í dag, en fær ekki krónu af því fé. Sektir renna í ríkissjóð og framlög til löggæslu miðast ekki við dugnað embættanna við sektanir.

Einfaldir höfðatöluútreikningar, sem Íslendingar virðast miða allt við, eiga ekki við þegar gæði háskóla eru metin. Gæði skólans eru þau sömu hvort sem íbúar eru 300 þúsund eða 300 milljónir. Að vera í 275. sæti þætti ekki neitt til að monta sig af í öðrum greinum og segir okkur bara að við séum að rembast við að reka lélega háskóla.  

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 18:28

2 identicon

Rétt Hábeinn. Per capita á ekki við í þessu dæmi. Ekki frekar en þegar sagt er að Ísland hafi fært miklar fórnir í WW2, per capita, nota bene. 

Eitt mannslíf hjá 300 þúsund manna þjóð hefur ekki sama gildi og 1000 mannslíf hjá 300 milljóna manna þjóð. Gæta þess að statistics verði ekki að lýgi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.6.2014 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband