Hin endanlega og fullkomna tækni.

Það lítur vel út á pappírnum að hafa enga glugga á flugvélum, skoða allt umhverfi hennar á tölvuskjám og getað stjórnað þeim hvaðan sem er innan úr flugvélinni.

Þegar notkun á flóknum tölvukerfum, vökvakerfum, "fly-by-wire" tækni er komin á það stig má gamli Murphy fara að vara sig með sitt "úrelta" lögmál.

Það verður spennandi að fljúga í slíkum flugvélum og toppurinn á öllu að heyra dásemdum tækninnar lýst með róbótsrödd í hátalarakerfi hennar: 

"Þessi þota er búin fullkomnustu og altækustu tækni sem völ er á, betri en nokkur önnur önnur þota í heimi.  Í henni er ekkert sem getur bilað....urg...urg...ekkert sem getur bilað....urg....urg...ekkert sem getur....urg....urg....ekkert sem ....urg....urg....ekkert.....urg....urg.....urg......urg."


mbl.is Gluggalausar flugvélar framtíðin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flugfreyjurnar voru segulbandstæki þegar ég flaug frá New York til Harrisburg í Pennsylvaniu og New Bedford í Massachusetts.

Þorsteinn Briem, 10.7.2014 kl. 00:14

2 identicon

Mér fannst mest hrífandi að fljúga IFR í niðamyrkri. Gluggar komu að engu gagni, tækin voru allsráðandi.

Okay, við flugtak og lendingu hinsvegar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.7.2014 kl. 00:15

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það góða við þessa tækni er að flugstjórnarklefinn þarf ekki að vera einhvers staðar í flugvélinni. Hann getur alveg eins verið á jörðu niðri, og er enginn munur þar á.

Þróunin verður sú að flugmenn verða með öllu óþarfir í stærri flugvélum, og í þeirra stað koma tölvuforrit sem einnig munu stjórna flugumferðinni.

Í stað flugreyja verða færibönd sem flytja samlokur og drykki til farþega.

Farþegaklefinn verður að sjálfsögðu gluggalaus, en hægt að fylgjast með útsýninu á tölvuskjám.

Verkföll flugmanna, flugreyja og flugumferðastjóra munu heyra sögunni til. en hætt er við að verkföll flugtölvunarfræðinga komi í staðinn.

Ágúst H Bjarnason, 10.7.2014 kl. 06:50

5 identicon

Þetta er sú alvitlausasta hugmynd sem ég hef heyrt lengi. Sennilega sú alfáránlegasta í allri sögu flugsins.

Þegar tæknin bilar í flugvélum, þá er það einmitt glugginn í flugstjórnarklefanum sem gerir flugmönnunum kleift að lenda vélinni.

Í bókinni "Black Box" eftir Nicholas Faith er því einmitt lýst hvernig Airbus-þotur hröpuðu hvað eftir annað á síðustu öld, því að þær voru svo fullkomnar, að þær áttu að geta flogið sjálfar, en í raun gerðu flugtölvurnar mistök og tóku síðan völdin af flugmönnunum, svo að fleiri hundruð manns fórust í hvert skipti.

Ég lýsi því yfir, að ég muni aldrei fljúga með vél þar sem er öryggið er háð því að það komi ekki allt í einu blár skjár í stað útsýnis. Ég vildi frekar ferðast með fullri vél af vopnuðum flugræningjum, það væri öruggara. Og sem farþegi vil ég geta séð út, annars mun ég finnast vera grafinn lifandi.

Þetta hér lízt mér mikið betur á þessa hugynd frá Virgin Atlantic hér, þar sem útsýni farþeganna eykst til muna með því að setja þykk og sterk gler í gólf vélarinnar:

http://karaul.ru/interes/8245-prozrachnyy-pol-v-samolete.html

Textinn á ensku með myndunum er þessi:

"The airline Virgin Atlantic announced the upgrading of the aircraft Airbus A320, it will clear the floor in the aisle passenger seats. Passengers will be able to enjoy views of the earth and clouds through the floor. Engineers had to work hard, they moved all the technical communication equipment, that would otherwise block the view. The "window" is made of durable aircraft-grade glass." 

Прозрачный пол в самолете

Прозрачный пол в самолете 

Pétur D. (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 11:24

6 identicon

Se svona medal godan hackara a godum launum hja hrydjuverkasamtokum vid ad krakka endalaust kerfi velanna, a sama hatt og stjornklefinn er save ta er lika velin farin i jordina ef einhvad bilar i rafkerfi flugvelar med enga glugga.

Byst reyndar vid ad tad mætti valda skammhlaupi i rafkerfi a flugvel med ad tengja haspenntan minispennir i heyrnatolapluggid i sætinu a velunum.

Nahh eigum vid ekki bara ad halda gluggunum 

Arnthor H (IP-tala skráð) 15.7.2014 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband