10.7.2014 | 19:53
Kaldastríðs meðferð á vinum.
Það þótti eðlilegt á tímum Kalda stríðsins að Rússar njósnuðu um Bandaríkjamenn og öfugt. Og hluti af stríðinu að njósnurum væri vísað úr landi sitt á hvað.
Hins vegar getur það varla verið eðlilegt hvernig bandaríska leyniþjónustan hagar sér gagnvart helstu vina- og bandalagsþjóðum sínum, að ekki sé talað um njósnir um leiðtoga þeirra.
Hegðun af þessu tagi er sjúkleg og komin út fyrir allt velsæmi.
Viðbrögð Bandaríkjaforseta hafa verið linkuleg og valdið vonbrigðum.
Hann á geta haft stjórn á undirmönnum sínum og þjónum og sagt um það hið sama og var kjörorð hans í forsetakosningunum 2008: "Yes, we can", "Já, við getum það!"
Bandarískur njósnari rekinn frá Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Núverandi Bandaríkjaforseti er sennilega sá lélegasti sem sú frábæra þjóð hefur valið sér.
Þeir sem fylgjast með málum vestra hafa séð hvern skandalinn á fætur öðrum skjóta upp kollinum. Góðar líkur eru á að forsetinn hafi sigað skattayfirvöldum á pólitíska andstæðinga sína. Það er ekki í fyrsta skipti sem slíkt er gert þar vestra :-(
Helgi (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 07:02
Hægt að taka undir þetta en samt: "Fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar í bandaríska sendiráðinu í Berlín hefur verið beðinn um að yfirgefa landið..." Hvað halda Þjóðverjar að fulltrúi bandarísku leyniþjónustunnar hafi verið að gera ef ekki að njósna? Er ekki nóg að lesa starfsheitið í tja. þýsku símaskránni?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 08:43
Það njósna allir um alla eftir því sem þeir hafa getu til. Það eru örugglega fleiri en Rússar og Kínverjar sem njósna um Bandaríkin svo dæmi sé tekið.
ls.
ls (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.