Allir ferðamennirnir þurfa að halda að þeir hafi bara verið óheppnir.

Kannski verður þetta sumar likt sumrinu í fyrra og þar með ósköp líkt tugum sumra á fyrri áratugum, sem við erum búin að gleyma, því að flest sumrin eftir aldamótin síðustu voru afbrigðilega góð, einkum þau síðustu fyrir 2013.

Við Íslendingar höldum kannski að erlendu ferðamennirnir, sem hingað koma og lenda i rigningunni, af því að þeir voru fyrirfram búnir að bóka gistingar á ákveðnum dögum í stað þess að reyna sveigja ferðalagið eftir landshlutum, viti í sumarlok að sumarið hafi verið votviðrasamt og rakki landið niður, okkur til tjóns.

En það þarf ekki að vera þannig, því að þeir sjá aðeins veðrið hér í þá viku eða hálfan mánuð sem flestir dvelja hér og hafa þeir auðvitað ekki hugmynd um veðrið allar hinar vikurnar og mánuðina, nema því sé sérstaklega haldið að þeim.

Jafnvel á einstökum blíðviðrissumrum eins og voru 2010-2012 koma rigningarkaflar í öllum landshlutum.

Þeir ferðamenn, sem lentu í þeim, voru óheppnir og vissu það.

Þeir, sem lenda í svipuðu núna, taka því vafalaust á sama hátt sem óheppni nema hamast sé við að halda að þeim upplýsingum um úrkomu og vinda allt sumarið fram á haust.   


mbl.is Það er vott en mun það versna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flestir þessara ferðamanna eru líklega frá löndum í tempraða beltinu þar sem geta komið miklar rigningarskorpur á sumrin ekki síður en hér. Nýlega var mikið óþurrkasumar í Bretlandi og fyrir nokkrum árum voru mikil sumarflóð í mið Evrópu og mið Bandaríkjunum. Fólk frá þessum löndum ætti að vita að veðráttan er breytileg í þessum löndum. Það sama á við um Ísland. En mikil flón eru þeir ferðamenn sem reyna ekki að afla sér einhverra upplýsinga um veðráttu í þeim löndum sem þeir eru að fara til en slíkar upplýsngar er víða hægt að fá.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.7.2014 kl. 16:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu er oft kalt í veðri hér á Íslandi, enda þótt sólskin sé á sama tíma, svokallað gluggaveður.

En sumum Íslendingum þykir hitinn óþægilega mikill þegar hann fer rétt yfir 20 stig, mörgum þykir rigningin góð og slagviðrið hressandi.

Eins þykir flestum erlendum ferðamönnum gott að koma hingað á sumrin úr gríðarlegum hita og sterku sólskini á þeirra heimaslóðum.

Margur Mörlandinn er á hinn bóginn lengi að jafna sig á 20 stiga meiri hita erlendis en hér á Íslandi þegar hann fer út fyrir landsteinana á sumrin.

Mun kaldara
er hins vegar á veturna víða erlendis og jafnvel mun meiri snjókoma en hér á Íslandi, til að mynda á meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku.

Þorsteinn Briem, 11.7.2014 kl. 17:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Árið [2012] var sérlega sólríkt bæði suðvestanlands og á Norðurlandi.

Sólskinsstundir mældust 1.587 í Reykjavík á árinu og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri en það var árið 1924.

Það er þrettánda árið í röð þegar sólskinsstundafjöldi er yfir meðallagi áranna 1961-1990.

Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1.415 og hafa aldrei mælst fleiri á einu ári.

Það er nærri 140 stundum meira en áður hefur mest mælst á einu ári á Akureyri."

Tíðarfar árið 2012 - Veðurstofa Íslands


Sólskinsstundirnar voru sem sagt 172 færri á Akureyri en í Reykjavík árið 2012, enda þótt þær hafi verið nærri 140 stundum fleiri en áður hefur mest mælst á einu ári á Akureyri.

Þorsteinn Briem, 11.7.2014 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband