20.7.2014 | 19:56
Þolinmæði er þörf hjá ungum leikmönnum og þjálfara.
Lið Fram í úrvalsdeild glímir nú við falldrauginn einu sinni enn. Liðið byrjaði að vísu á Íslandsmótinu með því að spila ágætan fótbolta og hafði áður staðið sig vel í Reykjavíkurmótinu.
En leikmennirnir eru flestir ungir og skortir reynslu. Falldraugurinn er ekki það eina sem er sálrænt áreiti heldur líka það að Fram hampaði bikarmeistaratitli í fyrra, öðrum af stóru titlunum í fyrsta sinn í 20 ár.
Það er alltaf erfitt að fylgja slíku eftir og í raun er ósanngjarnt að bera saman bikarkeppnina og Íslandsmótið, því að möguleikarnir á að krækja í bikarinn eru miklu meiri en að hampa Íslandsbikarnum, svo miklu færri er leikirnir í bikarkeppninni.
Jafn ungt lið og Framliðið er verður að sýna liðinu og ungum þjálfara þess þolinmæði.
Leikmenn þurfa tíma til að öðlast keppnisreynslu og rétt hugarfar, - kunna að taka mótlæti og vinna úr því.
Það er ekki raunhæft að búast við árangri fyrr en í þriðja Íslandsmóti liðsins.
Framarar á botninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.