30.7.2014 | 18:35
Bara eitt dæmi af mörgum.
Ósjálfbærar veiðar á hrynjandi lundastofni eru fjarri því að vera einsdæmi hér á landi. Á harðindaöldum Íslandssögunnar átti fólk ekki annars kost en að stunda rányrkju á ýmsum sviðum þegar lífsbaráttan snerist um það að lifa af næstu daga eða vikur. ´
Sá tími er hins vegar löngu liðinn, sem betur fer, en því miður lifir rányrkjuhugarfarið enn góðu lífi.
Fyrir 20 árum fjallaði ég í fréttum og sýndi myndir af stórri bújörð í útjaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem stunduð var skefjalaus ofbeit hrossa.
Í vor kom ég aftur á þetta svæði og sá, að það er enn verr útleikið nú en það var fyrir 20 árum.
Rányrkja á borð við þessa hroðalegu meðferð á landi er ekki aðeins siðlaus og oft á kostnað komandi kynslóða, heldur er hún beinlínis skaðleg og heimskuleg fyrir núlifandi fólk, því að nauðbeitt land, sem er orðið flakandi sár, gefur aðeins brot af sér miðað við land, sem vel er farið með.
Fyrir 20 árum var það afsökun að Landgræðslan hefði engin úrræði lögum samkvæmt til að grípa í taumana, ólíkt við Hafrannsóknarstofnun, sem getur gripið í taumana vegna brota á fiskveiðilöggjöfinni.
Á þessum 20 árum hafa sjö sinnum verið kjörnir þingmenn án þess að Alþingi hreyfi hönd né fót til umbóta á ónýtri löggjöf.
Siðlausar og ósjálfbærar veiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
21.5.2012:
"Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, segir að beitarhagar fyrir hross séu víða of mikið bitnir.
Ástandið nú sé jafnvel verra en fyrir rúmum tuttugu árum þegar land fór víða illa vegna ofbeitar."
"... vandamálið sé um allt land en Suðurlandið líti þó verst út og hægt sé að sjá tugi jarða sem hafa orðið fyrir ofbeit á milli Hvolsvallar og Selfoss."
Mesta ofbeit í rúmlega tvo áratugi
Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 19:08
"Sauðfé hér á Íslandi fækkaði um 350 þúsund á árunum 1980-2012, síðastliðna rúma þrjá áratugi, úr 828 þúsundum árið 1980, en nautgripum fjölgaði um 11.500, úr 60 þúsundum, og hrossum fjölgaði um 25 þúsund, úr 52 þúsundum, á sama tímabili, samkvæmt Hagstofu Íslands og Matvælastofnun (MAST).
Norðurland vestra er langmesta sauðfjárræktarsvæði landsins og sauðfé þar er 107 þúsund en Suðurland er í öðru sæti með 82 þúsund.
Suðurland er hins vegar langmesta nautgriparæktarsvæði landsins og þar eru 28 þúsund nautgripir.
Á Suðurlandi eru einnig flest hross, um 28 þúsund í fyrra.
Sauðfjárbúum fækkaði hér um þriðjung (33,4%), í 1.961, og kúabúum um helming (51,8%), í 729, á tæplega tveimur áratugum, 1990-2008.
Skýrsla nefndar um landnotkun - Febrúar 2010, bls. 38
Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 19:12
Hrossakaup í utanríkisráðuneytinu:
30.7.2014 (í dag):
Utanríkisráðherra hefur skipað Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, sendiherra í utanríkisþjónustunni frá 1. janúar 2015.
Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 20:27
"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)
J. Smith (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.