31.7.2014 | 08:54
Tregða til að sýna þjónustulund og öðlast viðskiptavild.
Hér í gamla daga þegar stór hluti vega- og gatnakerfisins, jafnvel stærstur hlutinn, var malargötur og malarvegir, þótti það sjálfsagt mál hjá olíufélögunum að bjóða viðskiptavinum sínum upp á aðstöðu til að þvo bíla sína.
Á allra síðustu árum hefur hins vegar komið fram mikil tregða varðandi þetta og þarf sums staðar að leita og fara víða til að finna slíka aðstöðu.
Þótt augljóst sé að slík ókeypis aðstaða færi viðkomandi bensínstöð ekki peninga beint, af því að aðgangur hefur aldrei verið seldur að henni, hlýtur hitt að eiga að vega eitthvað, að það tákn um þjónustulund og jákvætt viðhorf gagnvart viðskiptavinum, sem aðstaða til bílþvottar er, skapar óbeinar tekjur þeirra, sem vilja skipta við fyrirtæki sem býður slíka aðstöðu.
Í allri samkeppni í verslun og þjónustu á að meta viðskiptavild til peninga, þótt það þurfi kannski ekki að vera hluti af stórfelldum blekkingum eins og slíkt mat var orðið í aðdraganda Hrunsins.
Með hreinum ólíkindum má telja að á fjölförnum stað eins og Borgarnesi í héraði, þar sem enn eru margir malarvegir og þar sem tjara sest á bíla að vetrarlagi, skuli það teljast til tíðinda að opnuð sé bílþvottaaðstaða. Gott er að Olís ríður þar á vaðið öðrum til eftirbreytni.
Það getur verið tafsamt fyrir bíleigendur að þurfa að aka fram og til baka um heilu borgarhlutana í Reykjavík til að finna, hvar sé boðið upp á bílþvott, loftdælu, ryksugu eða kaup á olíuvörum.
Síðan er það efni í annan pistil að fjalla um skort á kurteisi og þjónustulund hjá allt of mörgu afgreiðslufólki í verslunum og fyrirtækjum á Íslandi, sem virðist telja það sjálfsagt að það komi fram hve illa það sé launað og hve lítilsvert starf þeirra sé með því að vanrækja höfuðatriði slíkra starfa, atriði sem maður sér svo vel, til dæmis í Bandaríkjunum, að er almennt metið mikils.
Geta nú þvegið bílinn í Borgarnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)
J. Smith (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 14:03
Sjálfsagt er að benda á það sem ekki er í lagi en einnig það sem vel er gert.
Gjaldkeri hjá Tollstjóranum í Reykjavík hringdi og sagði að ég hefði týnt hjá henni fjögur þúsund krónum.
Og á heimleiðinni í gær fann undirritaður á gangstétt seðlaveski sem ég skilaði til eigandans á Ægisíðunni.
Þorsteinn Briem, 31.7.2014 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.