Undraefnin koltrefjar og plast.

Það gefur auga leið, að fyrst æ stærri hluti nýjustu og stærstu farþegaþotna eru úr koltrefjaefnum og þau efni ryðji sér líka til rúms í bílum, séu möguleikar á að nota þau á fleiri sviðum. 

Efnin rygða ekki né tærast og ekki er sama hætta á að þau láti á sjá vegna titrings eða hreyfingar eins og getur átt sér stað um málma á borð við ál. 

Þarnar er greinilega framleiðsla, sem þarf að gefa auknar gætur og skoða niður í kjölinn eðli hennar, kosti og galla.  


mbl.is Smíða burðarþolsmiklar en léttar brýr úr plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.4.2014:

Framleiðsla á koltrefjum í bígerð - Smellpassar við Sauðárkrók segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi iðnaðarráðherra


6.4.2014:


svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar þingmanns Samfylkingarinnar segir að horfur séu á miklum vexti í framleiðslu bifreiðahluta úr koltrefjum á næstu árum og einnig framleiðslu vindmylluspaða."

Þessi aukna eftirspurn skapar Íslandi tækifæri á þessu sviði og er áhugaverð framleiðsla fyrir okkur Íslendinga, þar sem hver verksmiðja notar einungis 15-20 megavött af raforku, segir í svarinu.

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.


Koltrefjar framleiddar hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 07:14

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Koltrefjar eru byggingarefni í iðnaði og þær hafa verið notaðar í til dæmis flugvélar, bíla, hús, brýr, reiðhjól, skíði og gervilimi Össurar hf.

"Vinsældir koltrefja fara sívaxandi, meðal annars vegna léttleika þeirra og styrks, en þær geta komið í stað málma eins og áls og stáls."

"Flugvélaiðnaðurinn nýtir þetta efni í vaxandi mæli og ný kynslóð af farþegaþotum, svo sem Boeing 787 Dreamliner og Airbus 350, eru smíðaðar að verulegu leyti úr koltrefjum sem styrkingarefni.

Koltrefjar stuðla því að minni orkunotkun vegna léttleika, auk þess sem umhverfisáhrif við framleiðslu eru takmörkuð."

"Koltrefjar hafa alla eftirsóknarverðustu eiginleika stáls og auk þess er þyngd þeirra í lágmarki.

Með koltrefjum er myndað frumlegt "öryggisbúr" í bílum og þær eru mikið notaðar í Formúlunni."

Koltrefjar


Framleiðsla á ódýrum basalttrefjum getur orðið stór iðngrein hérlendis - Hátæknisetur Íslands á Sauðárkróki

Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 07:25

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flugvélaframleiðendur keppast við að minnka þyngd flugvélanna til að spara eldsneyti.

Koltrefjar léttari en ál og sterkari en stál


"Fyrirtækið Teijin Limited hefur þróað nýja framleiðsluaðferð á koltrefjum, sem gerir framleiðsluferlið styttra og hagkvæmara."

2.4.2014:

Leysa koltrefjar stálið af hólmi? - Reiknað með 70% verðlækkun á koltrefjum á næstu árum

Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 07:46

4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Nýjasta undraefnið er grafín. Það leiðir betur en kopar, er sterkara en stál, er létt og auðvelt í framleiðslu, (þetta er kolefni, í raun sama efnið og er í blíöntum, nema unnið á sérstakan hátt).

Enn eru engar vörur komnar á markað sem innihalda þetta, en stórfyrirtækin hrúga inn einkaleyfum.

Sjá umfjöllun í Lifandi Vísindum, ágúst heftinu.

Sjá t.d.: http://www.bbc.com/news/science-environment-27113732

Sveinn R. Pálsson, 3.8.2014 kl. 12:36

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er auðvitað til margar gerðir af plasti en það hefur sinn líftíma eins og annað. Þó plast tærist ekki þá breytast eiginleikar þess með tímanum. T.d. öryggishjálmar úr plasti, þeir endast ekki nema 4-5 ár

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.8.2014 kl. 16:58

6 identicon

Setjum flúor í plastið,úr reyðarfjarðarflóruni flúorkrækiber, flúorbláber,flúorlambasteik,flúorfjallagrös.flúorþorskur.Gunnar Th notið þið gasgrímur dagsdaglega eða bara í logni?Nægur flúor á Reyðarfirði,hef heyrt að ekki sé óhætt að nýta hey lengur þarna er það satt?hvað þá ber kjöt ofl

Mixari (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 17:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Trefjaplast er samsett efni úr plastefni (fjölliður) sem er styrkt með trefjum.

Trefjarnar eru yfirleitt glertrefjar, aramíð eða koltrefjar og fjölliðurnar yfirleitt epoxý, vínýlesterar eða hitafast plast.

Trefjaplast er algengt byggingarefni í flugvélum, bifreiðum og bátum."

Trefjaplast

Þorsteinn Briem, 3.8.2014 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband