"Júlísveinn" Sumargleðinnar fær uppreisn æru. "

Ein af óteljandi hugmyndum, sem kviknuðu í Sumargleðinni sálugu var að jólasveinn í fullum skrúða kæmi fram á skemmtuninni, færi út í sal og gæfi krökkunum nammi. 

Var ákveðið að sveinki væri kallaður "júlísveinn" en að hann hefði sérstakt nafn á hverjum stað.

Þetta var fyrsta sumarið sem Magnús Ólafsson var með Sumargleðinni og var hann skikkaður í hlutverkið.

Ragnar Bjarnason hafði séð Magnús fara á kostum í titilhlutverkinu í leikritinu Þorláki þreytta og því varð að ráði að ráða hann í Sumargleðina. 

En hvað átti Magnús að gera? "Komdu bara fram sem Þorlákur þreytti" sagði Ragnar.

"En hvað á ég að segja og gera?" spurði Magnús. 

"Vertu bara þreyttur" svaraði Ragnar.

Þetta mistókst alveg fyrstu helgina og þá datt mér í hug að Magnús léki jólasvein.

"Og hvað á ég að segja og gera?" spurði Magnús.

"Farðu út í salinn og segðu bara eitthvað og gefði krökkunum eitthvert nammi" var svarið.

Magnús gerði þetta á næstu skemmtun á Sauðárkróki og kvaðst aðspurður vera tvíburi Ketkróks og heita Sauðárkrókur.

Þetta féll í góðan jarðveg, en á næstu skemmtunum mislukkaðist atriðið herfilega.

Fólk keypti það greinilega ekki að jólasveinn væri á ferli í júlí, jafnvel þótt hann kvæðist vera júlísveinn.

Nú er svo að heyra að jólasveinar hafi slegið í gegn á Mýraboltanum.

34 árum eftir að júlísveinn Sumargleðinnar bergði bikar algerrar niðurlægingar hefur hann nú fengið uppreisn æru og var tími til kominn.

Loksins kemur í ljós að þetta var góð hugmynd.  

 

 


mbl.is Jólasveinar kepptu í mýrarbolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já einmitt, ég kom líka af stað Páskasveinum þegar ég hafði umsjón með skíðavikunni, þeir voru í gulum og grænum búningum, og það var bara rosa gaman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 23:06

2 identicon

Hugmynd sem sett er fram á röngum tíma og floppar er ekki góð hugmynd. Það er til dæmis vond hugmynd að ætla sér að skauta yfir tjörnina á morgun þó á einhverjum öðrum tíma gæti það gengið. Eða eins og enskumælandi segja: "Timing is everything".

Davíð12 (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 00:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fiat 500 þótti svo púkó bíll 1972 að hönnuð var ný og köntuð yfirbygging á hann og nafninu breytt í Fiat 126.

Í dag selst 500 á þrisvar sinnum hærra verði en jafngamall og álíka góður 126.

126 þykir nefnilega hræðilega púkó en 500 var valinn af Top Gear sem "the sexiest car in the world" og nýr og stærri 500 með útliti hins gamla þykir æðislega töff og selst gríðarlega, bara út á útlitið.

Ómar Ragnarsson, 4.8.2014 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband