3.8.2014 | 23:48
Villuljós hernaðarsigurvissunnar.
Á aldarafmæli yfirlýsingar um stríð milli Bretlands og Þýskalands er hollt að skoða nokkur dæmi um það, þegar menn sáu dýrlega hernaðarsigra í hillingum og ljóma.
Þannig gengur þátttökuþjóðirnar í Heimsstyrjöldinni fyrri út í það stríð, hver um sig viss um dýrlegan sigur á nokkrum mánuðum. Í staðinn fóru í hönd fjögur ár þar sem ungir menn í blóma lífsins voru murkaðir niður milljónum samans í einhverju tilgangslausasta stríði allra tíma.
Sumarið 1940 eyddi Adolf Hitler tveimur vikum í að njóta "dýrlegasta hernaðarsigurs allra tíma" yfir erkifjendunum Frökkum. Áhrifamiklir Bandaríkjamenn töldu óhjákvæmlegt fyrir Breta að leita eftir friðarsamningum við Öxulveldin í ljósi vonlausrar stöðu Breta.
En Churchill stappaði í þá stálinu og þrjóskaðist við.
Þegar Hitler réðst inn í Sovétríkin 22. júní 1941 var svipað uppi á teningnum og í upphafi stríðsins 1914. Herförinni yrði lokið fyrir jól og á næstu mánuðum óðu Þjóðverjar yfir Rauða herinn, framkvæmdu mestu umkringingu hernaðarsögunnar í Úkraínu og Hitler lýsti því yfir að búið væri að eyða óvininum í mestu innrás allra tíma, þar sem stefnt væri að því að ná bæði Leningrad og Moskvu fyrir veturinn.
11. desember 1941 sagði Hitler Bandaríkjunum stríð á hendur, enda var þýski herinn þá við borgarhlið Moskvu, stór hluti opinberra stofnana flúinn úr borginni og helstu iðnaðarhéruð og landbúnaðarhéruð landsins í þýskum höndum. Bandaríkjamenn strax komnir á undanhald undan Japönum og ekki fyrirsjáanlegt að þeir gætu beitt sér að neinu ráði gegn Þjóðverjum fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.
En þá yrði staða þeirra vonlaus.
Aðeins nokkrum dögum síðar hafði staðan gerbreyst þegar Rauði herinn hóf gagnsókn og hrakti þann þýska til baka frá Moskvu, svo að borginni var aldrei ógnað aftur.
Í nóvemberbyrjun 1942 lýsti Hitler því sigurreifur yfir að orrustunni um Stalingrad væri lokið því að borgin væri öll á valdi Þjóðverja að undanteknum örfáum smáblettum.
Daginn eftir réðust Bandamenn inn í Norður-Afríku og hröktu Þjóðverja og Ítali út úr álfunni fyrir vorið og tveimur mánuðum síðar gafst 6. her von Paulusar upp í Stalingrad.
Í Víetnamstríðinu beitti annað risaveldanna yfirburðum í striðstóluma og getu til loftárása gegn skæruliðum. Ekki hvarflaði annað að bandarískum ráðamönnum en að meira sprengjuregn en í Seinni heimssyrjöldinni myndi buga andstæðingana.
En niðurstaða stríðsins varð fyrsti hernaðarósigur Bandaríkjamanna.
Sovétmenn voru sigurvissir þegar þeir sendu her inn í Afganistan 1979 með yfirburði vopna. En niðurstaðan varð alger ósigur og niðurlæging Rauða hersins.
Argentínskir ráðamenn töldu að vegna gríðarlegrar fjarlægðar Falklandseyja frá Bretlandi og nálægðar eyjanna við Argentínu myndi verða auðvelt að halda yfirráðum yfir eyjunum eftir að þær höfðu verið unnar af Bretum.
Annað kom í ljós og ári síðar höfðu argentínsku valdhafarnir hrökklast frá völdum.
Ótal dæmi í hernaðarsögunni sýna að það, sem átti að verða auðveldur sigur með tiltölulega litlu mannfalli varð að stórfelldum harmleik og hörmungum milljóna og tugmilljóna fólks, sem fórnað var á altari ofríkis og valdabrölts.
Missti fimm bræður í stríðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stórfelldir "ósigrar" hafa einnig átt sér stað.
"Flyt heim til Spörtu þá frétt, þú ferðalangur, að trúir lögunum hvílum við hér, hjúpaðir gróandi mold."
"Ὦ ξεῖν᾿, ἀγγέλλειν Λακεδαιμονίοις ὅτι τῇδε κείμεθα τοῖς κείνων ῥήμασι πειθόμενοι."
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 07:14
Villuljósin eru mörg ...
Meðal annars, þá hefur þýska ríkið sem féll ... skapað meiri auð á Vesturlöndum, en menn geta talið. Og styrjaldargeta Bandaríkjana, er byggð á þekkingu þjóðverja í stríði. Styrjöldin fyrri, leidi af sér gríðarlega þekkingu í læknavísindum.
Síðan vill maður oft gera sjálfan sig hetjulegan, að styrjöldinni lokinni. Þegar henni er lokið, þá gleimir maður af hverju styrjöldinn átti sér stað. Hetjudáðir bandamann, hvernig þeir sigruðu Nazista í Þýskalandi yfirgnæfir allt, þangað til að börnin vaxa upp með byssur fyrir leikföng, og aðeins eitt hugarfar "drepa andstæðinginn". Þetta er allt réttlætt, við erum góðir ... þeir eru ljótir. Þeir, myrtu gyðinga. punktur.
Allar umræður umfram þetta mega ekki eiga sér stað. Allar slíkar umræður enda með "Hitler", "myrtu gyðinga". Og þá er allt búið, rökræður í málinu ómögulegar. Bandaríkjamenn eru góðir strákar, björguðu heiminum ... gyðingar eru fórnarlömb. Ef þú skilur ekki þetta, þá er maður asni ... réttdræpur.
Vietnam, náði ekki að breitar þessari skoðun manna. Þrátt fyrir mai lai, myndir af bandraískum hermönnum sem myrtu konur og börn, gamalmenni og óvopnað fólk á götum úti. Skáru af þeim eyrun, og hengdu um hálsin á sér. Ekki einu sinni Indonesía, kókaín og ópíum sala um allan heim. Né heldur stríði í Írak. Afghanistan, þá talar maður um "rússa" ... þeir töpuðu. Ekki orð um NATO, sem flýgur þar yfir á drónum, og fólk sem ferðast um í eyðimörk síns eigin heimalands eru skotnir niður, vopnlausir, af því þeir eru með asna í eftirdragi. írak, börnin fæðast afmynduð ... miljónir manna látið. Landið ennþá í upplausn, þar sem jafnvel hundruðir deyja daglega. Enn þann dag í dag. Þar sem fangar voru, teknir í rassinn af bandaríkjamönnum svo þeir gætu sínt "vald sitt". Lagðir svo í líkhauga, svo hægt væri að taka myndir af þeim og senda heim, til vina og ættingja ... sem "trófí".
Og enn, fæðist ekki hugmynd hjá fólki að bandaríkjamenn er ekki "góðir strákar". Nei, þeir eru sigurvegarar ... og við verðum að styðja þá, og halda með sigurvegurunum. Og drekka af sigurveigunum ... þangað til 2008, þegar allt hrundi. Þá gerðu Íslendingar eins og nazistar, og kenndu fjármálamönnunum um ... þeim sem töpuðu mestu. Af því að sigurveigarnar, voru súrar á bragðið. Íslendingar sluppu við þetta, af því fjármálamennirnir voru ekki gyðingar. Annars hefði illa farið fyrir landanum, ef þeir hefðu kennt fórnarlömbunum um.
Jú, þessum fórnarlömbum sem berja daglega á palestínu mönnum. Palestínu mönnum, sem eru hinir "raunverulegu" afkomendur gyðinga í Israel. Sem setja palestínu menn í búðir, láta þá lifa ósæmandi lífi daglega ... skjóta börninn þeirra, og taka af þeim landið þeirra. Sem ætla að byrja nýtt kjarnorkustríð í mið austurlöndum, af því þessir menn sem koma frá rússlandi, þýskalandi og bandaríkjunum. Telja sig hafa meiri rétt til lands palestínu manna, en palestínu menn sjálfir.
Þetta eru fórnarlömbin, og "góðu strákarnir" ...
Nei, Ómar Ragnarsson ... þú ættir að gera þeir grein fyrir einu. Sun Tzu, Confucius ... til þess að sigra stríð, þarft þú að vera ógeðslegri en andstæðingurinn. Sá sem sigraði stríðið, tókst það af því að hann drap fleiri, myrti fleiri, sprengdi upp fleiri heimili, drap fleiri konur, drap fleiri börn og tók fleiri fanga í afturendann ... heldur en sá sem tapaði.
En Confucius, liftði eftir ritum Sun Tzu og barðist einungis þær orrustur sem hann vissi að hann gat sigrað. Og boðaði þann boðskap, að maður ætti að hugsa um sjálfan sig og ekki heyja stríð. Hann gaf upp öndina, einn og yfirgefinn í eyðimörk ... ger sigraður og eyðilagður, ásamt fylgisveinum sínum.
Stríð er hryllingur, en stríð er ekki háð af einum aðila ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.