Frétt á Íslandi: Engin bjórdós á svæðinu.

Það þykir stórfrétt á Íslandi, að á útisamkomu hafi ekki fundist ein einasta bjórdós á mótssvæðinu eftir að mótinu lauk. 

Hvað hefur eiginlega komið fyrir landann? Sem hendir frá sér sígarettustubbum, karamellubréfum og hverju því smárusli sem vera skal, ef það hentar honum þá stundina? 

Erlendis, meira að segja í Ameríku, þar sem sakamálakvikmyndir gefa þá mynd, að þar sé enn meiri ómenning og sóðaskapur en hér tíðkast, er það reynsla mín af því að koma á stórar hátíðir, þar sem milljónir manna hafa verið á ferð, að ekki sést svo mikið sem karamellulbréf, sígarettustubbur eða bjórdós eftir jafnvel vikulanga hátíð. 

Í Bandaríkjunum, sem margir Íslendingar dýrka sem land hins óhefta og eftirsóknarverða frelsis, mætti ætla að alger lausung og frelsisdýrð ríkti í þessum efnum, en það er nú eitthvað annað.  

Ég spurði einu sinni mótshaldara milljón gesta móts í Bandaríkjunum, hverju þetta sætti, og hann glápti á mig undunaraugum.  

"Hvaðan kemur þú?" spurði hann. 

"Frá Íslandi," svaraði ég.

"Og hvers vegna spyrð þú svona spurningar?"

Nú fann ég að ég var kominn út í horn en reyndi að afsaka mig með því að á Ísland hefði verið numið í öndverðu af mönnum, sem undu ekki ófrelsinu í Noregi og því teldu margir það hluti af sjálsögðu frelsi í mínu landi að henda rusli þar sem þeir væru staddir, ef það hentaði þeim.

"En einhver verður þá að taka ruslið upp, samt sem áður" svaraði Bandaríkjamaðurinn.

"Já, en það er ekki okkar vandamál, heldur mótshaldaranna og opinberra aðlila," útskýrði ég.

"En þegar þú ályktar svona," svaraði Kaninn, "gleymirðu því að þeir sem á endanum hreinsa ruslið upp, eru líka fólk og þeir eiga rétt á því að njóta frelsis án þess að vera skikkaðir til þess að hreinsa upp eftir aðra. Og það er klár sósíalismi að velta afleiðingunum af tillitslausum gerðum einstaklinga yfir á aðra og taka það með sköttum af þeim, sem ekki báru ábyrgð á þessum siðlausu gerðum.  

Er ekki kennt í skólunum ykkar að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar?"

"Það hef ég aldrei heyrt fyrr" svaraði ég. "Þú ætlar þó ekki að segja mér að slíkt sé kennt hér í skólunum hjá ykkur"?

"Jú," svaraði hann. "Að minnsta kosti hér í Wiscounsin-ríki. Þann dag sem fólk myndi byrja að henda rusli frá sér hér, myndi þessi vinsæla milljón manna hátíð verða lögð niður."  


mbl.is „Ekki ein bjórdós á svæðinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn ágæti hér var bara verið að tala um bjórdósir, hvað með sigarettustubba, karamellubréf og zetra? Vonandi hafa mótsgestir ekki skilið eftir sig neitt rusl, vegna þess að þegar við erum edrú þá erum við á vaktinni. En samt.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2014 kl. 15:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Kirkjulækjarkoti dós,
kannast enginn þar við,
en Kölski hann þar kom í ljós,
kvöld eitt þar við fjósið.

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 19:04

3 identicon

Ég hef farið og verið á Kotmóti í ca. 50 skifti. Þetta kotmót var sennilega það mót sem hvað minnst rusl lá eftir gesti mótsins. Vissulega var rusl sem lá þar sem það átti ekki að vera, en það var í svo litlu magni aðð varla er hægt að tala um það. 1500 gestir kotmóts eiga þakkir skyldar fyrir góða umgengni.

Trausti R. Einarsson (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband