Furðuleg "smáatriði" sem vefjast fyrir framleiðendum - 1.

Ég hef stundum verið að velta vöngum yfir því hve það vefst mjög fyrir framleiðendum á einföldum vörum að komast hjá tiltölulega litlum atriðum, sem eru óþörf í sjálfu sér, en lífa þó góðu lífi áratugum saman. 

Nokkur lítil dæmi:

Eitt af stærstu risafyrirtækjum heims með tugþúsundir starfsmanna og þúsunda milljarða króna árlega veltu lætur hanna ferðaútvarpstæki þannig, að on-off hnappurinn falli vel inn í útlit tækisins með því að vera neðst í öðru horni þess.

Lítur vel út í laglega hönnuðu tæki, en er á þannig stað á tækinu, að ekki þarf nema smá snertingu til þess að kveikja óvart á því.

Ef hávaðatakkinn er hátt stilltur og tækið kannski niðri í plastpoka eða skjóðu, tekur tækið kannski allt í einu upp á því að útvarpa miklum hávaða yfir alla nærstadda allan þann tíma, sem tekur eigandann, að leggja allt frá sér, kafa niður í skjóðuna, finna tækið og slökkva á því.

Ef hávaðatakkinn er stilltur á þögn, fer tækið allt í einu í gang án þess að eigandinn verði þess var.

Segjum að hann sé að fara í langa göngu eða ferðalag, uppgötvar hann ekki fyrr en hann þarf á tækinu að halda, að það er orðið rafmagnslaust.  

Svona ferðaútvarpstæki getur verið mikið öryggisatriði ef eigandi þess er á ferð um afskekkt svæði.

Þess bagalegra er ef það er orðið rafmagnslaust og gleymst hefur að taka með sér auka rafhlöður.

Að sjálfsögðuð ætti það að vera skilyrði í hönnun svona tækja, að ræsitakkinn sé þannig innfelldur innarlega í tækinu, að það fari helst ekki í gang nema þegar ætlunin er að kveikja á því.

Og það hlýtur að vera hægt að hanna þetta þannig, að það líti vel út í stað þess að vera að elta einhverjar útlitstiktúrur hönnuða sem hugsa aðeins um útlit tækisins en ekki um notkun þess.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engan fann á Hönnu hnapp,
í hálfan annan tíma,
í titringi þar stóð það stapp,
stöðugt hringdi síma.

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 00:45

2 identicon

Hönnuð Birnan hrósar happi

í ráðaneyti er engin tappi.

Við Reynir Trausta á í stappi

x (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 21:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar erum ekki Skandinavar, enda þótt Ísland sé eitt af Norðurlöndunum.

Og landnámsmennirnir hér á Íslandi komu frá Skandinavíu, Skotlandi og Írlandi.

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband