Gleymda árásin

Á þessum tíma árs er það fastur liður í fréttum að minnast árásanna á Hiroshima og Nagasaki.  En það voru gerðar fleiri stórárásir en þessar.

Í júlí 1943 var gerð loftáras á Hamborg sem drap fleira fólk en í kjarnorkuárásinni í Nagasaki eða rúmlega 40.000 manns.  

Sé full ástæða til að minnast árásanna á Hiroshima og Nagasaki er ekki síður ástæða til að minnast hinnar gleymdu árásar á Hamborg.


mbl.is Minnast hryllingsins í Hiroshima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður, þá eru þjóðverjar málaðir sem andskotar á vegginn, sem er svo notað til að réttlæta ýmsan óhugnað sem var framinn á þeim.  En það var ekki bara hamburg, heldur voru fleir borgir bæði í Þýskalandi og Japan.  Sem voru undir sprengjuárásum eldsprengja ... og mannfallið af þeim, er allt frá 30-70%.  Til dæmis Dresden, en þar létust tvöfalt fleiri almennir borgarar, en það sem bretar þjáðust af í öllu stríðinu.

Bandaríkjamenn, gerðu almenna borgara að skotmorkum sínum ...

9 Mars, 1945.

On this day, U.S. warplanes launch a new bombing offensive against Japan, dropping 2,000 tons of incendiary bombs on Tokyo over the course of the next 48 hours. Almost 16 square miles in and around the Japanese capital were incinerated, and between 80,000 and 130,000 Japanese civilians were killed in the worst single firestorm in recorded history.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 17:39

2 identicon

Og Dresden Ómar, Dresden. 1944/1945 25.000 fórnarlömb. Stríðinu að verða lokið, Þýskaland að gefast upp, íbúarnir nær eingöngu gamalmenni, konur og börn.

Stríðsglæpur Bandamanna, ekki síst Winston Churchill's.

600.000 manns munu hafa verið drepin i loftárásum Bandamann á Þýskaland, þar af 80.000 börn. 80.000.

Samsvarar öllum einstaklingum sem ekki höfðu náð 18 ára aldri á Íslandi árið 2005. Öllum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 18:13

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Margir telja loftárásirnar á Dresden í lok stríðsins eitt mesta níðingsverk seinni heimsstyrjaldarinnar. Dresden hafði enga hernaðarlega þýðingu og Þýskaland var í raun komið á hnén í feb. 1945.

Enn er deilt um hversu margir féllu þessa febrúarnótt og nefndar eru tölur frá 35 þús. til 135 þús. manns, sumir segja mun fleiri.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.8.2014 kl. 18:15

4 identicon

"Berlin gave me the blues. We have destroyed what could have been a good race, and we are about to replace them with Mongolian savages. And all Europe will be communist. It's said that for the first week after they took it (Berlin), all women who ran were shot and those who did not were raped. I could have taken it (instead of the Soviets) had I been allowed." - Patton

Maður getur enn, séð kúlnagötinn á veggjum Berlínar ... sem ber merki um þau hroðaverk sem Rauði herinn framkvæmdu á þjóðverjum.  En allt þetta skiptir engu máli í augum fólks, því þetta voru hinir ljótu þjóðverjar.

The death toll attributable to the flight and expulsions is disputed, with estimates ranging from at least 500,000 confirmed deaths up to a demographic estimate from the 1950s of 2.2 million. More recent estimates by some German historians put the total at 473,000 attested deaths: they maintain the unconfirmed reports of 1.9 million missing persons are unreliable. The German Historical Museum puts the figure at 600,000 victims: they maintain that the figure of 2 million deaths in the previous government studies cannot be supported. However, the position of the German government, the German Federal Agency for Civic Education and the German Red Cross is that the death toll in the expulsions was between 2.0 and 2.5 million civilians.

The displacements occurred in three somewhat overlapping phases, the first of which was the spontaneous flight and evacuation of Germans in the face of the advancing Red Army, from mid-1944 to early 1945.[1] The second phase was the disorganized expulsion of Germans immediately following the Wehrmacht's defeat.[1] The third phase was a more organized expulsion following the Allied leaders' Potsdam Agreement,[1] which redefined the Central European borders and approved orderly and humane expulsions of Germans from Poland, Czechoslovakia and Hungary.[2] Many German civilians were also sent to internment and labor camps.[3] The major expulsions were complete in 1950.[1] Estimates for the total number persons of German ancestry still living in Central and Eastern Europe in 1950 range from 700,000 to 2.7 million.

En þetta er einungis hversu margir létust við þá "hreinsun" sem gerð var á þýskum borgurum í lok styrjaldarinnar. Hér er ekki talið þá sem drepnir voru af Rússum og Bandamönnum eftir stríð.  En við höfum einhverjar tölur um þá sem létust af völdum bandamanna.

Other Losses is a 1989 book by Canadian writer James Bacque, in which Bacque alleges that U.S. General Dwight Eisenhower intentionally caused the deaths by starvation or exposure of around a million German prisoners of war held in Western internment camps briefly after the Second World War... Colonel Ernest F. Fisher, who was involved in the 1945 investigations into the allegations of misconduct by U.S. troops in Germany and who wrote the book's foreword, argue that the claims are accurate.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 18:18

5 identicon

Gunnar, Dresden er ekkert í samanburði við það níðingsverk sem bandamenn frömdu á þjóðverjum eftir stríðið.  Stríðinu var lokið og miljónir manna dóu af vosbúð og svelti.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 18:24

6 identicon

Hvað fórust margir í Dresden 13. - 15. febr. 1945, voru það yfir 100.þús. eða "bara" 25.þús?

25. febr. gerðu bretar loftárás á Pforzheim, litla borg í SV Þýskalandi. Þar fórust yfir 17 þús. manns, u.þ.b. þriðjungur íbúanna. 10 vikum síðar var stríðinu lokið.

Í lok stríðsins og eftir það hrökluðust um 12 - 15 millj. þýskumælandi íbúar frá A Þýskalandi og A Evrópu, talið er að um ein millj. hafi látið lífið í þeim hrakningum. Þeir sem komust á leiðarenda fengu eins góðar móttökur og hægt var að veita í rústum hins fallna "Þriðja ríkis" og fengu þar sömu réttindi og þeir sem fyrir voru.

Þegar arabaríkin réðust inn í nýstofnað Ísraelsríki þá hvöttu þeir arabíska íbúa til að flýja bardagasvæðið, þeir gætu snúið heim innan nokkurra vikna. A.m.k. 700 þús. flýðu til nágrannalandanna, þ.á m. Gaza. Þar hafa þeir dvalist sem "flóttamenn" síðan.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 18:40

7 identicon

Hörður Þormar (18:40). Og aðeins 10 ár eftir stríðslok voru tugir þúsunda útlendinga komir í nám í þýskum háskólum. Þar á meðal mörg hundruð Íslendingar. Og allar móttökur voru frábærar.

"Unglaublich"!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 19:51

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessar síðustu vikur styrjaldarinnar —sem Þjóðverjar gerðu að helvíti á Jörð — var lífið murkað úr 350.000 Gyðingum í útrýmingarbúðum Þýskalands. Útrýmingarnar héldu áfram fram á tvöföldum afköstum fram á síðasta dag styrjaldarinnar.

Síðustu járnbrautarfarmarnir af Gyðingum frá Ungverjalandi rétt náðu að komast úr landi með tugþúsundir barna, kvenna og gamalmenni til að ná því að slátra þeim á síðustu metrunum í styrjöld Þýskalands gegn mannkyninu. 

Svo halda menn áfram að setja spurningarmerki við mótíf Bandamanna allt fram á síðustu stundir barbarisma þriðja ríkisins. Hvurslags Þýskalands fethisismi er þetta eiginlega? Er hann landlæg plága hér á landi?

Já Marshall-aðstoðin var óeigingjörn gjöf Bandaríkjanna sem fólk naut góðs af, meðal annars á skólabekkjum. 

Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2014 kl. 23:49

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hefðu þýsku þjóðirnar haft manndóm í sér til að rísa upp gegn þessum barbarisma hefði það verið ákaflega virðingarvert. En yfirgnæfandi meirihluti þýsku þjóðanna gerði ekkert annað en að hlýða og loka augunum. Enda kannski ekki nema von, því sameining Þýskalands 1875 var byggð á upplognum forsendum frá byrjun af, og fór hún fram framhjá fólkinu og á bak við það. 

Það er því miður þannig enn þann dag í dag. Að hlýða elítum landsins einkennir landið enn, frá toppi og niður allan skalann. Þessi menningarmeinsemd þýsku landanna liggur ennþá latent og veldur enn stórfelldum skaða á meginlandinu.

Því miður er ekki hægt gera neitt við þessu, því ekki er hægt að reka sambandsríkið Þýskaland úr Evrópu. Málin munu að öllum líkindum halda áfram að þróast þar á ákaflega óheillavænlegan veg, því aðalstöðvar Hegels eru ólæknandi.

Ísland á að halda sér langt burtu frá þessari meinsemd og þess í stað að umfaðma nýja heiminn.

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2014 kl. 00:31

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkur dæmi árið 2013:

Share of world wealth:


Evrópusambandið 36,7%,

Bandaríkin 29,91%,

Frakkland 5,91%,

Þýskaland 5,35%,

Ítalía 4,92%,

Bretland 4,88%,

Kanada 2,83%,

Spánn 1,92%,

Rússland 1,51%,

Indland 1,5%,

Brasilía 1,31%,

Sviss 1,3%,

Suður-Kórea 1,27%.

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 00:53

11 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Mér finnst það alveg á mörkunum að bera árásirnar á Hiroshima og Nagasaki, saman við nokkrar aðrar loftárásir í sögunni, fyrr eða síðar, þ.á.m. árásirnar á Hamborg í júlí 1943, einfaldlega hversu umfang þeirra var gjörólíkt og engan veginn sambærilegt við neinar aðrar aðgerðir.

Árásirnar á Hamborg stóðu alls yfir í 8 daga og 7 nætur í þeim tóku þátt þúsundir flugvéla, sumar oftar en einu sinni vitanlega, og vörpuðu fleiri þúsund sprengjum á borgina, en mesta mannfallið varð aðfararnótt 28.júlí þegar alls um 30.000 manns létust, flestir úr kolsýrlingseitrun þegar eldhafið sogaði súrefnið úr kjallarabyrgjunum sem íbúarnir höfðu leitað í. (http://en.wikipedia.org/wiki/Bombing_of_Hamburg_in_World_War_II)

Árásin á Hiroshima stóð hins vegar yfir í 44 sekúndur (eða jafnvel bara það sekúndubrot sem sprengingin tók), þegar 12 menn í 1 flugvél, vörpuðu 1 sprengju, 4,5 tonna þungri, sem drap samstundis 66.000 manns um leið og hún sprakk.

Árásin á Nagasaki stóð yfir í 43 sekúndur, 9 menn í 1 flugvél vörpuðu annarri sprengju, 4,7 tonna þungri, sem drap samstundis 40.000 manns þegar hún sprakk.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.8.2014 kl. 00:53

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
enda er hann Óli grís,
enn með réttu kyni.

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 00:54

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjávarafurðir eru að sjálfsögðu seldar þar sem hæsta verðið fæst fyrir þær og Evrópusambandsríkin greiða hæsta verðið fyrir langflestar íslenskar sjávarafurðir.

Þar að auki er markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir langt frá því að vera einsleitur og hefur verið byggður upp á mjög löngum tíma.

Íslenskur saltfiskur er til að mynda aðallega seldur til Suður-Evrópu en frystur og ferskur fiskur til Norður-Evrópu.

Og hæsta verðið fyrir íslenskan saltfisk fæst í Katalóníu á Spáni, þar sem Barcelona er höfuðstaður.

Fryst loðna og loðnuhrogn
eru hins vegar seld til Japans en einungis 1,9% af heildarútflutningi okkar Íslendinga fóru þangað árið 2009 og þá komu 3,4% af innflutningi okkar þaðan.

En útflutningur á íslenskum sjávarafurðum og öðrum vörum hefur aukist til Evrópusambandsríkjanna síðastliðna áratugi.

Og einungis 3,9% af öllum vöruútflutningi okkar Íslendinga fór til Bandaríkjanna árið 2009, 2,3% til Kína en 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada.

Hins vegar voru þá um 80% af öllum íslenskum sjávarafurðum seld til Evrópusambandsríkjanna og þetta hlutfall hefur lítið breyst frá þeim tíma.

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 01:30

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlutfall af heildarútflutningi héðan frá Íslandi fyrri helming 2014:

Evrópska efnahagssvæðið
(EES) 80,4%,

Evrópulönd
utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) 6,1%.

(Þar af Rússland 2,3%.)

Samtals 86,5%.


Bandaríkin 4,9%,

Japan 2,3%.

Öll önnur lönd 6,4%.


Utanríkisverslun eftir markaðssvæðum janúar-júní 2013 og 2014 - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 03:32

15 identicon

Málefnalegar athugsemdir vardandi umraeduna nr.10-12-13 og 14.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 7.8.2014 kl. 11:50

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Árásin á Hamborg var fyrsta loftárásin í heimssögunni af þessari stærð. Ég ég man þetta rétt stóð hún ekki í 8 daga heldur 3.  Tala drepinna er ekki dregin í efa. Mér finnst það ekki skipta máli hvort það tólk 44 sekúndur eða 3 daga að drepa meira en 40 þúsund manns í einni og sömu borginni.

Ómar Ragnarsson, 7.8.2014 kl. 15:10

17 Smámynd: Már Elíson

Sigurður 15# - Viðkomandi aðili, sjá 10,12, 13 og 14...og fleiri og fleiri...hefur aldrei sett inn málefnalegar athugasemdir við greinaskrif Ó.R. og fer ekki að byrja á því núna. Hann kemst bara upp með það að terrorisa allt hér. (Taktu eftir því að hann er hvergi annarsstaðar, því þar er hann blokkeraður).

Öll skrif á þennan kork triggera í honum óviðráðanleg og óviðkomandi copy/paste viðbrögð, því fátt kemur frá honum sjálfum að viti.

Svo vertu ekki hissa...en bíddu eftir ósjálfráðum viðbrögðum hans núna. Það er honum eðlislægt.

Már Elíson, 7.8.2014 kl. 15:32

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ísland á að halda sér langt burtu frá þessari meinsemd og þess í stað að umfaðma nýja heiminn."

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2014 kl. 00:31

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 15:46

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf sömu vesalingarnir að skæla hér úr sér augun.

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 15:49

20 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ekki gleyma því Már, að commentin frá Steina Briem tryggja Ómari sess í Heitar umræður-flipanum, sem er ágætt því margt sem Ómar segir er ágætt og fróðlegt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.8.2014 kl. 20:34

21 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ómar: Ég setti nú inn vefslóðina þar sem kemur fram hversu lengi árásirnar á Hamborg stóðu yfir og ég hafði til hliðsjónar af minni athugasemd. 3 daga árásin sem þú vísar til að hafi drepið 40 þús. manns var reyndar hluti af stærri aðgerð sem kallaðist Gomorrah og hófst 24.júlí, og stóð í 8 daga og 7 nætur. (Svo sem ekki í fyrsta sinn sem þú skoðar ekki vefslóðir sem ég vísa í, en hvað um það. Þú vilt treysta á minnið, sem er sársaukalaust af minni hálfu.) :-)

Þér finnst ekki skipta máli að 1 sprengja geti drepið á sekúndubroti jafnmarga og tók um viku að drepa með hefðbundnum sprengjum. Þú hefur það bara svo. En það er einmitt ástæðan fyrir því að á þetta er minnst á hverju ári. Eyðileggingarmáttur kjarnavopna er svo gríðarlegur að ef við minnumst hans ekki fellur hann í gleymskunnar dá. Þar með er ekki verið að gera lítið úr mannfallinu í Hamborg, síður en svo.

Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að árásarnar á Nagasaki og Hiroshima eru hvor um sig svo miklu stærri atburðir en nokkrar aðrar einstakar árásarhrinur í veraldarsögunni því þar var tekin í notkun alveg ný tegund vopna sem var svo miklu öflugri en áður þekktist, og hélt veröldinni í heljargreipum næstu 50 árin með vopnakapphlaupi stórveldanna tveggja að það er full ástæða til að halda því á lofti á hverju ári.

Erlingur Alfreð Jónsson, 7.8.2014 kl. 20:53

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hver ætli hafi skrifað fréttaskýringu hér að ofan í athugasemd nr. 13 og frétt í athugasemd nr. 14?

Þar að auki fjöldann allan af öðrum fréttum og fréttaskýringum í athugasemdum á þessu bloggi síðastliðin sjö ár.

Þorsteinn Briem, 7.8.2014 kl. 20:53

23 identicon

"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)

J. Smith (IP-tala skráð) 8.8.2014 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband