9.8.2014 | 09:16
Víst stranda aðgerðir á fjárskorti.
Það er gott og blessað að ráðherra ferðamála skoði bráðnauðsynlegar aðgerðir á ferðamannastöðum og sjálfsagt að þakka fyrir það sem vel er gert.
En ferðamannastaðir og slóðir eru fleiri en við Gullna hringinn eða fjölsóttustu staðina og ráðherrann sleppir alveg einu stærsta atriðinu, en það er, að ástand vega og slóða um allt land frá ströndum upp til hálendisins ber alvarleg um langvarandi fjársvelti til viðhalds vega og vegagerðar.
Þetta veldur ástandi, sem nú er sagt frá í fjölmiðlum nær daglega og ógnar náttúruverðmætum sem aldrei fyrr vegna hraðvaxandi umferðar ferðamanna.
Viðkvæðið er alls staðar það sama: Það vantar fjármuni til að lagfæra vegi, slóða og göngustíga, og þá skiptir ekki máli hvort það heyrir undir Vegagerðina og þar með annan ráðherra, - aðgerðir stranda á fjárskorti og stafa af grafalvarlegu fjársvelti.
Bara í dag og í gær kom ég á tvo ferðamannastaði á hálendinu þar sem göngustígar eru að vaðast út í drullu og og ástandið þar og á hálendisvegunum og næsta nágrenni þeirra er þjóðarskömm.
Svörin eru alls staðar þau sömu: Það er ekkert hægt að gera vegna fjárskorts.
Uppbygging mislangt á veg komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er um þriðjungur liðinn af kjörtímabilinu og hvað hefur þessi ríkis"stjórn" Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins gert?!
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:26
"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.
Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.
Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."
Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:28
Raunverulegur kostnaður ríkisins vegna góðrar landvörslu er enginn.
Landverðir greiða tekjuskatt til ríkisins og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.
Og sektir renna í ríkissjóð.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:30
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:30
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:33
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:34
Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Gallup 1.8.2014:
Samfylking 18%,
Björt framtíð 15%,
Vinstri grænir 13%,
Píratar 8%.
Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 41% og þar af Framsóknarflokkur 13%.
Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.