Vaá, hvað þetta á vel við!

Það er varla hægt að hugsa neitt íslenskara en það sem íslenska hestadrottningin Aníta er að gera í Mongol Derby. Hjá fáum þjóðum er hesturinn jafn samofinn menningu og þjóðlífi en Mongólum og Íslendingum.

Hestakyn þessara landa eru ótrúlega lík, smáir, gangvissir, þolnir, öflugir hestar, sem hafa sömu gangtegundirnar á hreinu.

Stærstu hestaferð allra tíma fór Djengis Khan þegar her hans fóru eins og lok yfir akur alla leið til Evrópu í einstæðri herför, alls um milljón hestar.

Aðeins innrás Hitlers í Sovétríkin 1941, Barbarossa, komst í samjöfnuð við þetta, alls um 750 þúsund hestar.

Ofan á þetta er þjóðaríþrott Mongóla, ákveðin bardagaglíma, keimlík íslensku glímunni.

Antía er þegar hálfnuð í þessari gríðarlegu þolraun og framtak hennar er þegar orðið að verðugu umtals- og aðdáunarefni. Áfram Aníta! 

 


mbl.is Aníta tæplega hálfnuð í Mongólíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

".....eins og logi (lok?) yfir akur"


Mögnuð stúlka og fær. Það er ótrúlega lýjandi að sitja hest sem maður þekkir ekki og er hálfgerð ótemja í þokkabót.
Síðan þarf ákveðni og kjark til að vera eini Íslendingurinn í þessari þrekraun á framandi slóðum í landfræði-sem menningarlegu tilliti.

Árni Gunnarsson, 10.8.2014 kl. 11:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er gaman að þessu! Aníta er áræðin og kjörkuð stúlka, landi sínu til sóma.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.8.2014 kl. 11:57

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki er þar gatan greið,
göldnum ríður fola,
Anítu er einstæð reið,
aldrei fer að vola.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband