Eflist og yngist í anda með aldrinum.

Páll Bergþórsson er gott dæmi um mann, sem verður því öflugri sem hann verður eldri þannig að tíræðisaldurinn er engin hindrun heldur tækifæri fyrir slíkan mann. 

Menn setja svonefnd starfslok og ellilífeyrir oftast í samhengi við það að nú sé viðkomandi dauður úr öllum æðum og bara byrði á þjóðfélaginu.

Páll Bergþórsson er lýsandi undantekning frá þessu.

Það er ekki aðeins að hugur hans virðist vera fjórri og andinn yngri með hverju árinu, heldur nýtir hann frelsi lífeyrisþegans til þess að leggja menningu okkur til margt og merkilegt sem áður vannst ekki tími til að sinna í daglegu amstri.

Að sjálfsögðu er ekkert athugavert við það að sá, sem innt hefur af hendi mikið ævistarf og skilað miklu til þjóðfélagsins, slaki ærlega á við starfslok og reyni að njóta efstu áranna sem best eftir því sem lífeyririnn gefur færi á, en því miður er það ekki nærri því alltaf.

Hins vegar hefur það hent marga að leggja árar í bát og láta sálina fyllast tómleika og einmanakennd þegar ellin sækir á.  Þá er stundum líkt og slokknað hafi á viðkomandi og það veldur því stundum að hrörnun og hrumleiki verður miklu hraðari en þörf er á að sætta sig við.

Þess vegna lýsir fordæmi Páls Bergþórssonar eins og ljósviti fyrir allra augum og sýnir, hvers menn geta verið megnugir þótt aldurinn sé hár ef þeir aðeins hafa rækta líkama og sál sem best eftir því sem heilsan leyfir.  

 


mbl.is Páll ánægður með árangurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og fallegir eru þeir feðgarnir.

Bæði að innan sem utan.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 18:44

2 Smámynd: Guðmundur Brynjólfsson

Páll er flottur og gefur greinilega hvergi eftir!

Guðmundur Brynjólfsson, 10.8.2014 kl. 20:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar erum ekki Skandinavar, enda þótt Ísland sé eitt af Norðurlöndunum.

Og landnámsmennirnir hér á Íslandi komu frá Skandinavíu, Skotlandi og Írlandi.

Þorsteinn Briem, 16.8.2014 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband