Tunglið var fyrsta örstutta skrefið, - mars verður fyrsta stökkið.

Tunglferðirnar fyrir rúmlega 40 árum voru stórt skref í framfarasókn mannkynsins eins og orð Neil Armstrongs orðaði það við að stíga fyrsta skrefið þar 1969. 

Þó var þetta "risastóra skref" aðeins örstutt miðað við það stökk, sem fyrstu ferðir manna til mars geta orðið.

Ástæðan er einföld. Ekki er vottur af lífi, hvorki áður né nú né lífsmöguleikum á tunglinu en hvort tveggja er möguleiki á mars.

Þegar fyrir 15 árum var því slegið föstu að fyrsta búseta mannsins utan jarðarinnar gæti orðið á mars.

Við Íslendingar tengdumst tunglferðum vegna æfingarferðar tunglfaranna til Öskju 1967, en alþjóðasamtök áhugafólks um marsferðir hefur þegar valið sér æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki.

Það verður hins vegar borin von um að nýta það á hliðstæðan hátt og gert var vegna tunglfaranna í Öskju 1967, ef í Gjástykki rís ígildi Hellisheiðarvirkjunar. En nefnd um skipulag hálendisins hefur einróma ákveðið að gera svæðið að iðnaðar- og virkjunarsvæði og landeigendurnir sömuleiðis. 

Tunglfararnir hefðu ekki komið í Öskju ef þar hefði verið risið jarðvarmaorkuver með stöðvarhúsi, skiljuhúsi, borholum, gufuleiðslum og vegum 1967.

Gjástykki tekur að sumu leyti Öskju fram sem náttúruvætti og hinn einbeitti vilji um að virkja á jarðvarmasvæði, sem sett var í biðflokk rammaáætlunar, bendir til að Askja og Kverkfjöll geti komist á aftökulista virkjanafíklanna hvenær sem er.  


mbl.is NASA býr til súrefni á Mars 2021
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með litlu skrefi leitar vars,
á lífsins ferðalagi,
en sveitarstjórnin send til Mars,
og svo sem allt í lagi.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 23:14

2 identicon

Enginn ástæða til að ferðast til mars ... þetta er bæði tímaeyðsla, og eyðsla á peningum.  Við vitum allt um mars, sem hægt er að vita ...

Við áframhaldandi ferðir út í geiminn, þarf að vera til stöð sem hægt er að vinna frá ... Geimferðastöðin er "ekki" nægileg, en tunglið yrði mun betra till þess varið.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 07:02

3 identicon

Veistu nokkuð Ómar, hvað það tekur langan tíma að komast úr sólkerfi okkar?

Veistu nokkuð hvað er langt í næstu sólstjörnu?

Veistu að sú hefur enga jarðlíka plánetu á braut sinni?

Sem mannkyni væri okkur nær að hlúa að þessari frábæru veru sem Jörð okkar er.

Jóhann (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband