Einföld sannindi sem allir ættu að þekkja.

Sykurfíknin er stórlega vanmetin þegar litið er á helstu fíkniefnavandamál nútímans. 

Það var ekki fyrr en svonefndur kolvetniskúr komst í hámæli sem það luktist endanlega upp fyrir mér hve einföld sannindi liggja að baki líkamsþyngd.

Líkamaninn notar sykur og fitu til þess að geyma orku og brenna henni. Því meiri sem brennslan er, því minni hætta á að þyngjast.

Ef kolvetni, ég tala nú ekki um hvítasykur, sem er aðal fíkniefnið, eru étin í miklum mæli, annar sú neysla brennslunni og jafnvel vel það, þannig að afgangurinn verður að fitu.

Ef engin kolvetni eru étin er fitunni brennt til að gefa orku.

Niðurstaðan er einfalt reikningsdæmi:  Engin kolvetni = fitubrennsla. Lítil kolvetni og mikil hreyfing = fitubrennsla.

Lítil kolvetni = Minni þyngdaraukning, jafnvel létting.

Þetta eru að vísu aðeins megin línurnar því dæmið er auðvitað flóknara, en samt það sem þarf að hafa í huga.   


mbl.is Sigraðist á sykurfíkninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allri orku sem við neytum er breytt í kolvetni áður en frumurnar geta nýtt sér hana.

Neytum við meiri orku en við brennum, geymir líkaminn hana í sem varaforða.

Brennum við meiri orku en við neytum, gengur líkaminn á varaforðann.

Einfalt.

Fjölbreytt fæðuval tryggir svo að við fáum öll hin efnin sem við þurfum.

ls.

ls (IP-tala skráð) 14.8.2014 kl. 17:00

2 identicon

Ég held að stóra málið sé ekki "sykursýki", sem slíkt.  Heldur sé eitthvað athugavert við þá fæðu sem við látum í okkur.

Börn, get tekið það upp að éta sand ef lítið er af minerölum í fæðu þeirra. (Ég, meðal annars).  Þetta segir þér, að líkaminn kallar á fæðu þegar hann þarf á henni að halda.  Og af hverju er líkaminn að kalla á fæðu, þegar hann þarf ekki á henni að halda.  Samkvæmt því sem vitum, á einungis fruktos og gulkos að vera í sackaros.  Þetta eru nákvæmlega sömu efni og eru í öllum kolvetnissamböndum.  Líkaminn notar kolvetnissamböndin í hveiti, til dæmis, til að mynda þessa þarfafæðu.

Það er eitthvað annað, Ómar.  Sem gerir það að vekum að líkaminn telur sig ekki hafa fengið nóg.  Annaðhvort vantar eitthvað í fæðu okkar, sem líkaminn fær ekki ... eða þá, að það eru einhver aukaefni í sykrinum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 08:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson hefur graðgað í sig fíkniefnin kók og prins fyrir 16 milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna.

"Ég hef áður greint frá þeirri niðurstöðu eigin rannsóknar að frá 1955 hafi ég innbyrt þúsund Prins Póló á ári að meðaltali, eða minnst 50 þúsund stykki alls."

"Þetta gerðist vegna deilna okkar við Breta út af útfærslu landhelginnar."

Þurfti ekki auglýsingu til að éta 50 þúsund stykki - 2 tonn!

Þorsteinn Briem, 15.8.2014 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband