Þurfti ekki auglýsingu til að éta 50 þúsund stk. -2 tonn !

Prins póló hafði þá sérstöðu áratugum saman að það þurfti að auglýsa það hér á landi. Lagið, sem Maggi Óla söng svo eftirminnilega með Sumargleðinni var ekki hugsað sem auglýsing, - þess þurfti ekki.

Það er illmögulegt að útskýra fyrir útlendingum af hverju kók og prins hefur verið þjóðarréttur Íslendinga síðan 1955.

Til þess þarf að rekja vöruskiptaverslun okkar við Breta og kommúnistaríkin þegar Kalda stríðið stóð sem hæst og við vorum með varnarlið á Keflavíkurflugvelli en ókum bílum okkar á rússnesku bensíni og eitt aðal hneykslismálið var sá kvittur að í leynileiðslu hafi bandaríska varnarliðið fengið rússneskt bensín!

Þetta gerðist vegna deilna okkar við Breta út af útfærslu landhelginnar okkar.  

Ég hef áður greint frá þeirri niðurstöðu eigin rannsóknar að frá 1955 með þeirri niðurstöðu að ég hafi innbyrt þúsund Prins póló á ári að meðaltali, eða minnst 50 þúsund stykki alls, sem hafi vegið tíu tonn samtals ef hvert stykki hefur að meðaltali verið 200 grömm !

Fékk reyndar athugasemd um að talan væri skökk, líklega fimm sinnum of há en samt eru þetta tvö tonn af Prins póló sem er álíka mikið og eitt stykki Range Rover.

Þetta súkkulaðikex með Cola-drykk flokka ég sem fíkniefni þess sem ekkert annað fíkniefni hefur. Kók og prins saman innihalda koffein, hvítasykur og fitu í nægum mæli til þess, að því fylgja fráhvarfseinkenni að hætta neyslunni.

Nú hef ég hætt Prins póló neyslunni af því að kexið er meira en 30% fita plús sykur, en fæ mér eitt stykki um hverja helgi og hlakka alla vikuna til að halda þá nautnarhátíð !

Ástæðan var líka sú að samanlögð súkkulaðineysla var alltof mikil hjá mér, alls konar súkkulaðistykki, og dökkar Góu súkkulaðirúsínur hafa verið viðloðandi síðustu 15 árin til að mýkja hægðirnar.

Þær eru eina súkkulaðið sem ég ét síðustu árin og fer varlega í það.


mbl.is Herferð um ást á Prins póló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef eitt stykki af Prins Pólói er 39 grömm og þú hefur graðgað í þig 50 þúsund stykki, eru það væntanlega 39 grömm sinnum 50 þúsund stykki, 1.950.000 grömm, eða 1.950 kíló, um tvö tonn hér í Vesturbænum, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 31.1.2014 kl. 01:49

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hægðalyfið Góu gott,
gerist ekki betra,
Ómar þar nú fretar flott,
fimmtán kílómetra.

Þorsteinn Briem, 31.1.2014 kl. 02:49

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kílómetra fimmtán flott,
fretar nú þar Ómar,
betra ekki gerist gott,
Góu hægðalyfið.

Þorsteinn Briem, 31.1.2014 kl. 07:48

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér hefur sýnst stykkið vera 170 grömm og það var stærra lengst af, líkast til um 200 grömm. Ef ég hef lesið skakkt leiðrétti ég þetta síðar í dag þegar ég hef fengið tíma til að krækja mér í stykkið, sem verður hátíðamatur þessa helgi.

Ómar Ragnarsson, 31.1.2014 kl. 12:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Var nú bara að stríða þér, Ómar minn.

"In 1995 the Prince Polo packaging was revised with a new logo; the bar was no longer wrapped in paper and was instead sealed in plastic.

Subsequently, several new varieties of Prince Polo were introduced, beginning with Hazelnut (Orzechowy) in 1996, and later milk chocolate, coconut, and Premium (claimed to be a more luxurious version).

A larger XXL
(52 g) size was also added."

En það er sjálfsagt að kanna þetta mál með vísindalegum hætti, bæði í Vesturbænum og Austurbænum.

Þorsteinn Briem, 31.1.2014 kl. 13:05

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég dvaldi á Írlandi í sumar sem leið. Í húsaþyrpingunni sem ég bjó í var kjörbúð með pólskt hilluhorn. Þar gat ég keypt Prins Póló XXL, bæði venjulegt, og einnig í grænum og bláum umbúðum. Grænu umbúðirnar voru með innihaldslýsingu á íslensku. :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.1.2014 kl. 13:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú hefur graðgað í þig Prins Póló og kók fyrir 16 milljónir króna á núvirði, miðað við 50 þúsund 39 gramma Prins Póló á 70 krónur stykkið og 50 þúsund kók fyrir 250 krónur flöskuna, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 31.1.2014 kl. 16:08

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig heldurðu að þetta liti út ef ég hefði bæði reykt og drukkið vín allan þennan tíma?

Ómar Ragnarsson, 31.1.2014 kl. 23:23

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin fíkniefni og leggja fyrir eins og Briemsættin.

Þorsteinn Briem, 1.2.2014 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband