Fór þytur um loftið -umpólun ástandsins?

Þegar stóri skjálftinn reið yfir í nótt upp á 5,7 stig var ég staddur á Sauðárflugvelli ásamt Láru dóttur minni og Vilhjálmi Guðmundssyni kvikmyndatökumanni Sjónvarpsins. Þótt aðeins kortérs flug sé héðan að óróasvæðinu varð aðeins Vihjálmur var við skjálftann og fannst honum sem þytur eða létt þruma færi um loftið.


Margar hafa nú umbrotahrinurnar orðið á Íslandi en atburðarrásin í allar áttir í þessari hefur verið ævintýranlega hröð.


Þannig veit maður ekki hvar maður verður næstu 20 mínúturnar þegar maður er svona nálægt vettvangnum.


Þessi hraða atburðarrás hefur seinkað fyrri frétt sem líklega kemur í kvöld í Sjónvarpinu og ég var búinn að ýja að fyrir tveimur dögum.


Og nú er sjá hvort eitthvað gerist þangað til sem seinkar fréttinni enn frekar.

P.s.  Loksins í kvöld kom sú frétt að hugsanlega tengdist eldstöðvakerfi Bárðarbungu Öskju og að Holuhraun fyrir norðan Dyngjujökul sem mér var svo starsýnt á fyrir tveimur dögum yrði kannski einmitt sá staður sem eldgos kæmi upp.

Eldgos þar myndi umpóla stöðunni í einni svipan.  Í stað hamfarahlaups og þess að reka fólk burt af stórum svæðum kæmi hugsanlega gos í gígaröð sem yrði aðdráttarafl fyrir ferðamenn.  Það var það stóra sem laust niður í hugann við að horfa yfir svæðið fyrir tveimur dögum.


mbl.is Tveir stórir skjálftar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Saman elda silfur grátt,
surtur þar og ísinn,
margur hlær nú djöfull dátt,
og dansar Óli grísinn.

Þorsteinn Briem, 24.8.2014 kl. 20:04

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hvað segir þú Ómar, erum við að fá túristagos eftir allt saman... Er landið ekki land elds og ísa? það væri þá, eftir allt bröltið og skröltið þarna í kring að við fenjum "bara" túristagos.

Sverrir Einarsson, 25.8.2014 kl. 14:38

6 identicon

Ómar Ragnarsson búinn að kortleggja framvindu þykjustugossins í Dyngjujökli :) Fjórtán (14) raðblogg komin um stóra-ekkert, flug fram og til baka yfir jökul og andstuttur æsingur og... ekkert gos :)

Veðurstofa Íslands er ráðþrota og öll hátimbruðu líkönin ýmist mislesin eða misskilin eða óskiljanleg - eða bara passa alls ekki við framrás náttúrunnar.

Bæði ÓR og sérfræðingar Veðurstofu Íslands sáu óræk merki um að gos væri hafið í Dyngjujökli sl. laugardag. Getur verið að þessum mögnuðu sérfræðingum geti skjátlast í grundvallaratriðum þegar kemur að greiningu á duttlungum náttúrunnar?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.8.2014 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband