Ekki gos og ekki Bárðarbunga.

Að gjósa eða ekki gjósa. Það væri spurning íslensks Hamlets í dag. Sömuleiðis spurningin: Að þetta sé Bárðarbunga eða ekki Bárðarbunga hvað varðar myndina sem fylgir myndin af tengdri frétt á mbl.is. 

En þeirri spurningu er fljótsvarað: Þetta er í Kverkfjöllum en ekki á Bárðarbungu og myndin er tekin af þeim stað þar sem settur var upp mælir fyrir nokkrum dögum í Kverkfjöllum.

Í Guðanna bænum sendið þið ekki þessa mynd af Bárðarbungu til erlendra fjömiðla.  

Eins og mig grunaði í gær er dagurinn búinn að vera með atburðarás á útopnu og enn er svo mikið að gerast að ég verð að geyma einn dag enn eða fleiri að útlista hvað það var í gær, sem fékk mig til að fara í sérstakt kvikmyndatökuflug í sambandi við það að finna hugsanlega nýja sýn og nýtt mat á óróasvæðið og næsta nágrenni þess.  


mbl.is Telja gos hafið undir Dyngjujökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert flottur og gangi þér vel í þessu amstri öllu, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 23.8.2014 kl. 18:26

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Ómar minn.

Fréttir um allar jarðir/höf segja frá eldgosi?

Hvaða eldgosi?

Það eru stanslaus eldsumbrot undir yfirborði Íslands! Það er ekki ný frétt!

Hvernig væri að huga að Kárahnjúka-ævintýrinu, og rándýru nýju brúnni, sem er nýbúið að vígja með hátíðlegri viðhöfn, sunnan við Vatnajökul?

Vissulega hef ég á tilfinningunni að eitthvað sé að fara í gang, og hef haft síðan fyrri part sumars. En það þýðir ekki að ég hafi áhyggjur af eldgosi, frekar en flóðum í ýmsar áttir. En það reiknar samt enginn með réttu/sönnu, út náttúruöflin. Náttúruöflin eru eins og unga fólkið, alveg ný orka, sem ekki á sér nokkurn samanburð í neinu sem er liðið.

Gangi þér vel Ómar minn. Þú ert sá eini sem eitthvað er að marka í þessum jarðhræringa-fréttamálum núna, eins og svo oft áður :)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.8.2014 kl. 20:12

3 identicon

Fjallið tók jóðsótt og það fæddist...... ekki neitt!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.8.2014 kl. 22:33

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þegar svona atburðir hefjast í stórri megineldstöð og kvikuhlaupum, þá er mönnum hollast að rifja upp þær skráðu sögur slíkra atburða sem við þekkju. Núna væru Krafla og risagosið í Öskju sem skapaði Öskjuvatn 1874-1876 okkur hollust til að læra af. Eyjafjallajöull sem er öðrvísi vegna þess hve lítill hann er er á móti æva forn og atburðarásin í kringum hann og fimmvöruhála er smækkuð mynd af þvi sem getur gerst í svoan risakerfi eins og Bárðarbungu.
Atburður í þessu víðáttumiklu megineldstöðvum  Bárðabarbungu, Öskju, Kötlu, og  Kröflu að viðbættum keilunum fornu og miklu Öræfajökuli, Eyjafjallajökli og Snæfellsjökli eru ekki eins og Heklugos sem barar byrjar neð nær engum fyrirvera — enda er Hekla ungabarn og afar lítil um sig í jarðskorpunni og í jarðsögunni í samburði við hin. Eyjafjallajökull er t.d. a.m.k. 70 sinnum eldri en Hekla, eða yfir 700 þúsund ára gamall en Hekla hefur öll hlaðist upp á nútíma, þ.e. síðustu 10-12 þúsund árum.

Punkturinn er sá að sívirkt fjalla eins og Hekla þarf ekki þá miklu og flóku atburðarás sem þessi víðáttumklu fornrisar þurfa að ganga í gegnum til að geta komið frá sér almennilegu gosi. Það má því ekki villa um fyrir okkur að við þekkjum fullt af skemmtilegum hraungosum sem hafa hafist nánast fyrirvaralust og án neinna tilbrigða í atburðarásinni.

Gagnvart Bárðarbungu er gagnlegast að læra af Öskju 1874-1876:

  • 1874 - Askja. Líklegt gos í febrúar. Gufumekkir sáust.
  • 1875 - Askja. Hraungos hófst 3. janúar. Sigketill byrjaði að myndast síðar í mánuðinum.
  • 1875 - Askja. Hraungos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum 18. febrúar á 25 km langri sprungu. Stóð það fram í miðjan ágúst og rann frá því Nýjahraun. Talið vera kvikuhlaup undan Öskju.
  • 1875 - Askja. Eitt mesta öskugos Íslandssögunnar hófst 28. mars og stóð í um 8 klst. Gaus úr Víti og fleiri gígum. Mikið tjón af öskufalli um miðbik Austurlands og fóru margir bæir í eyði. Fluttust margir Austfirðingar til Vesturheims í kjölfarið. Vísir að Öskjuvatni myndaðist og stækkaði það jafnt og þétt. Fleiri gosa varð vart á næstu mánuðum.
  • 1876 - Askja. Seinast sást til elds í árslok.
  • 1876 - í Vatnajökli

Körflu 1975-1984
Og loks öldungnum Eyjafjallajökli (þó hann sé ltíll um sig):
Þ.e. gos utan öskju en tekur fasaskiptum við að komast í öskjuna sjálfa.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.8.2014 kl. 02:35

5 identicon

Þetta ekki-gosmál er lýsandi dæmi um nákvæm vinnubrögð vísindamanna á Veðurstofu Íslands. Þeir hafa áratugum saman burðast við að spá óðahlýnun á Íslandi með skelfilegum áhrifum á land og þjóð :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 08:51

6 identicon

Flottar hugleiðingar hjá þér Ómar eins og svo oft áður.

Þú sem heitir Hilmar Hafsteinsson ættir að sjá sóma þinn í að taka færslu þína í burtu. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 10:37

7 identicon

Færslan stendur að sjálfsögðu Hjalti Þórðarson :)

ÓR hefur núna ritað þrettán (13) bloggfærslur um platgosið í Vatnajökli. Að auki afrekaði ÓR að vera fyrsti maður til að sjá fyrstu "ummerki" um að gos væri hafið undir jökli í gær!

Eigum við bara ekki að anda með nefinu og leyfa náttúrunni að hafa sinn gang? Vísindamenn á Veðurstofu Íslands geta snúið sér að því að spá fyrir um væntanleg snjóflóð á Íslandi næsta vetur á meðan ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 11:21

8 identicon

Verður þetta ekki eins og Fimmvörðuhálsgosið? Fyrst smávægilegt hliðarskot frá megineldstöðinni, varla að skifti máli hvort það kemur upp eða ekki, svo kemur stóra blastið í megineldstöðinni.

Kanski að brakið og brestirnir í Bárðarbunguöskjunni séu af annari orsök en að þar sé kvika að ganga undan, að þar komi sjáft megingosið innan tíðar. Þ.e. ef Eyjafjallajökulsgosmódelið er notað!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 12:09

9 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já - svo rétt þú skrifar Ómar. Það hafa verið ýmsar myndir á ferð í fjölmiðlum og jafnvel hér ytra sem lítið hafa eða ekkert með Bárðarbungu eða Dyngjujökul að gera. Fólk ætti að vanda valið og sýna "réttar myndir". Takk fyrir hugvekjandi og góða pistla Ómar.

Baldur Gautur Baldursson, 24.8.2014 kl. 13:10

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég ætla að vera leiðinlegur kverúlant núna:

"Að þetta sé Bárðarbunga eða ekki Bárðarbunga hvað varðar myndina sem fylgir myndin af tengdri frétt á mbl.is."

Ef þetta væri mynd af Óla Bet, þá gæti þetta verið Bárðarbunga "hvað varðar" hana, eða Tokyo, eða Muhammad Ghaddafi eða tungl Satúrnusar.

Án þess að ég viti betur, eða varði nokkuð um það, ef menn vilja orða það þannig, þá ætla ég að leyfa mér að hugsa sem svo að þú hafir meint:

"Að þetta sé Bárðarbunga eða ekki Bárðarbunga á myndinni sem fylgir tengdri frétt á mbl.is."

Ásgrímur Hartmannsson, 24.8.2014 kl. 13:28

11 identicon

Bíum, bíum, bambaló
Bárðarbunga hló og þó
Auðnir fló og allan mó
Ómar lifir, fjallið dó.

Húsari. (IP-tala skráð) 24.8.2014 kl. 15:19

12 Smámynd: Snorri Hansson

Þú átt heiður skilið fyrir  góða og trúverðuga pistla, um það sem gengur á í Bárðarbungu Ómar.

Ég sé þetta sem gríðar stóran og flókinn atburð sem getur farið á marga vegu.

Engin getur spáð um það að nokkru viti. Kemur hraunið upp sem gos frá gígnum eða bergrásinni ?

Jafnvel þótt það komi ekki upp, er þetta jafnvel byrjun á enn stærra ferli .

Snorri Hansson, 24.8.2014 kl. 17:48

13 Smámynd: Ásta María H Jensen

Góðan daginn Ómar. Ég dreymdi draum þar sem mér var sagt að það ætti að breyta nafninu á Bárðarbungu í ________dyngja. Ég held Urðardyngja. Eitthvað sem gæti átt við staðhætti ég er ekki fróð um landið en þetta heyrði ég í draumi. Langaði að koma þessu á framfæri ef eihverjir geta ráðið í þetta

Ásta María H Jensen, 24.8.2014 kl. 18:04

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er einfaldlaga rangt hjá þér, Hilmar, að ég "hafi verið fyrsti maðurinn sem sá ummerki eftir gos".

Ómar Ragnarsson, 25.8.2014 kl. 22:23

15 identicon

Kærar þakkir Ómar fyrir að svara mér nú einu sinni sjálfur í stað þess að senda hliðarsjálf þitt "Steina Briem" á vettvang :)

Þú reynir að rengja mig en í fréttum RÚV á laugardag var ekki-gosið undir Dyngjujökli, sem sérfræðingar Veðurstofu Íslands fullyrtu að væri hafið, bakkað upp með því að Ómar Ragnarsson hefi orðið var við aukna leysingu í ám undan jökulsporðinum.

Þetta ekki-gos/wannabe túristagos er orðið einn allsherjar farsi þar sem ljóst er að sérfræðingar Veðurstofu Íslands, svo og ónefndir fréttamenn, hafa gjörsamlega farið á taugum í hamslausum æsingi.

Er ekki kominn tími fyrir þig að lenda Ómar minn?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.8.2014 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband