28.8.2014 | 03:00
Gætiu verið ummerki eftir aukinn jarðhita um nokkra hríð ?
Nú er það langt síðan skjálftahrina Bárðabungu hófst að það má velta upp þeim möguleika að þar hafi nú verið stóraukinn jarðhiti í tvær vikur eða meira og að sigkatlarnir grunnu, sem komnir eru í ljós, séu afleiðingar af henni, sem fyrst eru að koma fram núna.
Vísa að öðru leyti í bloggpistil á undan þessum um sex stykki "ekkigos" eða "varlagos".
Fyrstu ummerki um gos á yfirborði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla að fylgjast með þér vegna þess að þú hefur mikið vit á þessu. Takk fyrir fréttirnar
Ásta María H Jensen, 28.8.2014 kl. 08:40
Geta ekki sigkatlarnir einfaldlega stafað af því að jörðin hafi "pompað" undan jöklinum?
T.d. að kviku gangurinn undir hafi fallið saman? Því sé ekkert bræðsluvatn á ferðinni?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 10:27
Þetta er mjög undarlegur staður fyrir jarðhita, svona langt utan við öskjuna. Þetta er reyndar líka mjög undarlegur staður fyrir gos miðað við að óróinn hefur alls ekki verið þarna. Það skildi þó aldrei vera að kvika sé farin að lauma sér suður og suðvestur frá Bárðarbungu? Við skulum vona ekki!
Reyndar er margt sem bendir orðið til að hér séu á ferðinni meiriháttar atburðir, eins og Ágúst benti á í Fréttablaðinu í gær þá er þetta ekkert venjulegt kvikuhlaup ur kvikuhólfi, hér er að opnast megingangur með kviku miklu dýpra að. Þannig aðstæður hafa sennilega verið einmitt í flestum stærstu gosum Íslandssögunnar og það vill svo illa til að flest þeirra eiga upptök í eldstöðvum á þessu svæði.
Óskar, 28.8.2014 kl. 10:35
Mínar vangaveltur snúa að því að á Laugardagin hafi í raun byrjað elgos á þessum slóðum eins og óróamælingar gáfu til kynna. Mistökin sem vísindamennirnir okkar gerðu var að gefa sér ákveðnar forsendur og atburðarás um að vatnið myndi skila sér strax í Jökulsá á fjöllum og að strax kæmu fram sigdældir í jökulinn. Það sem náttúran er að kenna okkur er að hún er ekki römmuð inn. það þarf að hugsa út fyrir kassan ekki ósvipað og ÓR. Þarna er jökullinn gríðarlega þykkur og þarf ansi mikið til að vinna á honum. Eins hlýtur bræðsluvatnið að hafa fundið sér leið í Grímsvötn eða eitthvert annað.
Bjarni Daníel Daníelsson, 28.8.2014 kl. 13:05
Líklega er þetta rétt hjá þér Bjarni Daníel, en eitthvað er bogið við staðsetninguna á vatnaskilunum ef skv. þeim að þetta eigi að renna í Jökulsá en vatnið fer samt í Grímsvötn. Svo er náttúrulega aukin leiðni í Köldukvísl áhyggjuefni fyrir þá sem búa við Þjórsá!
En "pomp" kenningin hér að ofan @2 er trúlega röng!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 13:39
Mér finnst "pomp" kenningin ekkert svo vitlaus. Hefur kvikan ekki bara fundið sér fleiri íverustaði og jarðskjálftarnir að undanförnu verið merki um þau umbrot?Þegar pláss fyrir kvikuna eykst minnkar að sjálfsögðu spennan( risið) í jöklinum og hann sígur niður í fyrra horf. Mig grunar að það sama hafi gerst í fyrra "sýndargosinu" í Dyngjufjöllum. Ef eitthvað vit er í þessari kenningu verður ekkert gos. Umbroti hætta þegar spennufallinu er að fullu náð.
Jósef Smári Ásmundsson, 28.8.2014 kl. 15:04
Lítið eldgos undir Vatnajökli olli sigdældunum suðaustur af Bárðarbungu sem sáust í fyrsta skipti í gær
Þorsteinn Briem, 28.8.2014 kl. 18:56
Kvikugangurinn kominn inn í sprungusveim Öskju á einungis tveggja kílómetra dýpi og gosið gæti í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls
Þorsteinn Briem, 28.8.2014 kl. 19:21
"Fágæti íslenskra náttúru er Holuhraun" segir Ómar. Míla er þegar farin að mynda gosið í Holuhrauni og aðgengilegt myndefni áhugasömum. Þvílík tækni. Vonandi fáum við meiri lýsingar frá Ómari síðar af þessu gosi sem væntanlega verður aðeins "túristagos". Væntanlega verðum fleirum en fljúgandi gert kleift að sjá gosið þegar framlíða stundir.
Bloggarinn Steini Briem hefur og hitt í mark með ummælum sínum hér að ofan.
Sigurður Antonsson, 29.8.2014 kl. 02:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.