29.8.2014 | 19:59
Býsna stórt fimm mínútna viðfangsefni.
Fréttamaður á visir.is hringdi í mig á flugi í hádeginu í dag og sagði mér, að í fréttum í hádeginu hefði Kristján Már Unnarsson greint frá því að búið væri að kæra mig fyrir að brjóta flugbann við eldgosið í Holuhrauni.
Hvað fréttina um kæruna áhrærir er í tengdri frétt á mbl. is rakið skilmerkilega, að slíkt mál séu kærð til lögreglu, enda sé vera loftfars á flugbannssvæði ævinlega refsivert athæfi, sama hverjir eigi í hlut, sem varðað geti sviptiingu flugmannsréttinda og stöðvunvar loftfarsins.
Hefur síðarnefnda atriðið varðandi flugvélina, sem ég hafði leigt mér í þetta flug, verið í gangi í dag, mér til mikillar undrunar, því ég hélt að eigandi hennar bæri ekki ábyrgð á því hvernig aðrir en hann sjálfur flygi henni.
Sjálfur hef ég enn ekki enn fengið kæru eða fyrirspurn vegna þessa flugs frá þeim, sem sagt hefur verið frá að hafi kært mig og undrar mig að það skuli dragast, því að mér sýnist afar einfalt mál hafa verið gert býsna flókið og stórt. Málið snýst nefnilega um þrjú atriði, sem aðeins hefði þurft eitt eða tvö símtöl til þess að upplýsa.
1. Ég gerði flugáætlun um flug að gosstöðinni í Holuhrauni við flugturninn á Egilsstöðum og við Hjalti Stefánsson fórum í loftið á Egilsstaðaflugvelli klukkan 5:14.
2. Klukkan 5:38, 24 mínútum síðar er gefin út tilkynning um umrætt flugbann.
3. Á þeim tímapunkti, klukkan 5:38, erum við Hjalti komnir inn að Sauðárflugvelli á Brúaröræfum, eigum aðeins eftir 10 mínútna flug á gosstaðinn og erum búnir að vera á flugi í 10 mínútur án möguleika á radíósambandi og komumst ekki í aftur í radíósamband við flugturninn á Egilsstöðum fyrr en við erum komnir til baka af gossvæðinu.
Ef ég verð samt ákærður og krafist refsinga fyrir brot, sem mér var tæknilega ómögulegt að vita um að ég væri að fremja, verður það nýjung í íslensku réttarfari að sakfella fyrir að brjóta bann eða lög sem maður á enga möguleika til að vita um að hafi verið sett.
Ómar: Hafði ekki hugmynd um bannið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar,
Held þetta "lögbrot" sé nú svona stormur í ruslapoka eins og einhver sagði;)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 29.8.2014 kl. 20:15
Saklaus þar til ... einhver fer að pæla í því hvað flugmaður með áratuga reynslu af eldsumbrotum hefur að gera sambandslaus á svæði sem fáfróðari og reynsluminni menn hefðu getað sagt sér að gæti verið lokað á hverri stundu. Það ættu ekki að vera nýjar fréttir fyrir Ómar Ragnarsson að eldgos boða ekki lokun flugs með einhverra klukkutíma fyrirvara. Og það getur varla talist annað en vítavert kæruleysi að fljúga sambandslaus á þannig svæði með farþega.
Davíð12 (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 20:55
Er þetta ekki bara spæld Stöð 2 að reyna að klekkja svolítið á þér? Sýnist það.
Eiður (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 20:59
Mér finnst að það eigi að setja í lög að Ómar Ragnarsson megi vera á sinni Frú á bannsvæði þar sem Landhelgisgæslan má bara athafna sig í lofti.
Það er líka spurning hvort þess þurfi ef hefðaréttur er kominn á að Ómar megi vera fyrstur á Frúni á staðinn þar sem hamfarir verða eða náttúruvá er yfirvofandi.
Hefðarréttur myndast tel ég ef óbreytt ástand hefur varað meira en 20 ár er ekki Ómar búinn að vera í þessu og aðeins meira en það þá oftast á undan Landhelgisgæslunni á staðinn til að vara við eða segja okkur íslensku þjóðinni fréttir af ýmsum stórviðburðum í náttúrunni og eða um samfélagið í máli og myndum?
Atvinnufrelsi og eignaréttur samkvæmt stjórnaskrá og hefðréttur samkvæmt lögum ætti kannski að segja eitthvað í þessu máli vonandi. Annars ég trúi ekki að það verði mál úr þessu.
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 21:06
Þetta mál verður "skoðað" hjá flugmálayfirvöldum og síðan ekkert gert.
Sem betur fer. Jafnvel þótt þessu yrði vísað til ákæruvalds, myndi það fell niður málið, þar sem það myndi ekki þykja líklegt til sakfellis. Búið mál, engin frétt, allir að halda áfram að sofa hjá og drekka kaffi. Njótið lífsins og svona.
Steine (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 21:21
Undirritaður var á vaktinni á Egilsstaðaflugvelli umrædda nótt.
Stundum þarf að vinna með heilbrigða skynsemi, hvað sem öllum reglum líður. Mér bar, sem vakthafandi með flugplanið, að upplýsa um ástandið. En ef menn geta og vilja setja hlutina í rétt samhengi sjá þeir ef til vill annmarkana á því.
Ómar fer í loftið 05:14
NOTAM-skeyti tekur gildi 05:38 þegar Ómar er kominn langleiðina inneftir
Undirritaður tók eftir skeytinu í innboxinu um klukkan 05:50. Þá var Ómar kominn á svæðið og búinn að hringsóla þar skamma stund.
Staðkunnugir vita að þar er ekkert radíósamband, en ef málið hefði verið talið brýnt (hér komum við af heilbrigðri skynsemi) eru til lausnir, t.d. að biðja yfirflugið að bera á milli.
"Skaðinn" var hins vegar skeður og það var því mat undirritaðs, í ljósi þess sem kemur fram hér að ofan, að málið væri ekki brýnt.
Barn, sem búið er að vaða uppfyrir, verður ekki þurrt í fætuna, þó því sé kippt snöggt upp úr pollinum. Það er hins vegar ástæðulaust að ærast á meðan barnið stendur í lappirnar.
Hvar værum við stödd menningarlega og sögulega, ef ekki væru til einstaklingar, sem hafa lagt sig í hættu til gera myndir af atburðum og hamförum í gegnum tíðina?
Hér var hinsvegar ekki um neitt hættuspil að ræða og enginn færari að meta aðstæður en sá sem var á svæðinu.
Hafi einhver skjögrað framhjá reglum i umræddu tilfelli, þá er það undirritaður, - ekki Ómar Ragnarsson.
Benedikt V. Warén, 29.8.2014 kl. 21:32
Ef af kærunni verður, erum við algerlega búin að missa okkur í möppudýragarðinum.
Sama hvað gerist, vil ég þakka þér fyrir myndirnar sem þið tókuð yfir gosstöðvunum. Þetta eru gersemar og einu almennilegu myndrænu heimildirnar um gosið.
Villi Asgeirsson, 29.8.2014 kl. 21:32
Lýst vel á hugmynd Baldvins um hefðarréttinn. Ómar Ragnarsson á að fá að fljúga frúnni hvert sem er, hvenær sem er, á meðan hann stefnir öðru fólki ekki í voða. Punktur.
Svo sýnir athugasemd Benedikts að það er ekkert mál í gangi.
Villi Asgeirsson, 29.8.2014 kl. 21:38
Nei, Ómar hafði að sjálfsögðu ekki hugmynd um bannið, hvað þá að honum hefði getað dottið í hug að eldgos kallaði sjálfkrafa á flugbann. :)
Bara ef það hentar mér,
bara ef það hentar mér.
Ég er mjúkur á manninn,
en í borðið svo ég ber,
bara ef það hentar mér.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 22:38
Svæðið sem gosið var á, er ekki hættulegra en það að ég lenti FRÚnni þar síðanst á sandinum fyrir sjö árum og fór aftur í loftið.
Og þegar ég tala um sambandsleysi er um að ræða sambandsleysi við innanlandsflugstjórnina.
En yfir landinu eru erlendar þotur á flugi, sem nema auðveldlega neyðarkall, ef senda þarf það.
En stjórnendur þeirra þotna vita ekkert um staðbundin boð og bönn langt fyrir neðan flughæð þeirra.
Ásakanir um að það sé "vítavert" að fljúga um svæðið milli Dyngjujökuls og Öskju eru sleggjudómar, sem kastað er út í loftið án þess að kynna sér raunverulegar aðstæður.
Ómar Ragnarsson, 29.8.2014 kl. 22:43
""Lýst vel á hugmynd Baldvins um hefðarréttinn. Ómar Ragnarsson á að fá að fljúga frúnni hvert sem er, hvenær sem er, á meðan hann stefnir öðru fólki ekki í voða. Punktur.""
þetta er svona í íslenskum lögum og gildir reyndar ekki bara um Ómar :)
Lög um mannréttindasáttmála Evrópu 1994 nr. 62 19.maí
2. gr. [Ferðafrelsi.]1)
1. Öllum þeim sem á löglegan hátt eru staddir á landi einhvers ríkis skulu frjálsir ferða og dvalarstaðar þar í landi.
2. Öllum ber réttur til brottfarar úr landi, einnig úr eigin landi.
3. Eigi má leggja nokkrar hömlur á vernd slíkra réttinda, umfram það sem lög standa til og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almannaheilla, í þágu allsherjarreglu, til að firra glæpum, til verndar heilsu manna eða siðgæði eða réttindum og frelsi annarra.
4. Réttindi þau, er greinir í 1. mgr., geta á tilteknum landsvæðum sætt takmörkunum, svo fremi að þeim sé beitt að lögum og séu réttlætanlegar vegna almennra hagsmuna í lýðræðislegu þjóðfélagi.
Guðmundur Jónsson, 29.8.2014 kl. 22:50
Annar vinkill á þessu er af hverju var flugbannið sett?
Ég man ekki betur en að í ýmsum gosum t.d. Gjálpargosinu hafi vélar verið á flugi í kring um gosmökkinn og eldingar, ekki virtist það bannað þá. Útsýnisflug að gosum hafa verið algeng hingað til, hefur eitthvað breytst varðandi þetta, eru möppudýrin endanlega búin að taka völdin? Blind skrifræðishyggja komin í staðin fyrir heilbrigða skynsemi?
Allt annað er að lýsa gossvæði hættusvæði varðandi blindflug þar sem vélar í blindflugsaðstæðum ættu enga mögueika á að varast gosmökk!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 22:52
Hver sá sem sér ástæðu til þess að kæra Ómar Ragnarsson fyrir að fljúga í kringum eldfjöll og lýsa fyrir okkur því sem fyrir augu ber er föðurlandssvikari í mínum huga, ætti að vera nafngreindur og gerður að athlægi.
Ef einhver sem tengist flugi telur sig hafa meiri reynslu eða betri dómgreind í þessum efnum þætti mér líka gaman ef sá hinn sami myndi bjóða sig fram.
Ótrúlegt rugl ef satt reynist.
Bjarki (IP-tala skráð) 29.8.2014 kl. 23:01
Er þetta sami Kristján og flaug í þyrlu yfir gosstöðvunum í dag? Miðað við það sem hann sagði í fréttinni, þá var það áður en flugbanninu var aflétt.
Er þetta ekki bara samkeppnisaðili að beita lúalegu bragði?
Marinó G. Njálsson, 30.8.2014 kl. 00:36
Hér blogga margir snillingar, og svo einhverjir kálhausar. Ný-yrði sem fer í gullband er "möppudýragarður", og "stormur í ruslapoka" er tær snilld.
Altso, - það eru til lög sem fría grandalausan. Ekkert flókið. Og það yfirvald sem stendur fyrir þessu virðist vera í krossferð gegn Ómari kallinum, og hafa það að markmiði að halda honum í jarðarfjötrum. Þetta yfirvald hefur gert sig að fífli oftar en einu sinni.
Og svo, - talandi um þyrluflug yfir svæðinu, þá er gæslan með "turbo", en Ómar með stimpilmótor og loftsíu. Sé hætta á ösku sem stoppar mótor er gæslan í margfalt meiri hættu en hann, og nauðlending á þyrlu er margfalt hættulegri en á smávél. Þannig, að það ætti kannski að byrja á því að banna flug á turboprop á svæðinu....
Jón Logi (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 06:50
Mér finnst að á einhvern hátt hafi þetta litla og einfalda mál miklu meiri umfjöllun í fjölmiðlum í gær en efni stóðu til og er því bara að greina frá því eins og það horfir við mér svo að menn viti í hverju það var fólgið.
Held að það hafi bara verið klaufaskapur að sjá ekki hin einföldu aðalatriði þess strax og að það skyldi verða að stormi í vatnsglasi.
Ómar Ragnarsson, 30.8.2014 kl. 11:43
Jón Logi nauðlending á þyrlu er síst hættulegri en flugvél, þær koma niður á einum punkti á meðan flugvél þarf rúlla aðeins eftir jörðinni eftir lendingu. ;)
Karl J. (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 15:06
Valdstjórnin yfir oss vakir með sann,
ver okkur ljóst og á laun.
Á hana æði eitt nýlega rann,
er Ómar aftur sá hraun.
Vagn (IP-tala skráð) 30.8.2014 kl. 22:09
Já Karl, einmitt þess vegna er hún hættulegri, því þú hefur afar lítið val um það hvar þyrlan nauðlendir, og þetta gerist HRATT.
Ef drepst á frúnni yfir gatinu á Eyjafjallatindi hefurðu radíus upp á meira en 10 km, altso kemst á tún á aurunum eða í hlíðinni.
En þyrlan, - hún myndi lenda á jöklinum, eða í gatinu sjálfu.
Svo er það lágmarkshæðin til að ná autorotate....
Jón Logi (IP-tala skráð) 31.8.2014 kl. 07:09
Ætli glide ratio, skv. wikipediu, sé ekki svona 1:4 á þyrlu en kannski 1:8-9 á skæhok. Þyrlan kæmist sem sagt kannski 5-6 km út frá gatinu á E16. Það dygði hugsanlega til að komast niður á Gígjökullónið heitið.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.