Áhrifasvæðið er stórt.

Það er kunnugt að áhrifasvæði Bárðarbungu er furðu stórt eins og komið hefur í ljós bæði í Gjálpargosinu 1996 og nú í Holuhrauni. Um stórgos fyrri alda allt suður í Veiðivötn og Friðland að Fjallabaki er líka kunnugt. 

Þegar litið er á jarðskjálftayfirlitið á vedur.is hefur verið athyglisvert að sjá undanfarin misseri hve viðloðandi jarðskjálftavirkni hefur verið við Herðubreiðartögl og er þar áberandi enn.

Skjálftavirknin, sem var í Krepputungu 2007-2008 færði sig smám saman þangað og er með líflegasta móti nú.

Vísindamenn segja að þetta sé þekkt skjálftasvæði og ekki líkur á miklum tíðindum þar, en þess ber að gæta að það þóttu heldur ekki mikil líkindi á tíðindum við jaðar Dyngjujökuls í upphafi óróans í Bárðarbungu fyrir hálfum mánuði og vangaveltur hér á síðunni um það viku fyrir gosið í Holuhrauni virtust ekki hringja bjöllum.

Ef umbrot í Bárðarbungu og norðan Vatnajökuls verða langvarandi ætti því að vera full ástæða til að þrengja ekki heildarmyndina um of. Gosið í Sveinagjá í kjölfar Öskjugossins 1875 sýndi að áhrifasvæði þeirrar eldstöðvar náði talsvert langt í norðurátt.  


mbl.is Áfram gýs en dregur úr skjálftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Þar fór það.

Silli P (IP-tala skráð) 1.9.2014 kl. 21:32

3 Smámynd: Már Elíson

Veit hvað þú meinar, Silli...en jólin hafa alltaf varað stutt hvort eð er....

Már Elíson, 2.9.2014 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband