Getur fullkomnari mælitækni aukið spágetuna?

Það hefur verið mjög mismunandi í íslenskri eldfjallasögu hvernig eldgos hafa þróast frá upphafi goss til enda þess. 

Oft hafa gosin verið fleiri en eitt en allur gangur á því hvort öflugustu gosin voru fyrst eða síðast í goshrinunni.

Í Öskjugosinu 1875 fylgdu smærri gos norðar á gossbeltinu í kjölfar hins mikla sprengigoss, sem spjó gríðarlegri ösku yfir Norðausturland.

Í Eyjafjallajökulsgosinu urðu fyrst tvö smágos á Fimmvörðuhálsi, sem voru í raun fyrri og seinni hálfleikur af sama gosinu, en síðan fór allt af stað í stóra eldfjallinu sjálfu.

Atburðarásin núna minnir svolítið á þetta þótt ömögulegt sé að segja hvað muni gerast.

Í norðurenda gosbeltis Bárðarbungu stendur yfir lítið flæðigos svipað gosinu á Fimmvörðuhálsi, en stóra mamma bíður ógnandi að baki með öflugum skjálftum, sem gætu endað með mun stærra gosi líkt og gerðist í Eyjafjallajökli. 

Aldrei áður hefur verið hægt að vinna úr jafn mörgum gögnum um það sem er að gerast og nú og spá og spekúlera í leyndardómum kvikuganga og hreyfingum í iðurm jarðar, giska á rúmmál og flæði kviku og finna út að mun meira streymir upp og inn í þetta völundarhús en fer út úr því í gosinu í Holuhrauni.

Þetta ætti að geta aukið getu vísindamanna til að spá fram í tímann um það hvort og þá hvenær gjósa muni á nýjum stað svo að kvikuflæðið fái útrás.  


mbl.is Haft lítil áhrif á kvikuganginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þarf mikil gögn? Hve mörg hundruð eldgos þarf að bera saman? Hvað þarf að kasta peningi oft upp til að geta með vissu sagt til um hvor hliðin kemur upp?

Vagn (IP-tala skráð) 2.9.2014 kl. 02:18

2 identicon

Eldgosið á Mývatnsöræfum 1875 Sjá GÓP fréttir.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.9.2014 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband