24.9.2014 | 08:09
Hvílík bylting og ævintýri á einum mannsaldri !
Sumarið 1957 fórum við bræðurinir, Edvard og ég, til Öræfa til að heimsækja bróður okkar, Jón, sem var í sveit á Hofsnesi.
Flogið var á DC-3 til Fagurhólsmýrar. Þar með var maður kominn í afskekktustu sveit landins þar sem engin af fjölmörgum ám í sveitinni hafði verið brúuð, aðeins lágu slóðar um sveitina og allt var svipað og hafði verið í þúsund ár.
Og þó. Nítíminn var að banka á dyrnar. Ungu bræðurnir á Hofsnesi höfðu fengið rússneskan blæjujeppa í hendur og fóru með okkur i ógleymanlega ferð vestur til Skaftafellls og austur í Kvísker.
Sýna þurfti mikla lagni við að komast yfir allar árnar sem voru á leið okkar.
Nú liggur hringvegurinn um sveitina og lúxushótel rísa. Fram yfir 1974 var Freysnes aðeins örnefni forns eyðibýlis.
Ég lenti FRÚnni þar 1972 á afar erfiðum óskráðum lendingarstað. Þar er nú flugvöllur með tveimur flugbrautum, flugrekstri, og í næsta nágrenni eru hótelbyggingarnar í Freysnesi og ferðamannamiðstóði Skaftafellsþjóðgarðar, sem nú er orðinn hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Hvílík bylting og ævintýri á einum mannsaldri !
Milljarðar í hágæðahótel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frá 1957 eru hartnær tveir mannsaldrar. Mannsaldur táknar kynslóðabil sem er að meðaltali eitthvað um 30 ár. Mannsævi er ekki sama og mannsaldur.
Libbðu í heilan mannsaldur í viðbót.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 11:25
Frændi minn var eitt sinn spurður af japana, sem hér var að rannsaka norðurljósin, hvert kynslóðabilið væri á Íslandi.
Frændi hváði, og spurði hvað það væri í Japan.
"Jú," sagði maðurinn, "kynslóðabilið í Japan er núna 7 ár."
"Og hvernig vitið þið það?"
"Á þann hátt að börn sem fæðast í dag munu alast upp við allt aðra tækni en börn sem fæddust fyrir sjö árum."
(Svona ef ég man þetta rétt.)
Billi bilaði, 24.9.2014 kl. 15:50
18.10.2013:
"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.
Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.
Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.
Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].
Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."
Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi
Þorsteinn Briem, 24.9.2014 kl. 16:30
6.9.2013:
"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.
Þar af jókst þjónustuútflutningur um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%.
Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012
Þorsteinn Briem, 24.9.2014 kl. 16:31
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gapa nú um hagvöxt hér á Íslandi en hafa ekkert gert til að stuðla að þessum hagvexti, heldur þvert á móti.
Og undanfarin mörg ár hafa menn í þessum flokkum verið með stöðugar svívirðingar í garð ferðaþjónustunnar og útlendinga hér á Íslandi en reynt að upphefja stóriðjuna sem mest þeir mega.
Nú hefur hins vegar sannast að þessir fáráðlingar hafa gert í nábrækur sínar þegar þeir hafa hæðst að "einhverju öðru" og gapað í fávisku sinni og vesaldómi um "fjallagrasatínslu".
Setja ætti þessa vesalinga í gapastokk á Austurvelli og flengja svo undan svíði.
Þorsteinn Briem, 24.9.2014 kl. 16:47
Það gildir sama hámark á ferðaþjónustu og annað, - að vaxtaraukinn (exponantial function) getur aldrei varað. Það er hins vegar langt í þak á afkastagetu.
Sjávarútvegurinn er stabíll, og engin hætta á að það verði allt í einu of mikið af fiski.
Stóriðjan fylgir neyslu og framleiðslu, og þar erum við komin með fótinn nokkuð djúpt oní pollinn.
Það er ferðaþjónustan sem er sterkasti klárinn fyrir vagninum....núna. En í vályndum veðrum á holóttum vegum er kannski viturlegast að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Það á við um alla þætti.
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 20:13
Allt er þetta afstætt. Ég tel að á milli fjögurra kynslóða, jass-rokk-bítla-og diskókynslóðanna, hafi hvert kynslóðabil verið aðeins um 10 ár.
Ómar Ragnarsson, 24.9.2014 kl. 20:22
Engin þörf á "endalausum vexti" í ferðaþjónustu hér á Íslandi frekar en öðrum greinum og við Íslendingar erum örþjóð.
Þar að auki erum við engan veginn með öll egg í sömu körfunni, þar sem útflutningur héðan byggist meðal annars á ferðaþjónustu, sjávarútvegi og tækni.
Allar þessar greinar geta vaxið frá því sem nú er, sjávarútvegurinn með stóraukinni fullvinnslu.
Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.
Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.
Og frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Þorsteinn Briem, 24.9.2014 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.